Konur og kosningar að vori 7. september 2006 06:00 Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fréttum eru allir stjórnmálaflokkar teknir að huga að uppstillingum á framboðslista vegna alþingiskosninga á komandi vori. Lítil fjölgun kvenna á Alþingi Íslendinga á liðnum árum hefur verið áfall fyrir jafnréttisbaráttuna hér á landi. Konur eru tæpur þriðjungur þingmanna og sveitarstjórnarmanna og þriðjungur ráðherra. Hlutur kvenna í stjórnmálum er ennþá óeðlilega rýr og endurspeglar ekki samfélagið. Það er nauðsynlegt að bæði kynin taki þátt í að móta samfélagið. Það liggur ljóst fyrir að stjórnmálaflokkarnir sjálfir bera þyngsta ábyrgð á þessari þróun. Fléttulistar, þar sem konur og karlar raðast til skiptis á framboðslista, hafa skilað verulegum árangri, því það hefur iðulega skort á að konur eigi kost á að skipa svokölluð ,,örugg sæti, þ.e. sæti sem eru líkleg til að tryggja þeim kosningu. Fléttulistar sýna raunverulegan vilja stjórnmálaflokka til að jafna hlut kynjanna. Meðalaldur á Alþingi hefur lækkað undanfarin ár en það eru fyrst og fremst ungir karlar sem hafa lækkað meðalaldurinn. Ungir karlar virðast því eiga auðveldara uppdráttar í stjórnmálum en ungar konur eða konur yfirleitt. Af umræðum að dæma virðist talið eðlilegt að aldur megi vega þungt við val á frambjóðendum, en kynferði síður. Það er brýnt að veita stjórnmálaflokkunum ákveðið aðhald, nú þegar þeir hefjast handa við skipan á framboðslista. Hver verður hlutur kvenna? Nú er tækifæri til að horfa til reynslu þeirra kvenna sem koma til greina í framboð, meta hana að verðleikum og hvetja þær til þátttöku. Því ber að fagna að félagsmálaráðherra hefur þegar skipað starfshóp með fulltrúum allra þingflokka, sem ætlað er að skipuleggja þverpólitískar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við næstu alþingiskosningar og mun starfshópurinn væntanlega vekja frekari athygli á þessu þarfa baráttumáli.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun