Skoðun

Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag

Á morgun, föstudaginn 15. september, stendur Djákna­félag Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag.

Tilgangurinn með ráðstefnunni er að stuðla að almennri umfjöllun um hlutverk, ímynd og framtíð kærleiksþjónustunnar en tilefnið er átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem stendur nú yfir.

Í boðun Jesú var kærleikurinn mestur. Hann kenndi að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Kærleiksþjónusta, díakonía, er umhyggja gagnvart náunganum, þjónusta við náungann sem hefur það að markmiði að mæta þörfum manneskjunnar í heild, til sálar, anda og líkama.

Á ráðstefnunni verður hugtakið kærleiksþjónusta tekið til umfjöllunar. Fjallað verður meðal annars um hvað er kærleiksþjónusta, hvað felur hún í sér og um hvers konar kirkjulegt starf er verið að ræða.

Kærleiksþjónustan í þjóðkirkjunni verður skoðuð sérstaklega en einnig verður fræðst um kærleiksþjónustu á víðari vettvangi. Djáknafélagið hefur fengið Heide Paakjaer Martinussen frá evrópsku kærleiksþjónustusamtökunum Eurodiaconia sem fyrirlesara á ráðstefnuna. Í fyrirlestri sínum mun hún tengja umræðuna um stöðu kærleiksþjónustu kirkjunnar í Evrópu í dag við frásagnir af kærleiksþjónustu af vettvangi aðildarfélaga samtaka hennar sem starfa í um 20 löndum.

Mikilvægt er við uppbyggingu kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar að kynna sér kærleiksþjónustu annarra kirkna og hvernig bæði hinar ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefnan er því kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja láta sig kærleiksþjónustu kirkjunnar varða og hafa áhuga á málefnum hennar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.kirkjan.is/di.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×