Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað 26. júní 2006 08:00 Gilad Shalit, ungi hermaðurinn sem var rænt. MYND/AP Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Átökin í gær eru þau verstu milli Palestínumanna og Ísraela um nokkurt skeið. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og spregjum. Tveir hermenn og jafn margir herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermenni, hinum nítján ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi en líkast til særðan. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnum. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira
Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Átökin í gær eru þau verstu milli Palestínumanna og Ísraela um nokkurt skeið. Árásarmennirnir, sjö eða átta talsins, skriðu í gegnum þrjú hundruð metra göng sem voru grafin undir landamæragirðinguna við Kerem Shalom. Þar réðust þeir til atlögu við hermenn á vakt vopnaðir skammbyssum og spregjum. Tveir hermenn og jafn margir herskáir Palestínumenn féllu í átökunum. Árásarmennirnir rændu einum hermenni, hinum nítján ára gamla Gilad Shalit. Vopnaður armur Hamas-samtakanna og önnur herská samtök hafa lýst árásinni á hendur sér. Nokkrum klukkustundum eftir árásina var tugum ísraelskra skriðdreka komið fyrir á Gaza og og hefur liðssafnaður á svæðinu haldið áfram í morgun. Ekki er vitað með vissu hvort hermaðurinn ungi er lífs eða liðinn en Ísraelsher telur hann þó enn á lífi en líkast til særðan. Ráðamenn segja heimastjórn Hamas- liða bera ábyrgð á því að honum verið skilað heilu og höldnum. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur hótað grimmilegum hefndaraðgerðum ef svo verði ekki en stjórnvöld í Jerúsalem grípa ekki til harkalegra aðgerða fyrr en allt hefur verið reynt til að tryggja lausn Shalits. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, hittust á neyðarfundi um málið síðdegis í gær.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Launmorð á götum New York Erlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Sjá meira