Þjónusta Stígamóta um allt land? 29. nóvember 2006 05:00 Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Það hefur lengi verið ljóst að þjónusta Stígamóta nýtist best fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir brýna þörf alls staðar á landinu. Fólk hefur lagt á sig ómældan kostnað og fyrirhöfn til þess að sækja ráðgjöf til Stígamóta og aðeins í litlum hluta tilfella hefur verið farið fram á fjárhagslega aðstoð sveitarfélaga. Þátttaka fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins í sjálfshjálparhópum sem hittast 15 sinnum hefur verið óraunhæf. Þróunin hefur verið sú undanfarin misseri að víða hefur verið falast eftir þjónustu Stígamóta. Þannig var lögð í það mikil vinna að þjálfa upp sjálfstæðan hóp heimakvenna á Akureyri til þess að rækja hliðstæða starfsemi. Á minni stöðum virðist slíkt fyrirkomulag ómögulegt vegna nábýlis og fámennis, óháð þekkingu og góðs vilja heimafólks. Ráðgjafar frá Stígamótum veita vikulega þjónustu hjá Krýsuvíkursamtökunum og hliðstæð vikuleg ráðgjöf er veitt í Kvennafangelsinu. Á Ísafirði og í Vestmannaeyjum eru nú starfræktir sjálfshjálparhópar í tilraunaskyni. Undirbúningur starfseminnar var unninn í náinni samvinnu og með ráðgjöf frá Stígamótum og leiðbeinendur sóttu leiðbeinendanámskeið til Stígamóta.Bætt þjónustaNú hafa Stígamót ákveðið að mæta þörfinni fyrir bætta þjónustu með því að bjóða sveitarfélögum upp á reglulega þjónustu í heimabyggð. Þar sem um nýtt tilboð er að ræða er mikilvægt að prófa það og þróa. Náðst hefur samningur við Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað um þriggja mánaða tilraunaverkefni. Verkefnið felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum mun bjóða upp á viðtöl hálfsmánaðalega.Þjónustan verður opinn allan daginn og tímapantanir fara fram í gegnum Stígamótasímann til þess að varðveita milliliðalausan trúnað. Verkefnið hefst í janúar og verður kynnt rækilega á Austfjörðum í svæðisfjölmiðlum, á opnum fundum með almenningi, í framhaldsskólunum og á lokuðum fundi með fagfólki. Ef tilraunin heppnast vel og tilboðið verður nýtt af heimafólki er freistandi að festa það í sessi og bjóða upp á sjálfshjálparhópa sem heimakonur gætu stýrt í framtíðinni. Nú þegar er ljóst að Austfirðingar bíða eftir þessari þjónustu.Þjónusta Stígamóta um allt land?Samkvæmt þeim tölulegu upplýsingum sem safnað hefur verið á Stígamótum undanfarin ár hefur um 32 - 38% ofbeldisins verið framið utan höfuðborgarsvæðisins. Fólkið sem leitað hefur hjálpar hefur verið búsett utan höfuðborgarsvæðisins í 11 – 19 % tilfella, þrátt fyrir langar vegalengdir og mikinn kostnað. Þessi hluti hópsins hefur komið sjaldnar en aðrir og ekki tekið þátt í starfi sjálfshjálparhópanna. Nokkur fjöldi fólks leitar aðstoðar í gegnum tölvupóst eða í síma, en slík aðstoð er ósambærileg við regluleg klukkustundarlöng ráðgjafarviðtöl.Þjónusta Stígamóta byggist á þeim sameiginlega skilningi landsmanna að kynferðisofbeldi sé samfélagsmein og fólk sem verði fyrir því eigi rétt á ókeypis þjónustu. Rekstarfé hefur því fengist frá ríki og nokkrum sveitarfélögum. Það er sanngirnismál að þjónustan nýtist um allt land. Samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi er gert ráð fyrir því að sveitarfélög landsins geri eigin áætlanir um hvernig brugðist skuli við ofbeldi og minnt á ábyrgð þeirra. Að taka tilboði Stígamóta um ráðgjöf í heimabyggð væri frábær leið fyrir stærri sveitarfélög til þess að axla þá ábyrgð.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun