Þörf á hógværð 15. nóvember 2006 06:00 Ríkisstjórnin hefur gengið fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum víða um land í þeirri viðleitni að skilgreina allt land, sem stjórnvöld telja að enginn geti gert tilkall til, sem ríkiseign. Hugsanlega var hægt að færa gild rök fyrir því árið 1998, þegar lögin um þjóðlendur voru samþykkt á Alþingi, að nauðsynlegt væri að eyða óvissu um mörk eignarlanda. Það réttlætir samt ekki yfirgang fjármálaráðuneytisins gagnvart fólki í dreifðari byggðum landsins síðan. Á föstudag birti fjármálaráðherra í Lögbirtingablaðinu kröfur sínar, fyrir hönd íslenska ríkisins, um þjóðlendur á austanverðu Norðurlandi. Er það sjötta landsvæðið sem ráðherra gerir kröfur í fyrir óbyggðanefnd. Ólafur Björnsson, lögmaður nokkurra landeigenda, hefur sagt að nánast ekkert eignarland verði eftir í Suður-Þingeyjarsýslu nema láglendissvæði næst bæjarhúsum gangi þessar kröfur eftir. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í fréttum Útvarpsins í fyrradag að í útlöndum færu menn í stríð til að vinna lönd. Á Íslandi úrskurðaði ríkið landið bara þjóðlendur. Fólkið fyrir norðan er ekki það eina sem hefur þurft að berjast gegn þessum yfirgangi ríkisvaldsins. Bændur í uppsveitum Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og austur að Hornafirði kostuðu miklu til að verjast áganginum. Og fleiri bíða átekta á Norður- og Vesturlandi. Fjármálaráðuneytið hefur jafnvel gert kröfur í jarðir sem bændur hafa talið eign sína samkvæmt þinglýstum landamerkjabréfum. Slík landamerki eiga rætur að rekja allt til ársins 1890 þegar farið var um landið og landamerki skilgreind svo að landbúnaður gæti risið upp sem sjálfstæð atvinnugrein. Af þessum jörðum hafa jafnvel verið greiddir skattar og gjöld í ríkissjóð í áratugi. Samt hefur jarðeigendum verið gert skylt að leggja fram gögn allt frá landnámi til að sanna eignarhald sitt. Því er fagnaðarefni að þeir ætli að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu á þeirri forsendu að jafnræðis og meðalhófs hafi ekki verið gætt við meðferð málsins. Sérfræðingar þjóðlendunefndar fjármálaráðuneytisins halda því reyndar fram að þeim beri skylda til að setja fram ítrustu kröfur og aldrei megi gefa eftir ríkisland samkvæmt lögum. En er ekki hægt að fara fram af hógværð? Er ekki nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa fólksins að marka hér skýrari pólitíska stefnu í stað þess að láta hagsmunakarla kerfisins ákveða hversu hart skuli gengið fram? Það væri að minnsta kosti í anda stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óheft ríkisvæðing lands er það ekki. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í auðlindanefnd ríkisstjórnarinnar, hefur lýst þeirri hugmynd sinni að stofna hlutafélög um það sem kallað er þjóðlendur og afhenda öllum Íslendingum hlutabréf. Séreignarétturinn væri forsenda verulegs hagvaxtar, sem byggðist meðal annars á uppsöfnun fjármagns og sérhæfingu. Reynslan sýndi að land í ríkiseign væri mjög illa nýtt. Vafalaust er ekki vilji til að ganga eins langt og Ragnar lýsir. Hins vegar þurfa stjórnvöld að gæta hófs þegar eignarlönd eru afmörkuð og ríkisland skilgreint. Óþarfi er að ganga fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Ríkisstjórnin hefur gengið fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum víða um land í þeirri viðleitni að skilgreina allt land, sem stjórnvöld telja að enginn geti gert tilkall til, sem ríkiseign. Hugsanlega var hægt að færa gild rök fyrir því árið 1998, þegar lögin um þjóðlendur voru samþykkt á Alþingi, að nauðsynlegt væri að eyða óvissu um mörk eignarlanda. Það réttlætir samt ekki yfirgang fjármálaráðuneytisins gagnvart fólki í dreifðari byggðum landsins síðan. Á föstudag birti fjármálaráðherra í Lögbirtingablaðinu kröfur sínar, fyrir hönd íslenska ríkisins, um þjóðlendur á austanverðu Norðurlandi. Er það sjötta landsvæðið sem ráðherra gerir kröfur í fyrir óbyggðanefnd. Ólafur Björnsson, lögmaður nokkurra landeigenda, hefur sagt að nánast ekkert eignarland verði eftir í Suður-Þingeyjarsýslu nema láglendissvæði næst bæjarhúsum gangi þessar kröfur eftir. Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, sagði í fréttum Útvarpsins í fyrradag að í útlöndum færu menn í stríð til að vinna lönd. Á Íslandi úrskurðaði ríkið landið bara þjóðlendur. Fólkið fyrir norðan er ekki það eina sem hefur þurft að berjast gegn þessum yfirgangi ríkisvaldsins. Bændur í uppsveitum Árnessýslu, Rangárvallasýslu, Vestur-Skaftafellssýslu og austur að Hornafirði kostuðu miklu til að verjast áganginum. Og fleiri bíða átekta á Norður- og Vesturlandi. Fjármálaráðuneytið hefur jafnvel gert kröfur í jarðir sem bændur hafa talið eign sína samkvæmt þinglýstum landamerkjabréfum. Slík landamerki eiga rætur að rekja allt til ársins 1890 þegar farið var um landið og landamerki skilgreind svo að landbúnaður gæti risið upp sem sjálfstæð atvinnugrein. Af þessum jörðum hafa jafnvel verið greiddir skattar og gjöld í ríkissjóð í áratugi. Samt hefur jarðeigendum verið gert skylt að leggja fram gögn allt frá landnámi til að sanna eignarhald sitt. Því er fagnaðarefni að þeir ætli að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu á þeirri forsendu að jafnræðis og meðalhófs hafi ekki verið gætt við meðferð málsins. Sérfræðingar þjóðlendunefndar fjármálaráðuneytisins halda því reyndar fram að þeim beri skylda til að setja fram ítrustu kröfur og aldrei megi gefa eftir ríkisland samkvæmt lögum. En er ekki hægt að fara fram af hógværð? Er ekki nauðsynlegt fyrir kjörna fulltrúa fólksins að marka hér skýrari pólitíska stefnu í stað þess að láta hagsmunakarla kerfisins ákveða hversu hart skuli gengið fram? Það væri að minnsta kosti í anda stefnu núverandi ríkisstjórnar. Óheft ríkisvæðing lands er það ekki. Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og fulltrúi í auðlindanefnd ríkisstjórnarinnar, hefur lýst þeirri hugmynd sinni að stofna hlutafélög um það sem kallað er þjóðlendur og afhenda öllum Íslendingum hlutabréf. Séreignarétturinn væri forsenda verulegs hagvaxtar, sem byggðist meðal annars á uppsöfnun fjármagns og sérhæfingu. Reynslan sýndi að land í ríkiseign væri mjög illa nýtt. Vafalaust er ekki vilji til að ganga eins langt og Ragnar lýsir. Hins vegar þurfa stjórnvöld að gæta hófs þegar eignarlönd eru afmörkuð og ríkisland skilgreint. Óþarfi er að ganga fram af of mikilli hörku gagnvart landeigendum.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun