Bless jólastress? 16. nóvember 2006 05:00 Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Ég var alinn upp í hringiðu verslunarreksturs og byrjaði ungur að vinna hjá föður mínum í barna- og unglingadeild Karnabæjar í Austurstræti. Fyrir utan þá jólatilhlökkun sem hlýst af afmælisdegi mínum á aðfangadag, þá hlakkaði ég alltaf til að vinna í jólaösinni. Í rúm tíu ár vann ég hver einustu jól í fataverslun og nokkur ár eftir það við sölu á geisladiskum og hljómplötum. Eftir því sem ég eltist, því lengri varð opnunartíminn, því lengri urðu vinnudagarnir. Vinnuálagið og streitan urðu nokkrum sinnum til þess að ég hreinlega varð veikur yfir jólin. Ég kunni ekki að slaka á inn á milli. Í dag er opnunartími verslana enn lengri en áður var og hið svokallað jólastress vill dreifast á fleiri stéttir. Ég hef heyrt margar sögur svipaðar mínum á síðustu árum. Fólk hefur svo mikið að gera fram að jólum að það gefur sér ekki tíma til að slaka á inn á milli (kann það kannski ekki) og nær því ekki að njóta jólanna til fullnustu þegar þau loksins koma. Ég veit að ég breyti ekki samfélaginu og mun væntanlega ekki hafa áhrif á langan opnunartíma verslana með þessum stutta pistli. Hins vegar vil ég hvetja verslunareigendur og starfsmenn þeirra til að undirbúa sig vel fyrir þessa ábatasömu og skemmtilegu vertíð. Með því að undirbúa starfsfólk huglægt og líkamlega er hægt að draga verulega úr þeim neikvæðu áhrifum streitu sem oft fylgja tímabilinu. Eitt af því sem ég legg mikla áherslu á í fyrirlestrum mínum og námskeiðum er regluleg slökun. Manneskja sem ástundar 10-20 mínútna slökun daglega er betur undir það búin að takast á við krefjandi verkefni í leik og starfi heldur en manneskja sem annað hvort leggst í leti eða reynir að deyfa sig fyrir streitunni með áfengi, tóbaki, mat eða sjónvarpsglápi. Ekki er hægt að segja bless við jólastress að öllu leyti, en það er hægt að draga verulega úr neikvæðum afleiðingum þess. Aðalatriðið er að njóta vertíðarinnar, slaka á inn á milli. Gleðilegan undirbúning fyrir jólin. Guðjón Bergmann er fyrirlesari, rithöfundur og jógakennari.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun