Baugstíðindi, Björnstíðindi 12. júní 2006 09:28 Fyrir nokkru gantaðist ég með það á þessari síðu hvernig Reykjavík liti út í dag hefði Björn Bjarnason orðið borgarstjóri árið 2002. Ein af tilgátum greinarinnar var sú að þá fengist Fréttablaðið ekki borið út innan borgarmarkanna. Ég taldi mig fara með nokkrar ýkjur en nú, þremur vikum síðar, hefur Björn Bjarnason sýnt að hann er til alls líklegur. Eftir að símhlerunarmál úr kalda stríðinu komst í fréttir ritaði Jóhann Hauksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, pistil þar sem hann minntist á skondna stöðu dómsmálaráðherra sem gert er að koma með ákveðnum hætti að rannsókn á símhlerunum sem nær allar voru gerðar í tíð föður hans. „Bjarni Benediktsson var dómsmálaráðherra þegar þessar heimildir fengust til símhlerana í öll skipti nema eitt, þegar Jóhann Hafstein var dómsmálaráðherra 1968," sagði í fréttum Ríkisútvarpsins. Sem kunnugt er mun Björn Bjarnason nokkuð viðkvæmur fyrir sér og sínum. Hann hafði því þegar samband við gamlan baráttubróður sem nú er orðinn ritstjóri Fréttablaðsins og setti ofan í hann fyrir ósmekklega umfjöllun blaðsins um látinn föður sinn. Það var nokkuð fyrirsjáanlegt. Hið óvænta í málinu er hinsvegar ákvörðun ritstjórans að verða við heitustu óskum ráðherrans og aftengja hinn ósmekklega penna sem gerðist svo grófur að benda á hið augljósa. Jóhann Hauksson skyldi settur í skammarkrókinn: Þýða erlendar fréttir. Sem betur fer lét hann ekki bjóða sér það og gekk út af blaðinu sem maður hélt að væri síðasta vígi óstýrðra penna. Þorsteinn Pálsson veldur miklum vonbrigðum. Hann metur greinilega gamla Sjálstæðisflokkinn meira en sjálfstæði sitt og blaðsins. Hann, sem var ráðinn fyrir reynslu sína, þekkingu, yfirsýn og málefnaleg efnistök, fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum glæðum. Sennilega eiga pólitíkusar ekki að stýra fjölmiðlum, jafnvel þótt fyrrverandi séu. Það eru ömurlegar fréttir fyrir lesendur Fréttablaðsins að vita til þess að dómsmálaráðherra hafi áhrif inn á ritstjórn þess. Þá er síðasta vígið fallið. Litli Pútín hefur sigrað frjálsa prentmiðlun. Við stöndum eftir með rússneskt ástand. Hinn gamli boðari vestrænna gilda þolir þau ekki í kringum sig, allra síst prentfrelsið. Engum skal leyfast að móðga mig! Allir skulu hlýða mér! Þar með berast þjóðinni nú þrjú þæg dagblöð: Morgunblaðið, sem er jafn nátengt dómsmálaráðherra og jakkafötin sem hann gengur í, Blaðið, sem er líkt og skrifað ofan í skónum hans, og Fréttablaðið, sem nú er einnig komið inn á áhrifasvæði hans. „Baugstíðindi" eru orðin Björnstíðindi. (Sannarlega furðuleg staðreynd í ljósi hins grímulausa eineltis sem ráðherrann hefur á undanförnum árum sýnt eigendum miðilsins.) En þar sem þetta mál er sprottið af símhlerunum get ég ekki stillt mig um að birta hér símtal dómsmálaráðherra (BB) og ritstjóra Fréttablaðsins (ÞP). BB: „Blessaður Þorsteinn. Björn Bjarnason hér." ÞP: „Já? Sæll." BB: „Það er nú langt síðan við höfum talast við. Þú manst eftir mér er það ekki?" (hlær) ÞP: „Jú, ertu ekki sonur hans Bjarna Ben?" (hlær) BB: „Þorsteinn. Mér er ekki hlátur í hug." ÞP: „Nú?" BB: „Þið skrifið ekki svona um látinn mann." ÞP: „Hvernig þá? Um föður þinn?" BB: „Pabbi hleraði enga síma. Það var lögreglan sem gerði það. Samkvæmt beiðni frá sakadómara. Ég skil ekkert í þér Þorsteinn að láta þetta viðgangast í þínu eigin blaði. Ertu genginn... Ertu genginn úr flokknum?" ÞP: „Að sjálfsögðu er ég ekki genginn úr Sjálfstæðisflokknum, Björn." BB: „En er þér ekki annt um virðingu hans?" ÞP: „Jú, mér er það. Þú þarft ekki að óttast annað, Björn." BB: „Skil ég þig þá rétt, að..." ÞP: „Þú skilur mig rétt." BB: „Það er gott að heyra, Þorsteinn. Ég var..." ÞP: „Já nei, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, Björn. Mér er þaulkunnugt um málið, þekki það af... þekki það meðal annars af. Ég var ekki bara forsætisráðherra. Ég var dómsmálaráðherra líka, eins og þið feðgar." BB: „Já auðvitað. Þú varst líka dómsmálaráðherra... Og hvernig var það, þurftir þú aldrei að...?" ÞP: „Nei, Björn. Það voru engar hleranir stundaðar í minni tíð sem dómsmálaráðherra." BB: „Já, nei... Nei nei."(stutt þögn) ÞP: „En þú? Hefur...?" BB: „Þetta eru breyttir tímar, Þorsteinn. Breyttir tímar. Þetta er allt annar veruleiki sem blasir við okkur í dag. Tæknin er allt önnur, öll þessi mál eru... Ja, ég segi ekki meir. En þetta hefur allt saman breyst mikið frá því ég settist í stól dómsmálaráðherra." ÞP: „Já, ég efa það ekki." BB: „Jæja, það var gott að spjalla við þig Þorsteinn, og gott að heyra að þú ætlir að taka á málinu. Vertu sæll." ÞP: „Blessaður." (lagt á) Eina afleiðing uppljóstrunar um samráð olíufélaganna var afsögn borgarstjóra R-listans. Enn á ný þræðir íslenskt réttlæti sína krákustíga. Fyrsta fórnarlamb símhlerunarmálsins er blaðamaður á Fréttablaðinu... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Fyrir nokkru gantaðist ég með það á þessari síðu hvernig Reykjavík liti út í dag hefði Björn Bjarnason orðið borgarstjóri árið 2002. Ein af tilgátum greinarinnar var sú að þá fengist Fréttablaðið ekki borið út innan borgarmarkanna. Ég taldi mig fara með nokkrar ýkjur en nú, þremur vikum síðar, hefur Björn Bjarnason sýnt að hann er til alls líklegur. Eftir að símhlerunarmál úr kalda stríðinu komst í fréttir ritaði Jóhann Hauksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, pistil þar sem hann minntist á skondna stöðu dómsmálaráðherra sem gert er að koma með ákveðnum hætti að rannsókn á símhlerunum sem nær allar voru gerðar í tíð föður hans. „Bjarni Benediktsson var dómsmálaráðherra þegar þessar heimildir fengust til símhlerana í öll skipti nema eitt, þegar Jóhann Hafstein var dómsmálaráðherra 1968," sagði í fréttum Ríkisútvarpsins. Sem kunnugt er mun Björn Bjarnason nokkuð viðkvæmur fyrir sér og sínum. Hann hafði því þegar samband við gamlan baráttubróður sem nú er orðinn ritstjóri Fréttablaðsins og setti ofan í hann fyrir ósmekklega umfjöllun blaðsins um látinn föður sinn. Það var nokkuð fyrirsjáanlegt. Hið óvænta í málinu er hinsvegar ákvörðun ritstjórans að verða við heitustu óskum ráðherrans og aftengja hinn ósmekklega penna sem gerðist svo grófur að benda á hið augljósa. Jóhann Hauksson skyldi settur í skammarkrókinn: Þýða erlendar fréttir. Sem betur fer lét hann ekki bjóða sér það og gekk út af blaðinu sem maður hélt að væri síðasta vígi óstýrðra penna. Þorsteinn Pálsson veldur miklum vonbrigðum. Hann metur greinilega gamla Sjálstæðisflokkinn meira en sjálfstæði sitt og blaðsins. Hann, sem var ráðinn fyrir reynslu sína, þekkingu, yfirsýn og málefnaleg efnistök, fellur á fyrsta prófi. Hann lúffar fyrir valdinu. Lengi lifir í bláum glæðum. Sennilega eiga pólitíkusar ekki að stýra fjölmiðlum, jafnvel þótt fyrrverandi séu. Það eru ömurlegar fréttir fyrir lesendur Fréttablaðsins að vita til þess að dómsmálaráðherra hafi áhrif inn á ritstjórn þess. Þá er síðasta vígið fallið. Litli Pútín hefur sigrað frjálsa prentmiðlun. Við stöndum eftir með rússneskt ástand. Hinn gamli boðari vestrænna gilda þolir þau ekki í kringum sig, allra síst prentfrelsið. Engum skal leyfast að móðga mig! Allir skulu hlýða mér! Þar með berast þjóðinni nú þrjú þæg dagblöð: Morgunblaðið, sem er jafn nátengt dómsmálaráðherra og jakkafötin sem hann gengur í, Blaðið, sem er líkt og skrifað ofan í skónum hans, og Fréttablaðið, sem nú er einnig komið inn á áhrifasvæði hans. „Baugstíðindi" eru orðin Björnstíðindi. (Sannarlega furðuleg staðreynd í ljósi hins grímulausa eineltis sem ráðherrann hefur á undanförnum árum sýnt eigendum miðilsins.) En þar sem þetta mál er sprottið af símhlerunum get ég ekki stillt mig um að birta hér símtal dómsmálaráðherra (BB) og ritstjóra Fréttablaðsins (ÞP). BB: „Blessaður Þorsteinn. Björn Bjarnason hér." ÞP: „Já? Sæll." BB: „Það er nú langt síðan við höfum talast við. Þú manst eftir mér er það ekki?" (hlær) ÞP: „Jú, ertu ekki sonur hans Bjarna Ben?" (hlær) BB: „Þorsteinn. Mér er ekki hlátur í hug." ÞP: „Nú?" BB: „Þið skrifið ekki svona um látinn mann." ÞP: „Hvernig þá? Um föður þinn?" BB: „Pabbi hleraði enga síma. Það var lögreglan sem gerði það. Samkvæmt beiðni frá sakadómara. Ég skil ekkert í þér Þorsteinn að láta þetta viðgangast í þínu eigin blaði. Ertu genginn... Ertu genginn úr flokknum?" ÞP: „Að sjálfsögðu er ég ekki genginn úr Sjálfstæðisflokknum, Björn." BB: „En er þér ekki annt um virðingu hans?" ÞP: „Jú, mér er það. Þú þarft ekki að óttast annað, Björn." BB: „Skil ég þig þá rétt, að..." ÞP: „Þú skilur mig rétt." BB: „Það er gott að heyra, Þorsteinn. Ég var..." ÞP: „Já nei, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, Björn. Mér er þaulkunnugt um málið, þekki það af... þekki það meðal annars af. Ég var ekki bara forsætisráðherra. Ég var dómsmálaráðherra líka, eins og þið feðgar." BB: „Já auðvitað. Þú varst líka dómsmálaráðherra... Og hvernig var það, þurftir þú aldrei að...?" ÞP: „Nei, Björn. Það voru engar hleranir stundaðar í minni tíð sem dómsmálaráðherra." BB: „Já, nei... Nei nei."(stutt þögn) ÞP: „En þú? Hefur...?" BB: „Þetta eru breyttir tímar, Þorsteinn. Breyttir tímar. Þetta er allt annar veruleiki sem blasir við okkur í dag. Tæknin er allt önnur, öll þessi mál eru... Ja, ég segi ekki meir. En þetta hefur allt saman breyst mikið frá því ég settist í stól dómsmálaráðherra." ÞP: „Já, ég efa það ekki." BB: „Jæja, það var gott að spjalla við þig Þorsteinn, og gott að heyra að þú ætlir að taka á málinu. Vertu sæll." ÞP: „Blessaður." (lagt á) Eina afleiðing uppljóstrunar um samráð olíufélaganna var afsögn borgarstjóra R-listans. Enn á ný þræðir íslenskt réttlæti sína krákustíga. Fyrsta fórnarlamb símhlerunarmálsins er blaðamaður á Fréttablaðinu...
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun