Íranar hætta ekki auðgun úrans 1. júní 2006 12:30 Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans. MYND/AP Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Stjórnvöld í Íran tilkynntu í morgun að þau væru tilbúin til viðræðna við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál en þau myndu samt ekki hætta auðgun úrans líkt og stjórnvöld í Washington gera kröfu um. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að stjórnvöld í Washington væru reiðubúin til viðræðna við Írana um stefnu þeirra í kjarnorkumálum. Það skilyrði yrði þó sett að Íranar hættu þegar auðgun úrans og það yrði að sannreyna áður en viðræður hæfust. Stjórnmálaskýrendur sögðu þetta mikla stefnubreytingu hjá Bandaríkjamönnum og tilraun þeirra til að taka frumkvæðið í deilunni. Javier Solana, yfirmaður utanríkismála í Evrópusambandinu, fagnaði í gær yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og það gerðu einnig utanríkisráðherra Bretlands og talsmaður kínveskra stjórnvalda. Þeir virðast þó hafa glaðst of snemma þar sem ekki má búast við því að ráðamenn frá Bandaríkjunum og Íran setjist að samningaborðinu meðan auðgun úrans verður framhaldið. Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í morgun að auðgun úrans yrði ekki hætt. Írönum leyfðust slíkar framkvæmdir og þær væru ekki til umræðu. Stjórnvöld í Teheran væru þó reiðubúin til viðræðna um önnur sameiginleg áhyggjumál ríkjanna. Hann bætti því við að ef Bandaríkjamenn vildu ræða málin yrðu þeir að breyta hegðun sinni. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa neitunarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Bretland, Bandaríkin, Rússland, Frakkland og Kína, auk Þýskalands, funda um málið í Vín í Austurríki í dag. En á meðan deilan við Írana er í hnút virðist rofa til í kjarnorkudeilunni við stjórnvöld í Norður-Kóreu. Ráðamenn í Pyongyang hafa boðið helsta samningamanni Bandaríkjastjórnar í kjarnorkudeilu landanna til viðræðna í höfuðborginni. Þar með hafa norðurkóresk stjórnvöld látið í ljós vilja til að hefja á ný viðræður sem ríkin tvö, auk Rússlands, Kína, Suður-Kóreu og Japans, taka þátt í en þær hafa legið niðri frá því síðasta haust.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira