Umferðarljósið 28. nóvember 2006 06:00 „Umferðaröryggi er meira á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum". Þetta þótti mér áhugaverð frétt, ekki síst í ljósi þess hvernig aðrar fregnir af umferðarmálum þjóðarinnar hafa hljóðað þetta árið. Fyrir nokkrum dögum var maður dæmdur til að greiða nokkrar krónur eftir að hafa ekið á um 140 kílómetra hraða í þéttbýli þar sem búast má við gangandi vegfarendum á öllum aldri og umferð ökutækja er mikil alla daga. Þetta er því miður ekki einsdæmi nema síður sé. Það fylgdi fréttinni af umferðarörygginu að gæði umferðarmannvirkja skipti sköpum í öryggismálum. Ekki ætla ég að draga það í efa en ég veit hins vegar ekki hvers lags mannvirki þarf til að tryggja öryggi þar sem ökumenn hegða sér eins og berserkir og við höfum haft mýmörg dæmi um á síðustu vikum og mánuðum. Ökumenn sem stíga bensínið í botn og þeytast um á öðru hundraðinu ógna umferðaröryggi og þar með öllum í kringum sig, hvernig svo sem mannvirkin eru hönnuð. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með árangri lögreglunnar á Blönduósi á undanförnum árum. Þar var einfaldlega skorin upp herör gegn alvarlegum umferðarslysum í umdæminu með því að stórauka eftirlit á þjóðvegunum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, almenningur hægir á sér í Húnavatnssýslum og veiting Umferðarljóssins á dögunum var verðskulduð. Alvarlegum slysum hefur fækkað og dregið úr hraðakstri. Er ekki hægt að fara að dæmi Blönduósslögreglunnar víðar? Það er enginn vafi á því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar er þarft verkefni og árangursríkt og sama mun gilda um tvöföldun Suðurlandsvegar. En á meðan ökumenn leyfa sér að aka eins og þeir séu í kappakstri erum við hin í stórhættu, hvort sem vegir eru einbreiðir, tvíbreiðir eða fjórbreiðir. Mér finnst óásættanlegt að menn skuli komast upp með að aka á 140-170 kílómetra hraða, refsingarlítið, og ógna þar með lífi og limum allra í kringum sig. Árangurinn í Húnavatnssýslum segir okkur að vegaeftirlit virkar og þar hefur verið gefið fordæmi sem ber að fylgja. Það þarf að fjölga lögreglumönnum og bílum í eftirliti um allt land, jafnt í þéttbýli sem á þjóðvegum. Það þarf að stórhækka sektir, jafnvel tvöfalda þær, því pyngjan er góður kennari. Það á að hækka bílprófsaldur því það er eðlilegt að ábyrgð ökumanns fylgi sjálfræðisaldri. Þeir sem hafa alið upp og starfað með unglingum vita hversu mikinn þroska þeir taka út á hverju ári milli tektar og tvítugs. Auknum þroska fylgir aukin ábyrgð og þess vegna er eðlilegt að álykta að 18 ára ökumenn séu ábyrgari en 17 ára ökumenn, þótt sjálfsagt sé það ekki einhlítt. Það þarf líka að koma upp æfingasvæði þar sem öllum verðandi ökumönnum verði skylt að finna það á eigin skinni hvað gerist ef eitthvað ber út af, innan allra öryggismarka að sjálfsögðu. Þetta kostar auðvitað allt peninga en ég er viss um að þetta allt saman, samtals, er þó ódýrara en sá fórnarkostnaður sem við færum í umferðarslysum á hverju ári. Og umferðarslys eru ekki óhjákvæmileg eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Umferðin hefur verið skelfilega mannskæð á þessu ári og enn eru ökumenn að gera sig seka um glæfralegan akstur. Það er ljóst að í alltof mörgum tilvikum eru vítin ekki til að varast þau og ef fólk getur ekki haft vit fyrir sér sjálft þarf að hafa vit fyrir því. Í þessu samhengi þarf enginn að efast um tilgang eða réttmæti þess að hafa vit fyrir fólki. Öryggi alls almennings er í húfi. Lögreglumenn í Húnavatnssýslum hafa sýnt okkur hvað þarf til. Aukið vegaeftirlit dregur úr ofsaakstri og að auki þarf að þyngja refsingar við afbrotum í umferðinni umtalsvert. Sennilega þarf reyndar að þyngja viðurlög almennt en það er önnur saga. En það er ástæða til að óska húnvetnskum lögreglumönnum til hamingju með verðskulduð verðlaun. Kannski þeir fáist til að halda námskeið í öðrum umdæmum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
„Umferðaröryggi er meira á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum". Þetta þótti mér áhugaverð frétt, ekki síst í ljósi þess hvernig aðrar fregnir af umferðarmálum þjóðarinnar hafa hljóðað þetta árið. Fyrir nokkrum dögum var maður dæmdur til að greiða nokkrar krónur eftir að hafa ekið á um 140 kílómetra hraða í þéttbýli þar sem búast má við gangandi vegfarendum á öllum aldri og umferð ökutækja er mikil alla daga. Þetta er því miður ekki einsdæmi nema síður sé. Það fylgdi fréttinni af umferðarörygginu að gæði umferðarmannvirkja skipti sköpum í öryggismálum. Ekki ætla ég að draga það í efa en ég veit hins vegar ekki hvers lags mannvirki þarf til að tryggja öryggi þar sem ökumenn hegða sér eins og berserkir og við höfum haft mýmörg dæmi um á síðustu vikum og mánuðum. Ökumenn sem stíga bensínið í botn og þeytast um á öðru hundraðinu ógna umferðaröryggi og þar með öllum í kringum sig, hvernig svo sem mannvirkin eru hönnuð. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með árangri lögreglunnar á Blönduósi á undanförnum árum. Þar var einfaldlega skorin upp herör gegn alvarlegum umferðarslysum í umdæminu með því að stórauka eftirlit á þjóðvegunum. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, almenningur hægir á sér í Húnavatnssýslum og veiting Umferðarljóssins á dögunum var verðskulduð. Alvarlegum slysum hefur fækkað og dregið úr hraðakstri. Er ekki hægt að fara að dæmi Blönduósslögreglunnar víðar? Það er enginn vafi á því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar er þarft verkefni og árangursríkt og sama mun gilda um tvöföldun Suðurlandsvegar. En á meðan ökumenn leyfa sér að aka eins og þeir séu í kappakstri erum við hin í stórhættu, hvort sem vegir eru einbreiðir, tvíbreiðir eða fjórbreiðir. Mér finnst óásættanlegt að menn skuli komast upp með að aka á 140-170 kílómetra hraða, refsingarlítið, og ógna þar með lífi og limum allra í kringum sig. Árangurinn í Húnavatnssýslum segir okkur að vegaeftirlit virkar og þar hefur verið gefið fordæmi sem ber að fylgja. Það þarf að fjölga lögreglumönnum og bílum í eftirliti um allt land, jafnt í þéttbýli sem á þjóðvegum. Það þarf að stórhækka sektir, jafnvel tvöfalda þær, því pyngjan er góður kennari. Það á að hækka bílprófsaldur því það er eðlilegt að ábyrgð ökumanns fylgi sjálfræðisaldri. Þeir sem hafa alið upp og starfað með unglingum vita hversu mikinn þroska þeir taka út á hverju ári milli tektar og tvítugs. Auknum þroska fylgir aukin ábyrgð og þess vegna er eðlilegt að álykta að 18 ára ökumenn séu ábyrgari en 17 ára ökumenn, þótt sjálfsagt sé það ekki einhlítt. Það þarf líka að koma upp æfingasvæði þar sem öllum verðandi ökumönnum verði skylt að finna það á eigin skinni hvað gerist ef eitthvað ber út af, innan allra öryggismarka að sjálfsögðu. Þetta kostar auðvitað allt peninga en ég er viss um að þetta allt saman, samtals, er þó ódýrara en sá fórnarkostnaður sem við færum í umferðarslysum á hverju ári. Og umferðarslys eru ekki óhjákvæmileg eins og hverjar aðrar náttúruhamfarir. Umferðin hefur verið skelfilega mannskæð á þessu ári og enn eru ökumenn að gera sig seka um glæfralegan akstur. Það er ljóst að í alltof mörgum tilvikum eru vítin ekki til að varast þau og ef fólk getur ekki haft vit fyrir sér sjálft þarf að hafa vit fyrir því. Í þessu samhengi þarf enginn að efast um tilgang eða réttmæti þess að hafa vit fyrir fólki. Öryggi alls almennings er í húfi. Lögreglumenn í Húnavatnssýslum hafa sýnt okkur hvað þarf til. Aukið vegaeftirlit dregur úr ofsaakstri og að auki þarf að þyngja refsingar við afbrotum í umferðinni umtalsvert. Sennilega þarf reyndar að þyngja viðurlög almennt en það er önnur saga. En það er ástæða til að óska húnvetnskum lögreglumönnum til hamingju með verðskulduð verðlaun. Kannski þeir fáist til að halda námskeið í öðrum umdæmum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun