Skoðun

Hvað er ég að vesenast í pólitík?

Já, hvað er maður að brölta þetta í pólitík. Það hafa einhverjir spurt að þessu og flestir hvatt mig til dáða. Ég hef starfað í kringum stjórnmál í 17 ár þá mest í bæjarpólitík og fannst mér komin tími á að stíga skrefið og taka þátt í prófkjöri fyrir alþingiskosningar.

Helsta ástæðan fyrir framboði mínu er sú að mér finnst mannlegi þátturinn hafa gleymst, mér finnst hreinlega ríkisstjórnin hafa gleymt hinum almenna borgara. Það er svo mikil klikkun hérna, á meðan einstaklingar þiggja svimandi há laun eru aðrir sem reyna að lifa af innan fátækramarka. Það á engin að þurfa að vera fátækur á Íslandi í okkar ríka þjóðfélagi, en þetta er jú takturinn þeir ríku verða ríkari á meðan fjárhagsáhyggjur aukast til muna hjá stórum hópi. Hér á landi er verðlag mjög hátt, enda miðast það ekki við hinn almenna þegn heldur þá ríku.

Málefni fatlaðra og geðsjúkra eru mér afar hugleikin þar sem ég er þroskaþjálfi og starfa sem slík. Fólk með fötlun og geðsjúkir þurfa að lifa við endalausa biðlista. Það er biðlisti í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, inn á BUGL barna og unglingageðdeild, biðlistar eru í búsetumálum, í atvinnumálum og hæfingu. Já svona mætti lengi telja og hef ég hér, meðal annars ekki minnst á örorkulífeyrinn og réttindamál fatlaðra.

Hvers vegna ekki að gera Ísland að fyrirmyndalandi í þessum málflokki þar sem aðrar þjóðir mundu líta upp til okkar og kæmu hingað til að fá upplýsingar hvernig á að gera hlutina rétt.

Þróun eiturlyfja hér á landi er langt því frá að vera til fyrirmyndar. Það þarf að setja meiri pening í forvarnarmál og búnað til að stöðva þessa þróun. Með auknu fé í þennan málaflokk er verið að fjárfesta í framtíðinni.

Þessi mál hér að ofan eru bara nokkur þeirra mála sem ég mun berjast fyrir. Atvinnumál, menntamál, málefni fjölskyldunnar og samgöngu mál eru líka mál sem brenna á mér. 




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×