Margt smátt getur gert kraftaverk 6. september 2006 06:00 Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 9. september efnir Rauði kross Íslands til landssöfnunar undir kjörorðinu "Göngum til góðs" og verður söfnunarfénu varið til verkefna Rauða krossins í Malaví, Mósambík og Suður-Afríku. Sérstök áhersla er lögð á að aðstoða börn sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Mér er málið skylt þar sem ég er fædd og uppalin í Suður-Afríku auk þess að hafa starfað með Rauða krossi Íslands sem sjálfboðaliði í mörg ár. Mér er það því kærkomið að leggja málefninu lið og vil hvetja alla til að gerast sjálfboðaliðar þennan dag og ganga í hús til að safna fyrir Rauða krossinn. Þetta hefur einnig vakið mig til umhugsunar um hlutskipti mitt. Oft hef ég verið með samviskubit yfir því hvað ég hef það gott í lífinu. Ég er við góða heilsu, er í góðri vinnu, er gift yndislegum manni og á fjögur frábær börn. Þar að auki hef ég þak yfir höfuðið og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort það verður matur á borðinu. Þetta eru hlutir sem við hér á Íslandi hugsum ekki mikið um en ég hefði auðveldlega getað verið í hópi þeirra milljóna sem þjást sökum alnæmis í sunnanverðri Afríku þar sem yfir 25 milljónir fullorðinna og barna eru með HIV-veiruna. Þar er góð heilsa ekki sjálfgefin. Lífslíkur eru ekki nema um 45 ár í Suður-Afríku og því augljóst að mjög mörg börn verða munaðarlaus. Velverðarkerfið er auk þess ekki upp á marga fiska og því búa mörg þessara barna við gríðarlega fátækt og vanrækslu. Árið 2003 fékk ég tækifæri að fara til Suður-Afríku á vegum Rauða kross Íslands. Þá sá ég aðra hlið á fyrrum heimalandi mínu sem ég sá aldrei á þeim rúmlega 20 árum sem ég bjó þar. Auðvelt er að loka augunum fyrir því sem maður vill helst ekki sjá og á meðan aðskilnaðarstefna ríkti í Suður-Afríku fóru fáir hvítir inn á blökkumanna svæðin. Að fá að fara inn í fátækrahverfi með fulltrúum frá Rauða krossinum í Suður-Afríku var einstök upplifun. Fátæktin er svo gríðarleg að ekki var annað hægt en að fá tár í augun. Þarna bjó fólk eins og ég. Fólk með sömu tilfinningar, langanir og væntingar við hörmulegar aðstæður. Ungur alnæmissjúklingur sem við hittum fékk engin lyf, en hjúkrunarkona á vegum Rauða krossins heimsótti hann og veitti honum þá aðhlynningu sem hægt var miðað við aðstæður. Matarpökkum með því nauðsynlegasta er dreift til þeirra sem eru verst staddir. Allir á þessu svæði þekkja einhvern sem smitaður er af alnæmi og því snertir alnæmisfaraldurinn líf allra Suður-Afríkumanna. Atvinnuleysi er einnig mikið og það vonleysi sem því fylgir eykur enn vandamálin sem fyrir eru. Það er því ekki auðvelt að ala upp börn í svona umhverfi. Þar kemur Rauði kross Suður-Afríku sterkt inn og er með mjög öfluga starfsemi fyrir börn og unglinga sem veitir þeim öruggt skjól. Sjálfboðaliðar sinna að mestu þessari starfsemi og er allt gert til að byggja upp sjálfstraust og sjálfsvirðingu barnanna. Þarna er búinn til griðastaður þar sem þau fá að vera bara börn. Það sem okkur frá Íslandi fannst undarlegt var að sjá hversu stutt var í brosið hjá öllum þeim börnum sem við hittum þrátt fyrir þá erfiðleika sem þau lifa við. Þetta hefði alveg eins getað verið hlutskipti mitt og barnanna minna í lífinu – að berjast allan liðlangan daginn fyrir því sem aðrir telja sjálfsagða hluti. En örlög mín voru önnur. Ég kom til Íslands og hér er gott að búa. Ég er stolt af því að vera Íslendingur og lifi í þeirri trú að margt smátt geti gert kraftaverk. Því ætla ég að ganga til góðs fyrir mitt gamla heimaland á laugardaginn kemur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun