Styður samruna evrópskra kauphalla 9. júní 2006 11:08 Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira