Demókratinn Webb lýsir yfir sigri í Virginíu 8. nóvember 2006 07:40 Jim Webb með dóttur sinni á kosninganótt MYND/AP Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Talningu er að ljúka í Virginíuríki. Demókratinn Webb er með 1.170.564 atkvæði, eða 50% og repúblikaninn George Allen hlaut 1.162.717 atkvæði eða 49% þegar búið er að telja 99% atkvæða. Munurinn er aðeins 7847 atkvæði. Svo mjótt er á mununum í kosningum til öldungadeildar bandaríska þingsins í Virginíufylki að hugsanlega þarf að telja á ný. Það myndi þýða að ekki ræðst fyrr en í desember hvor flokkurinn hefur meirihluta í öldungadeildinni. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Endanlegar tölur um skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni hafa enn ekki verið birtar en Hvíta húsið hefur staðfest úrslitin. Erlendar fréttastofur segja demókrata líklega hafa náð rúmum meirihluta. Þetta eru slæmar fréttir fyrir repúblikanann Bush Bandaríkjaforseta því nú verður erfiðara fyrir hann að stjórna því hvaða lög eru samþykkt í þinginu. Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu. Ennfremur telst til tíðinda að nú verður kona í fyrsta skipti forseti neðri deildar þingsins, Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni. Baráttan um öldungadeildina hefur verið afar spennandi og eru úrslit enn ekki fullráðin. Demókratar hafa unnið sigur í fjórum af þeim sex fylkjum sem skipta máli í baráttunni og haldið velli þar sem þeirra sætum var ógnað. Búist er við að þeir vinni einnig sigur í Montana þannig að úrslitin munu ráðast í Virginíu, þar sem baráttan er hnífjöfn og getur enn farið á hvorn veginn sem er. Munurinn er núna nokkuð innan við hálft prósent og því gæti farið svo að farið verði fram á endurtalningu atkvæða. Í Suður-Dakóta höfnuðu kjósendur nær algjöru banni við fóstureyðingum jafnvel eftir nauðgun eða sifjaspell, en fylkisþingið hafði samþykkt bannið í vor. Arnold Schwarzenegger heldur embætti sínu sem ríkisstjóri í Kaliforníu og Hillary Clinton heldur sæti sínu sem öldungadeildarþingmaður í New York en orðrómur segir að hún muni ekki sitja út kjörtímabilið heldur hyggi á forsetaframboð í vor.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira