Skoðun

Þegar Íslendingar móðguðust við Svía

Egill Helgason skrifar
Sæll Egill

Ég sá þig á NFS þar sem þú bentir á að það kemur dönsku ríkisstjórninni ekkert við hvað danskir fjölmiðlar birta og því gætu þeir ekki beðist afsökunar á myndbirtingunum eins og ýmis íslömsk ríki hafa farið fram á.



Ég vill bara benda svona á til gamans að 1955 birtust greinar í nokkrum dagblöðum í Svíþjóð þar sem talað var frekar illa um Ísland og Íslendinga. Voru það helst Morgontidningen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet sem stóðu fyrir þessu.

Ástæða blaðaskrifanna var ágreiningur Íslands og Svíþjóðar um loftferðamál.

Lýsti dr. Helgi Briem, sendiherra Íslands í Svíþjóð, skrifunum á eftirfarandi hátt: "...svo ósvífna og ruddalega, að þess eru fá dæmi í skrifum um lönd, sem ekki eru í stríði."

En eftir þessi skrif fór dr. Helgi Briem á fund utanríkisráðherra Svíþjóðar, þar sem hann mótmælti blaðaskrifunum og vildi að ríkisstjórnin gerði eitthvað til þess að blöðin birtu leiðréttingu. Sænski utanríkisráðherrann brást ókvæða við og vísaði mótmælunum frá á þeim forsendum að Svíþjóð væri lýðræðisríki og ríkisstjórnin réði því ekki hvað skrifað væri í blöðin.

Það má líkja þessum viðbrögðum Íslendinga og Helga Briem við viðbrögð Múslima sem vilja að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar sökum einhvers sem danskt dagblað hefur birt.

Langaði bara að benda á þetta. Vissulega má benda á að frelsi fjölmiðla hefur aukist mikið síðustu hálfa öldina og þá einna helst að flokksblöðin heyra nú nánast sögunni til.

Kveðja

Haukur Sigurjónsson

Sagnfræðingur




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×