Næring á ábyrgð foreldra 28. júlí 2006 00:01 Í frétt í Fréttablaðinu í gær kom fram að aldur stúlkna sem fara í megrun virðist stöðugt færast neðar. Dæmi eru jafnvel um að stúlkur allt niður í sjö ára aldur séu afar uppteknar af því að fara í megrun. Sömuleiðis hefur í íslenskri rannsókn á heilsu og lífskjörum skólabarna verið sýnt fram á að hlutfall þeirra barna sem telja sig þurfa að léttast sé ekki í samræmi við umfang offituvandamáls. Of feitum börnum fjölgar hins vegar einnig og í annarri íslenskri rannsókn hefur verið sýnt fram á að of feitum börnum gangi lakar í námi en börnum í kjörþyngd. Fyrir fáum áratugum hreyfðu bæði börn og fullorðnir sig margfalt meira en í dag. Dagleg störf fullorðinna tóku mun meira á líkamlega. Veröld barnanna var í samræmi við þetta þannig að leikir fóru meira fram úti við og reyndu iðulega bæði á krafta og þol. Samfélagið allt situr nú kyrrt stóran hluta dags. Leikir barna reyna margir á hugann, samanber ýmsa tölvuleiki, en líkamleg áreynsla er lítil nema helst á þumalfingur, sem oft gegna lykilhlutverki. Í dag virðist meira að segja nánast aflagt að börn fari út og spyrji eftir félögum sínum, það fer fram í gegnum síma, SMS eða MSN. Á sama tíma og stórlega hefur dregið úr hreyfingu stendur ofgnótt matar til boða frá morgni til kvölds og samsetning fæðunnar hefur breyst á þann hátt að fólk virðist fá mun meiri orku úr fæðunni en það hefur þörf fyrir. Menningin í tengslum við máltíðir hefur einnig breyst. Fastir matmálstímar virðast víkja fyrir mun "afslappaðri" afstöðu til máltíða og matar. Til dæmis virðist hjá yngra fólki koma til greina að fá sér skyndibita á hvaða tíma dags sem er, einnig á tímum sem margir eldri hefðu alls ekki lyst á þungum og brösuðum mat. Við þetta bætist svo gríðarleg sykurneysla, ekki bara í gosdrykkjum og sælgæti heldur einnig ýmsum matvörum sem markaðssettar eru sem hollar og njóta vinsælda meðal barna, eins og mjólkurvörur ýmsar. Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Nútímafólk er því ekki endilega svangt þegar að hefðbundnum matartíma kemur. Þegar þetta bætist við annir fjölskyldunnar, þar sem til dæmis íþróttaæfingar unglinga eru allt eins settar niður á hefðbundnum matartímum, er niðurstaðan sú að hinar hefðbundnu máltíðir gegna ekki lengur sama hlutverki og áður. Meðvitund um mataræði og hreyfingu í þessu breytta samfélagi er mikilvæg en umræðan hefur snúist of mikið um holdafar og útlit. Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Vissulega er hvorki gott að vera allt of feitur né allt of mjór. Hins vegar eru staðalmyndir um holdafar afar skaðlegar, ekki síst þegar þær eru farnar að ná til ungra barna. Engum er mikilvægara að borða hollan mat en börnum sem eru að vaxa, ekki bara til þess að þau dafni vel heldur einnig vegna þess að í æsku mótast bæði smekkur á mat og matarmenning. Ábyrgð foreldra er því mikil í þessum efnum. Þeirra hlutverk er næra börn sín vel og skynsamlega. Þá þurfa skólar að bjóða börnum girnilegan og um leið hollan mat en til þess að þau hafi smekk fyrir honum þurfa þau þjálfun að heiman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Í frétt í Fréttablaðinu í gær kom fram að aldur stúlkna sem fara í megrun virðist stöðugt færast neðar. Dæmi eru jafnvel um að stúlkur allt niður í sjö ára aldur séu afar uppteknar af því að fara í megrun. Sömuleiðis hefur í íslenskri rannsókn á heilsu og lífskjörum skólabarna verið sýnt fram á að hlutfall þeirra barna sem telja sig þurfa að léttast sé ekki í samræmi við umfang offituvandamáls. Of feitum börnum fjölgar hins vegar einnig og í annarri íslenskri rannsókn hefur verið sýnt fram á að of feitum börnum gangi lakar í námi en börnum í kjörþyngd. Fyrir fáum áratugum hreyfðu bæði börn og fullorðnir sig margfalt meira en í dag. Dagleg störf fullorðinna tóku mun meira á líkamlega. Veröld barnanna var í samræmi við þetta þannig að leikir fóru meira fram úti við og reyndu iðulega bæði á krafta og þol. Samfélagið allt situr nú kyrrt stóran hluta dags. Leikir barna reyna margir á hugann, samanber ýmsa tölvuleiki, en líkamleg áreynsla er lítil nema helst á þumalfingur, sem oft gegna lykilhlutverki. Í dag virðist meira að segja nánast aflagt að börn fari út og spyrji eftir félögum sínum, það fer fram í gegnum síma, SMS eða MSN. Á sama tíma og stórlega hefur dregið úr hreyfingu stendur ofgnótt matar til boða frá morgni til kvölds og samsetning fæðunnar hefur breyst á þann hátt að fólk virðist fá mun meiri orku úr fæðunni en það hefur þörf fyrir. Menningin í tengslum við máltíðir hefur einnig breyst. Fastir matmálstímar virðast víkja fyrir mun "afslappaðri" afstöðu til máltíða og matar. Til dæmis virðist hjá yngra fólki koma til greina að fá sér skyndibita á hvaða tíma dags sem er, einnig á tímum sem margir eldri hefðu alls ekki lyst á þungum og brösuðum mat. Við þetta bætist svo gríðarleg sykurneysla, ekki bara í gosdrykkjum og sælgæti heldur einnig ýmsum matvörum sem markaðssettar eru sem hollar og njóta vinsælda meðal barna, eins og mjólkurvörur ýmsar. Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Nútímafólk er því ekki endilega svangt þegar að hefðbundnum matartíma kemur. Þegar þetta bætist við annir fjölskyldunnar, þar sem til dæmis íþróttaæfingar unglinga eru allt eins settar niður á hefðbundnum matartímum, er niðurstaðan sú að hinar hefðbundnu máltíðir gegna ekki lengur sama hlutverki og áður. Meðvitund um mataræði og hreyfingu í þessu breytta samfélagi er mikilvæg en umræðan hefur snúist of mikið um holdafar og útlit. Mergurinn málsins er að hver og einn sé heilbrigður og hafi góða orku til að takast á við dagleg verkefni. Vissulega er hvorki gott að vera allt of feitur né allt of mjór. Hins vegar eru staðalmyndir um holdafar afar skaðlegar, ekki síst þegar þær eru farnar að ná til ungra barna. Engum er mikilvægara að borða hollan mat en börnum sem eru að vaxa, ekki bara til þess að þau dafni vel heldur einnig vegna þess að í æsku mótast bæði smekkur á mat og matarmenning. Ábyrgð foreldra er því mikil í þessum efnum. Þeirra hlutverk er næra börn sín vel og skynsamlega. Þá þurfa skólar að bjóða börnum girnilegan og um leið hollan mat en til þess að þau hafi smekk fyrir honum þurfa þau þjálfun að heiman.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun