Hver er besti orkudrykkurinn? 14. september 2006 00:15 Sigurjón, Sigurpáll og Gunnhildur smakka orkudrykki Þau voru yfirleitt sammála í greiningu sinni á drykkjunum. Vísir/Valli Orkudrykkir eru vinsælir á Íslandi og nú má fá margar tegundir í næstu búð eða sjoppu. En hver er bestur? Við leituðum á náðir þriggja þrautþjálfaðra einstaklinga, þeirra Sigurpáls Jóhannessonar einkaþjálfara, Gunnhildar Jónasdóttur fitnessiðkanda og Sigurjóns Ragnars langhlaupara, og létum þá smakka. Í verslun 10-11 í Lágmúla fengust sex tegundir orkudrykkja. Allir drykkirnir eru í 250 millilítra umbúðum og kosta í kringum 200 krónur. Smökkunin fór fram í veitingasal World Class í Laugum. Drykkirnir voru innbyrtir einn af öðrum úr plastglösum svo þátttakendur vissu ekki hvað þeir voru að drekka. Íslenskt vatn var drukkið á milli til að hreinsa munninn. Danski drykkurinn Cult var fyrstur í munn og hlaut fremur óblíðar móttökur. Þetta er voðalega sætt og ekki gott eftirbragð af þessu, sagði Sigurjón og bætti við að kannski væri þetta í lagi til að blanda út í gin. Hin voru á sama máli og Cult fékk lægstu einkunn drykkjanna sex, 2,7 af fimm mögulegum. Bomba kemur í flösku sem minnir á handsprengju og er framleiddur í Austurríki. Þessi er miklu betri, sagði Gunnhildur, fékk sér annan sopa og bætti við glöð: Þetta er nú bara alveg eins og sælgæti! Strákarnir voru á sama máli og Bomban fékk næst hæstu einkunn, 4.7. Næst var komið að íslenska orkudrykknum Egils Orku og þátttakendur voru helst á því að nú væri verið að plata þá eitthvað. Er eitthvað blöff í gangi? spurði Sigurpáll, ertu að gefa okkur Sprite? Orkan fékk þó ágætar viðtökur með meðaleinkunnina 3,3 og Sigurjón sagði að þetta væri vel þambanlegt með klökum. Næst var komið að Burn sem kynntur var í samkvæmi fræga og fallega fólksins í Iðuhúsinu á dögunum. Burn fékk mjög blendnar viðtökur, Sigurpáll og Gunnhildur voru nokkuð hrifin Það er frískandi kirsuberjabragð af þessu en Sigurjón fussaði og sveiaði: Þetta er hreinlega ógeðslegt! Núlleinkunn hans dró Burn niður í næstneðsta sætið. Tantra kemur frá Austurríki eins og Bomban og ekki er á hreinu hvort drykkurinn sé erótískur eða exótískur því hvort tveggja má lesa út úr merkinu á dósinni. Það er skemmst frá því að segja að Tantra hlaut hæstu einkunn, fullt hús hjá öllum, og telst því besti orkudrykkur landsins samkvæmt þessari könnun. Þessi er rosalega góður, sagði Gunnhildur. Sigurjón tók undir og bætti við; þessi slekkur þorstann sem hinir drykkirnir gerðu ekki. Þátttakendum kom mjög á óvart eftir á að þeir hefðu kosið Tantra sem besta orkudrykk landsins. Ekkert þeirra hafði smakkað drykkinn áður og varla heyrt af honum. Að lokum var komið að jaxlinum Magic sem hefur verið lengst orkudrykkja á markaðinum. Þessi slekkur þorstann líka, sagði Sigurjón og öllum fannst Magic minna dálítið á Tantra drykkinn á undan, samt ekki alveg eins bragðgóður. Magic fékk engu að síður ágætis einkunn og náði bronsverðlaununum. Enginn þátttakenda sagðist neyta orkudrykkja að einhverju ráði. Ég reyni eiginlega að forðast þetta, sagði Sigurjón, þetta ert allt of fitandi. Eftir löng hlaup er miklu betra að fá sér bara vatn og banana. Ég held að það séu einhverjir 12-13 sykurmolar í einni svona dós, sagði Sigurpáll og minnti á heilræðið að borða bara hollan mat og reglulega. Gunnhildur játaði að hún fengi sér stundum orkudrykki: Þetta er stundum ágætt til að fá extra kraft, en það er eins með þetta og annað, að allt er best í hófi. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur tók í sama streng þegar samband var haft við hana: Ég sé eiginlega fátt jákvætt við þessa drykki. Þetta er mest vatn og sykur og koffín sem er alls ekki fyrir litla líkama, börn og unglinga. Ég veit að námsmenn nota þetta í prófum og íþróttafólk til að fá orkuskot fyrir átök. Þetta er kannski ágætt endrum og sinnum ef fólk hugsar vel um svefn og heilsufar. En fólk með offituvandamál ætti alls ekki að drekka þetta og svo getur hreinlega verið hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi. Neytendur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Orkudrykkir eru vinsælir á Íslandi og nú má fá margar tegundir í næstu búð eða sjoppu. En hver er bestur? Við leituðum á náðir þriggja þrautþjálfaðra einstaklinga, þeirra Sigurpáls Jóhannessonar einkaþjálfara, Gunnhildar Jónasdóttur fitnessiðkanda og Sigurjóns Ragnars langhlaupara, og létum þá smakka. Í verslun 10-11 í Lágmúla fengust sex tegundir orkudrykkja. Allir drykkirnir eru í 250 millilítra umbúðum og kosta í kringum 200 krónur. Smökkunin fór fram í veitingasal World Class í Laugum. Drykkirnir voru innbyrtir einn af öðrum úr plastglösum svo þátttakendur vissu ekki hvað þeir voru að drekka. Íslenskt vatn var drukkið á milli til að hreinsa munninn. Danski drykkurinn Cult var fyrstur í munn og hlaut fremur óblíðar móttökur. Þetta er voðalega sætt og ekki gott eftirbragð af þessu, sagði Sigurjón og bætti við að kannski væri þetta í lagi til að blanda út í gin. Hin voru á sama máli og Cult fékk lægstu einkunn drykkjanna sex, 2,7 af fimm mögulegum. Bomba kemur í flösku sem minnir á handsprengju og er framleiddur í Austurríki. Þessi er miklu betri, sagði Gunnhildur, fékk sér annan sopa og bætti við glöð: Þetta er nú bara alveg eins og sælgæti! Strákarnir voru á sama máli og Bomban fékk næst hæstu einkunn, 4.7. Næst var komið að íslenska orkudrykknum Egils Orku og þátttakendur voru helst á því að nú væri verið að plata þá eitthvað. Er eitthvað blöff í gangi? spurði Sigurpáll, ertu að gefa okkur Sprite? Orkan fékk þó ágætar viðtökur með meðaleinkunnina 3,3 og Sigurjón sagði að þetta væri vel þambanlegt með klökum. Næst var komið að Burn sem kynntur var í samkvæmi fræga og fallega fólksins í Iðuhúsinu á dögunum. Burn fékk mjög blendnar viðtökur, Sigurpáll og Gunnhildur voru nokkuð hrifin Það er frískandi kirsuberjabragð af þessu en Sigurjón fussaði og sveiaði: Þetta er hreinlega ógeðslegt! Núlleinkunn hans dró Burn niður í næstneðsta sætið. Tantra kemur frá Austurríki eins og Bomban og ekki er á hreinu hvort drykkurinn sé erótískur eða exótískur því hvort tveggja má lesa út úr merkinu á dósinni. Það er skemmst frá því að segja að Tantra hlaut hæstu einkunn, fullt hús hjá öllum, og telst því besti orkudrykkur landsins samkvæmt þessari könnun. Þessi er rosalega góður, sagði Gunnhildur. Sigurjón tók undir og bætti við; þessi slekkur þorstann sem hinir drykkirnir gerðu ekki. Þátttakendum kom mjög á óvart eftir á að þeir hefðu kosið Tantra sem besta orkudrykk landsins. Ekkert þeirra hafði smakkað drykkinn áður og varla heyrt af honum. Að lokum var komið að jaxlinum Magic sem hefur verið lengst orkudrykkja á markaðinum. Þessi slekkur þorstann líka, sagði Sigurjón og öllum fannst Magic minna dálítið á Tantra drykkinn á undan, samt ekki alveg eins bragðgóður. Magic fékk engu að síður ágætis einkunn og náði bronsverðlaununum. Enginn þátttakenda sagðist neyta orkudrykkja að einhverju ráði. Ég reyni eiginlega að forðast þetta, sagði Sigurjón, þetta ert allt of fitandi. Eftir löng hlaup er miklu betra að fá sér bara vatn og banana. Ég held að það séu einhverjir 12-13 sykurmolar í einni svona dós, sagði Sigurpáll og minnti á heilræðið að borða bara hollan mat og reglulega. Gunnhildur játaði að hún fengi sér stundum orkudrykki: Þetta er stundum ágætt til að fá extra kraft, en það er eins með þetta og annað, að allt er best í hófi. Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur tók í sama streng þegar samband var haft við hana: Ég sé eiginlega fátt jákvætt við þessa drykki. Þetta er mest vatn og sykur og koffín sem er alls ekki fyrir litla líkama, börn og unglinga. Ég veit að námsmenn nota þetta í prófum og íþróttafólk til að fá orkuskot fyrir átök. Þetta er kannski ágætt endrum og sinnum ef fólk hugsar vel um svefn og heilsufar. En fólk með offituvandamál ætti alls ekki að drekka þetta og svo getur hreinlega verið hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi.
Neytendur Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira