Flutum sofandi að feigðarósi 23. desember 2006 00:01 Lækkun Standard and Poor's á lánshæfismati íslenska ríksins eru grafalvarleg tíðindi, en ættu ekki að koma á óvart. Lausatök hafa verið í rekstri ríkisins og stjórnvöld hafa skell skollaeyrum við viðvörunum og ábendingum um úrbætur sem nauðsynlegar eru. Þegar menn berja höfðinu nógu oft við steininn er það einu sinni svo að augljóslega gefur hausinn eftir fremur en steinninn. Niðurstaðan er að jólagjöf efnahagsstjórnarinnar í ár er hækkandi fjármagnskostnaður fólks og fyrirtækja á Íslandi. Seðlabankinn, bankar og helstu alþjóðastofnaðir, ásamt matsfyrirtækjum hafa þráfaldlega bent á nauðsynlegar úrbætur. Fjáraukalög, afturköllun aðgerða til að draga úr þenslu og hik við að gera nauðsynlegar úrbætur á íbúðalánamarkaði voru auðvitað til þess fallin að draga úr trausti þjóðarinnar á alþjóðamörkuðum. Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efnahagsmála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina. Sá vandi sem nú hefur verið stimplaður af Standard og Poor's liggur ekki síst í því að umræða og aðgerðir stjórnmálamanna hafa ekki fylgt eftir þeim róttæku þjóðfélagsbreytinum sem orðið hafa á undra skömmum tíma. Íslenskt atvinnulíf er fullgildur þátttakandi í alþjóðavæðingunni. Stjórnmálaumræðan er hins vegar föst í heimóttarlegum farvegi þar sem skellt er skollaeyrum við því sem almennt er talið boðlegt í hinum siðmenntaða heimi. Lokað ósýnilegt hagkerfi á heimskortinu gat hagað sér nokkurn veginn að vild. Opið hagkerfi sem vakið hefur eftirtekt í alþjóðlegum viðskiptaheimi getur ekki leyft sér slíkan munað, ef munað skyldi kalla. Þannig voru augljóslega tímaskekkja og mistök að ráða stjórnmálamann í embætti Seðlabankastjóra. Ekki síst þegar sá hinn sami var holdgervingur þeirra sjónamiða sérstakra íslenskrar efnahagshegðunar sem nú hefur leitt til þess að traust okkar á alþjóðavettvangi hefur beðið hnekki. Í ljósi þess hversu illa við höfum haldið á málum á methagvaxtarskeiði síðustu ára, getur farið svo að kostir okkar verði engir aðrir þegar upp er staðið, en að kasta núverandi gjaldmiðli og taka upp evru. Það væri kaldhæðni sögunnar ef afleiðingar efnahagsstjórnarinnar yrðu þessar í ljósi þess að í forystu efnahagsstjórnarinnar sitt hvorum megin borðs, fyrst sem forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóri, sat á þessum tíma einn eindregnasti andstæðingur evrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Lækkun Standard and Poor's á lánshæfismati íslenska ríksins eru grafalvarleg tíðindi, en ættu ekki að koma á óvart. Lausatök hafa verið í rekstri ríkisins og stjórnvöld hafa skell skollaeyrum við viðvörunum og ábendingum um úrbætur sem nauðsynlegar eru. Þegar menn berja höfðinu nógu oft við steininn er það einu sinni svo að augljóslega gefur hausinn eftir fremur en steinninn. Niðurstaðan er að jólagjöf efnahagsstjórnarinnar í ár er hækkandi fjármagnskostnaður fólks og fyrirtækja á Íslandi. Seðlabankinn, bankar og helstu alþjóðastofnaðir, ásamt matsfyrirtækjum hafa þráfaldlega bent á nauðsynlegar úrbætur. Fjáraukalög, afturköllun aðgerða til að draga úr þenslu og hik við að gera nauðsynlegar úrbætur á íbúðalánamarkaði voru auðvitað til þess fallin að draga úr trausti þjóðarinnar á alþjóðamörkuðum. Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efnahagsmála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina. Sá vandi sem nú hefur verið stimplaður af Standard og Poor's liggur ekki síst í því að umræða og aðgerðir stjórnmálamanna hafa ekki fylgt eftir þeim róttæku þjóðfélagsbreytinum sem orðið hafa á undra skömmum tíma. Íslenskt atvinnulíf er fullgildur þátttakandi í alþjóðavæðingunni. Stjórnmálaumræðan er hins vegar föst í heimóttarlegum farvegi þar sem skellt er skollaeyrum við því sem almennt er talið boðlegt í hinum siðmenntaða heimi. Lokað ósýnilegt hagkerfi á heimskortinu gat hagað sér nokkurn veginn að vild. Opið hagkerfi sem vakið hefur eftirtekt í alþjóðlegum viðskiptaheimi getur ekki leyft sér slíkan munað, ef munað skyldi kalla. Þannig voru augljóslega tímaskekkja og mistök að ráða stjórnmálamann í embætti Seðlabankastjóra. Ekki síst þegar sá hinn sami var holdgervingur þeirra sjónamiða sérstakra íslenskrar efnahagshegðunar sem nú hefur leitt til þess að traust okkar á alþjóðavettvangi hefur beðið hnekki. Í ljósi þess hversu illa við höfum haldið á málum á methagvaxtarskeiði síðustu ára, getur farið svo að kostir okkar verði engir aðrir þegar upp er staðið, en að kasta núverandi gjaldmiðli og taka upp evru. Það væri kaldhæðni sögunnar ef afleiðingar efnahagsstjórnarinnar yrðu þessar í ljósi þess að í forystu efnahagsstjórnarinnar sitt hvorum megin borðs, fyrst sem forsætisráðherra og síðan Seðlabankastjóri, sat á þessum tíma einn eindregnasti andstæðingur evrunnar.