Nýsköpun í stjórnmálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. desember 2006 05:00 Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hefði líklega orðið hissa ef einhver hefði sagt mér árið 1996 að ég myndi taka þátt í forvali og stefna að þingsæti áratug síðar. Eins og mörgum öðrum fannst mér stjórnmálalífið ekki spennandi á þeim tíma. Þó að margt ágætt fólk starfaði í stjórnmálaflokkunum fannst mér enginn þeirra spennandi sem stjórnmálaafl. Það var ekki fyrr en Vinstrihreyfingin-grænt framboð varð til að ég fékk verulegan áhuga á að taka þátt í flokksstarfi. Eins og flestum öðrum í VG finnst mér undarlegt þegar rætt er um flokkinn okkar út frá atburðum áranna 1996-1999, þegar sameiningarumræða vinstrimanna stóð hvað hæst. Reyndar er það einkum fólk í öðrum flokkum sem hefur áhuga á því að halda áfram að ræða þessa fortíð. Vinstri græn hafa sem betur fer borið gæfu til að lifa í núinu. Áhrif vinstri grænnaAf hverju gekk ég til liðs við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð? Jú, það var vegna þess að mér fannst að þessi flokkur væri ný rödd í íslenskum stjórnmálum. Og finnst enn. Og áhrif flokksins blasa við. Stjórnmálamenn tóku umhverfismál ekki nógu alvarlega fyrir tíu árum og þau voru raunar ekkert rædd fyrir seinustu kosningar. Nú hafa allir flokkar tekið við sér. Andstaða við hernaðarstefnu Bandaríkjanna var ekki í tísku þegar Vinstrihreyfingin-grænt framboð var stofnuð. Baráttan fyrir kvenfrelsi hefur líka lent í mótbyr en í hana er nú kominn aukinn kraftur. Baráttan fyrir velferð hefur seinustu ár verið varnarbarátta og er enn. En einnig þar bind ég helst vonir við Vinstrihreyfinguna-grænt framboð. Framan af stóð það flokknum nokkuð fyrir þrifum að hann var lítill og illa skipulagður. Það veitti honum frelsi en um leið var stundum eins og hann væri í annarri deild en stærstu flokkarnir. Verkefni okkar seinustu ár hefur því verið að gera flokkinn að afli sem enginn getur vísað burt eða flokkað í aðra deild, án þess þó að flokkurinn api allt eftir öðrum flokkum eða glati sérstöðu sinni. Það hefur tekist. Kosningabarátta VG í vor var örugglega sú sem skilaði mestum árangri. Þó var hún ódýr en á hinn bóginn vel samhæfð um allt land og frambjóðendur okkar vöktu athygli fyrir að tala eigin tungu en ekki eins og frambjóðendavélar. Sameiginlegt prófkjör í þremur kjördæmum núna um næstu helgi er annað dæmi um tilraun sem ekki er sótt til annarra heldur kemur uppástungan upphaflega frá óbreyttum flokksmanni á landsfundi. Breytingar framundanPrófkjör eru vandmeðfarin leið. Eðlilegt er að tortryggni gæti gagnvart þeim enda hræða sporin. Samt höfum við í VG ákveðið að fara þessa leið núna. Þrátt fyrir allt eru prófkjörin lýðræðislegt ferli sem getur aukið þrótt manna og flokka, ef vel er á málum haldið. Við frambjóðendurnir höfum ekki auglýst eða leigt okkur skrifstofur heldur treyst á að kjósendur í forvalinu hugsi sjálfir og vegi og meti hvað við höfum fram að færa. Við viljum breyta prófkjöri úr neikvæðu orði í jákvætt. Ég tæki ekki þátt í stjórnmálum nema ég teldi tilgang með því. Fyrir mér er tilgangurinn sá að taka þátt í nýsköpun í stjórnmálalífinu. Eins og fólk hefur tekið eftir hefur Vinstrihreyfingin-grænt framboð undanfarið verið helsta nýsköpunarafl í íslenskum stjórnmálum. Við höfum treyst kjósendum og þeir hafa treyst okkur í auknum mæli. Ég held að það blasi nú við flestum að ef það eiga að verða breytingar í íslensku stjórnmálalífi í vor þá verður það á vegum Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Prófkjörið á morgun er aðeins fyrsta skrefið í átt til nýrra tíma.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun