Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, segir Sýrlendinga bera ábyrgð á örlögum ísraelska hermannsins sem hefur verIð í haldi herskárra Palestínumanna í Rúma viku.
Hann er sagður í haldi manna sem tengist Hamas-samtökunum sem leiða heimastjórn Palestínumanna. Peretz lagði áherslu á það í dag að Khaled Mashaal, æðsti leiðtogi Hamas, hefðist við í Sýrlandi og því teldu Ísraelar ljóst að Hamas og Mashaal störfuðu með stuðningi stjórnvalda í Damascus. Ísraelar hafa sent herlið sitt til árása á Gaza-svæðinu til að tryggja lausn hermannsins.