Hátíðahöld fóru vel fram 8. ágúst 2006 14:49 Umfjöllun fjölmiðla af samkomuhaldi um verslunarmannahelgi ár hvert er athyglisverð. Fyrst er kynt undir spennuna í aðdraganda helgarinnar með því að spá í veðrið, hvert straumurinn liggur og þar fram eftir götunum. Á fimmtudegi og föstudegi fyrir helgina taka svo við viðtöl við ungt fólk á leiðinni á hátíð. Þá er iðulega mikið gert úr því hvað eigi að drekka mikið um helgina og stundum er þetta fólk þegar orðið ölvað. Strax á föstudagskvöldi og af fullum þunga á laugardegi hefst svo fréttaflutningur af slagsmálum, nauðgunum og skemmdarverkum en yfirleitt er þó klykkt út með staðhæfingunni um að „að öðru leyti hafi allt farið vel fram". „Að öðru leyti fóru hátíðahöld vel fram." Þetta er áhugaverð staðhæfing og væri trúlega óvíða annars staðar en á Íslandi eftir fyrstu helgi ágústmánaðar höfð um annan eins darraðardans eins og verslunarmannahelgin er. Þarna hafa öll viðmið um hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi verið sveigð að þessum hátíðarhöldum sem þjóðin virðist samþykkja eins og þau eru. Á stundum tekur þessi sveigði fréttaflutningur beinlínis á sig fyndnar myndir eins og þegar sagt er að ekki hafi verið „teljandi ölvun" á bindindismóti. Vitanlega fara hátíðahöldin vel fram hjá meginþorra fólks. Sem betur fer kemur mikill meirihluti heim ósár á sál og líkama utan einhverra eftirkasta af áfengisneyslu. Það breytir því þó ekki að ein nauðgun er óviðunandi með öllu og á aldrei að eiga sér stað. Sá atburður skilur eftir sig sár á sálu sem aldrei gróa að fullu. Það er því fráleitt að fullyrða að hátíðahöld hafi farið vel fram þar sem einni stúlku hefur verið nauðgað. Ein líkamsárás er líka óviðunandi, ungur maður hlýtur áverka og verður í sumum tilvikum aldrei samur. Hátíð þar sem einn maður er barinn hefur ekki farið vel fram. Skemmdir á eigum fólks eru annars eðlis. Engu að síður er óviðunandi að eigendur bifreiða sem er lagt utan við heimili fólks sitji uppi með eignatjón eftir hátíðahöld sem annars „fóru vel fram". Þá eru ótaldir margir tugir fíkniefnamála og síðast en ekki síst sú aukna hætta á umferðarslysum sem skapast í þessu gríðarlega umferðarálagi og bílstjórar sumir hverjir lúnir eftir helgina. Frídagur verslunarmanna var hátíðisdagur verslunarmanna á sinni tíð. Nú er þessi helgi orðin lengsta helgi sumarsins og mesta ferðahelgi og líklega vinna engir meira en verslunarmenn um þessa helgi ef frá er talinn sá mikli fjöldi sem sinnir löggæslustörfum og hugsanlega heilbrigðisstarfsmenn. Þeir sem græða eru seljendur vöru og þjónustu, auk hátíðarhaldara, en tekjur af verslunarmannahelgi leggja vissulega grunn að starfi einhverra íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir sem bera kostnað eru almennir borgarar vegna aukins álags á lögreglu (sem mótshaldarar greiða að vísu að hluta sums staðar), heilsugæsla og sjúkrahús, auk þeirra óheppnu einstaklinga sem verða fyrir skaða vegna skemmdarfýsnar fólks sem er að „skemmta" sér. Þá eru ótalin þau óþægindi sem almennir borgarar verða fyrir og athyglisvert að heyra í fólki sem upplifir sig í herkví heima fyrir við að verja eigur sínar fyrir ágangi hátíðargesta. Spurning er hvort ekki sé mál að þessu linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Umfjöllun fjölmiðla af samkomuhaldi um verslunarmannahelgi ár hvert er athyglisverð. Fyrst er kynt undir spennuna í aðdraganda helgarinnar með því að spá í veðrið, hvert straumurinn liggur og þar fram eftir götunum. Á fimmtudegi og föstudegi fyrir helgina taka svo við viðtöl við ungt fólk á leiðinni á hátíð. Þá er iðulega mikið gert úr því hvað eigi að drekka mikið um helgina og stundum er þetta fólk þegar orðið ölvað. Strax á föstudagskvöldi og af fullum þunga á laugardegi hefst svo fréttaflutningur af slagsmálum, nauðgunum og skemmdarverkum en yfirleitt er þó klykkt út með staðhæfingunni um að „að öðru leyti hafi allt farið vel fram". „Að öðru leyti fóru hátíðahöld vel fram." Þetta er áhugaverð staðhæfing og væri trúlega óvíða annars staðar en á Íslandi eftir fyrstu helgi ágústmánaðar höfð um annan eins darraðardans eins og verslunarmannahelgin er. Þarna hafa öll viðmið um hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi verið sveigð að þessum hátíðarhöldum sem þjóðin virðist samþykkja eins og þau eru. Á stundum tekur þessi sveigði fréttaflutningur beinlínis á sig fyndnar myndir eins og þegar sagt er að ekki hafi verið „teljandi ölvun" á bindindismóti. Vitanlega fara hátíðahöldin vel fram hjá meginþorra fólks. Sem betur fer kemur mikill meirihluti heim ósár á sál og líkama utan einhverra eftirkasta af áfengisneyslu. Það breytir því þó ekki að ein nauðgun er óviðunandi með öllu og á aldrei að eiga sér stað. Sá atburður skilur eftir sig sár á sálu sem aldrei gróa að fullu. Það er því fráleitt að fullyrða að hátíðahöld hafi farið vel fram þar sem einni stúlku hefur verið nauðgað. Ein líkamsárás er líka óviðunandi, ungur maður hlýtur áverka og verður í sumum tilvikum aldrei samur. Hátíð þar sem einn maður er barinn hefur ekki farið vel fram. Skemmdir á eigum fólks eru annars eðlis. Engu að síður er óviðunandi að eigendur bifreiða sem er lagt utan við heimili fólks sitji uppi með eignatjón eftir hátíðahöld sem annars „fóru vel fram". Þá eru ótaldir margir tugir fíkniefnamála og síðast en ekki síst sú aukna hætta á umferðarslysum sem skapast í þessu gríðarlega umferðarálagi og bílstjórar sumir hverjir lúnir eftir helgina. Frídagur verslunarmanna var hátíðisdagur verslunarmanna á sinni tíð. Nú er þessi helgi orðin lengsta helgi sumarsins og mesta ferðahelgi og líklega vinna engir meira en verslunarmenn um þessa helgi ef frá er talinn sá mikli fjöldi sem sinnir löggæslustörfum og hugsanlega heilbrigðisstarfsmenn. Þeir sem græða eru seljendur vöru og þjónustu, auk hátíðarhaldara, en tekjur af verslunarmannahelgi leggja vissulega grunn að starfi einhverra íþrótta- og ungmennafélaga. Þeir sem bera kostnað eru almennir borgarar vegna aukins álags á lögreglu (sem mótshaldarar greiða að vísu að hluta sums staðar), heilsugæsla og sjúkrahús, auk þeirra óheppnu einstaklinga sem verða fyrir skaða vegna skemmdarfýsnar fólks sem er að „skemmta" sér. Þá eru ótalin þau óþægindi sem almennir borgarar verða fyrir og athyglisvert að heyra í fólki sem upplifir sig í herkví heima fyrir við að verja eigur sínar fyrir ágangi hátíðargesta. Spurning er hvort ekki sé mál að þessu linni.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun