Betri grunnskóla 27. ágúst 2006 06:00 Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti að stjórnvöld á Íslandi hafi einungis áhuga á álbræðsluiðnaði en láti sig litlu varða menntun og hátækni. Þegar að er gáð stenst sú fullyrðing enga skoðun. Við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hvað stærstum hluta þjóðarframleiðslu okkar í rannsóknir og þróun. Það sem meira er, útgjöld til menntamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru hvað hæst á Íslandi af ríkjum OECD. Það er engin spurning að stjórnmálamennirnir, bæði í ríkisstjórn og í sveitastjórnum um allt land, hafa á undanförnum árum aukið gríðarlega útgjöld til menntamála. En samt er árangurinn ekki nógu góður, langt í frá. Eitt mikilvægasta verkefni næstu ára er án efa að greina hvernig stendur á því og finna leiðir til úrbóta. Við Íslendingar eigum að geta boðið börnunum okkar upp á besta grunnskóla í heimi og við eigum að einsetja okkur að ná þeim árangri á næsta áratug eða svo.Fjölbreytileikinn mikilvægurMér er til efs að það sé til ein lausn á þessu máli og þaðan af síður að ég eða einhver annar sé handhafi einhvers stóra sannleika um hvernig við búum til besta grunnskóla í heimi. Þess vegna er mikilvægt að hafa sem mestan sveigjanleika í skólakerfinu til þess að kalla fram sem flestar hugmyndir og lausnir. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg, okkur miðar hægt áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra er líklegt að við komumst að góðri niðurstöðu. Mat á gæðum skólastarfsinsÞað er reyndar ekki hlaupið að því að mæla árangur skólastarfsins. En slík mæling er samt mjög nauðsynleg. Ein aðferð sem nú er beitt er svokallaður framfarastuðull, en hann nýtir samræmd próf til að mæla framfarir nemenda á milli ára. Hann veitir jafnframt skólastjórnendum hugmynd um hvernig skólanum í heild gengur. Samræmd próf eru nauðsynleg en um leið þurfum við að hafa í huga að þau ein og sér duga skammt. Miklu skiptir hvernig börnunum líður í skólanum, hvert viðhorf þeirra er til náms, hversu skapandi þau eru og hver félagslegur þroski þeirra er, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki einfalt að mæla þessa hluti en það er mjög mikilvægt fyrir gæði skólastarfsins að nálgast þá eins vel og hægt er. Skólastjórnendur þurfa að geta borið saman árangur liðinna ára og einnig þurfa þeir að geta borið sig saman við aðra skóla. Fyrir foreldra er áríðandi að geta fylgst með því hvort skóli barna þeirra standist samanburð við aðra skóla. Laun og frammistaðaHaldgott mat á gæði skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun fyrir kennslu heldur en hann greiðir slökum kennara. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Ég held að kennarar séu ekkert öðruvísi en við hin, umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Ég tel því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Ég er ekki að tala um einhverja ofurlaunastefnu eða launagjá á milli kennara. En menntakerfið er svo þýðingarmikið að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni hvort að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, eigi ekki að vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Frá jafnlaunastefnuMenntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Ein leið til að styrkja slíka skóla er sú að veita til þeirra auknum fjármunum sérstaklega til þess að greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Um leið verður skólinn eftirsóttari vinnustaður fyrir kennara og skólastjórnendur sem náð hafa góðum árangri í starfi sínu í öðrum skólum. Eftir því sem kennaraliðið er öflugra, því meiri líkur eru á því að börn sem koma úr erfiðu umhverfi fái sömu tækifæri og önnur börn. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Þeirri skoðun hefur verið haldið á lofti að stjórnvöld á Íslandi hafi einungis áhuga á álbræðsluiðnaði en láti sig litlu varða menntun og hátækni. Þegar að er gáð stenst sú fullyrðing enga skoðun. Við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hvað stærstum hluta þjóðarframleiðslu okkar í rannsóknir og þróun. Það sem meira er, útgjöld til menntamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eru hvað hæst á Íslandi af ríkjum OECD. Það er engin spurning að stjórnmálamennirnir, bæði í ríkisstjórn og í sveitastjórnum um allt land, hafa á undanförnum árum aukið gríðarlega útgjöld til menntamála. En samt er árangurinn ekki nógu góður, langt í frá. Eitt mikilvægasta verkefni næstu ára er án efa að greina hvernig stendur á því og finna leiðir til úrbóta. Við Íslendingar eigum að geta boðið börnunum okkar upp á besta grunnskóla í heimi og við eigum að einsetja okkur að ná þeim árangri á næsta áratug eða svo.Fjölbreytileikinn mikilvægurMér er til efs að það sé til ein lausn á þessu máli og þaðan af síður að ég eða einhver annar sé handhafi einhvers stóra sannleika um hvernig við búum til besta grunnskóla í heimi. Þess vegna er mikilvægt að hafa sem mestan sveigjanleika í skólakerfinu til þess að kalla fram sem flestar hugmyndir og lausnir. Hæfileg blanda sjálfstætt rekinna skóla og opinberra er æskileg, okkur miðar hægt áfram ef skólarnir eru meira eða minna steyptir í sama mót. Á síðustu árum hafa víða sprottið fram athyglisverðar nýjungar í skólastarfi á grunnskólastiginu og eftir því sem fleiri sveitarfélög auka valfrelsi foreldra og nemenda, því fjölbreyttara verður námsframboðið. Með því að virkja hugmyndir margra er líklegt að við komumst að góðri niðurstöðu. Mat á gæðum skólastarfsinsÞað er reyndar ekki hlaupið að því að mæla árangur skólastarfsins. En slík mæling er samt mjög nauðsynleg. Ein aðferð sem nú er beitt er svokallaður framfarastuðull, en hann nýtir samræmd próf til að mæla framfarir nemenda á milli ára. Hann veitir jafnframt skólastjórnendum hugmynd um hvernig skólanum í heild gengur. Samræmd próf eru nauðsynleg en um leið þurfum við að hafa í huga að þau ein og sér duga skammt. Miklu skiptir hvernig börnunum líður í skólanum, hvert viðhorf þeirra er til náms, hversu skapandi þau eru og hver félagslegur þroski þeirra er, svo fátt eitt sé nefnt. Það er ekki einfalt að mæla þessa hluti en það er mjög mikilvægt fyrir gæði skólastarfsins að nálgast þá eins vel og hægt er. Skólastjórnendur þurfa að geta borið saman árangur liðinna ára og einnig þurfa þeir að geta borið sig saman við aðra skóla. Fyrir foreldra er áríðandi að geta fylgst með því hvort skóli barna þeirra standist samanburð við aðra skóla. Laun og frammistaðaHaldgott mat á gæði skólastarfsins er lykill að því að umbylta núgildandi launakerfi grunnskólans. Í grófum dráttum er það svo að nú er engin leið fyrir skólastjóra að greiða góðum kennara hærri laun fyrir kennslu heldur en hann greiðir slökum kennara. Það er því ekki bein tenging á milli þess að standa sig vel í starfi og njóta umbunar í launum. Ég held að kennarar séu ekkert öðruvísi en við hin, umbun og viðurkenning fyrir vel unnin störf hvetur okkur til dáða. Ég tel því að það eigi að veita skólastjórnendum rúmar heimildir til þess að gera betur við þá kennara sem standa sig vel í starfi. Það gengur ekki að leiðin til að hækka góðan kennara í launum sé að minnka við hann kennslu og auka við hann stjórnunarstörf. Ég er ekki að tala um einhverja ofurlaunastefnu eða launagjá á milli kennara. En menntakerfið er svo þýðingarmikið að það hlýtur að vera alvarlegt umhugsunarefni hvort að þar, af öllum sviðum þjóðlífsins, eigi ekki að vera samhengi á milli launa og frammistöðu. Frá jafnlaunastefnuMenntakerfið er aflvél hagkerfisins og jafnframt besta leiðin sem við höfum til að veita börnunum jöfn tækifæri í lífinu, óháð efnahag foreldra þeirra. Eitt vandasamasta og mikilvægasta verkefni skólayfirvalda er meðal annars að hlúa sem best að þeim skólum þar sem eru mörg börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Ein leið til að styrkja slíka skóla er sú að veita til þeirra auknum fjármunum sérstaklega til þess að greiða góðum kennurum við skólann hærri laun. Um leið verður skólinn eftirsóttari vinnustaður fyrir kennara og skólastjórnendur sem náð hafa góðum árangri í starfi sínu í öðrum skólum. Eftir því sem kennaraliðið er öflugra, því meiri líkur eru á því að börn sem koma úr erfiðu umhverfi fái sömu tækifæri og önnur börn. Við eigum að hverfa frá jafnlaunastefnunni sem gerir skólastarfið stirt og ósveigjanlegt. Hún er ekki til þess fallin að efla gæði menntunar í landinu.