Hvers virði eru þessi störf? Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 22. september 2005 00:01 Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eyða drjúgum hluta ævi sinnar á leikskólanum. Samfélag okkar er byggt þannig upp að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag og því hafa leikskólarnir að miklu leyti tekið við uppeldishlutverkinu. Á leikskólunum er unnið metnaðarfullt starf. Þar vinnur sérhæft starfsfólk sem er vel þjálfað í sínu fagi og hefur metnað til að hlúa eins vel að ungviðinu og hugsast getur. Leikskólinn er ekki geymsla fyrir börn og leikskólakennarar eru ekki bara barnapíur. Þeir eru uppalendur, leiðbeinendur og kennarar og þeir axla gríðarlega ábyrgð. Starfið krefst kunnáttu og fagþekkingar sem ekki allir búa yfir enda eiga leikskólakennarar þriggja ára háskólanám að baki. Laun leikskólakennara ættu að sjálfsögðu að vera í samræmi við menntun þeirra, ábyrgð og stjórnunarhlutverk. Þannig er það hins vegar ekki. Laun leikskólakennara eru skammarlega lág. Þau hafa alltaf verið lág en nú er ástandið orðið svo slæmt að erfitt er að manna stöður á leikskólunum. Jafnvel menntaðir leikskólakennarar sem hafa eytt þremur árum í að mennta sig í greininni kjósa sér annan starfsvettvang. Ekki vegna þess að þá langi ekki til að vinna á leikskóla heldur vegna þess að launin eru svo lág að hugsjónarstarfið þarf að víkja fyrir þeirri einföldu nauðsyn að eiga til hnífs og skeiðar. Manneklan á leikskólunum er farin að hafa áhrif á samfélagið og sumstaðar hefur jafnvel verið brugðið á það ráð að senda hluta barnanna heim. Vandinn er stór en samt virðist hann ekki trufla hinn almenna borgara mikið. Flestir gera sér jú grein fyrir því að eitthvað þarf að gera en umræðan virðist helst snúast um það að finna einhverja - og þá meina ég einhverja - til að vinna þessi störf og leysa málið þannig. Sautján ára skólastúlkur eru farnar að taka að sér ábyrgðarfull hlutverk á leikskólunum og raddir eru uppi um að smala atvinnulausu fólki inn á leikskólana. Þetta er vissulega redding en það leysir engan vanda. Launin verða að hækka. Ekki bara vegna menntunar, vinnutíma og álags leikskólakennara heldur líka af þeirri einföldu ástæðu að starfið er þess virði. Leikskólinn er, eins og skólakerfið allt, gríðarlega mikilvægur í samfélaginu og það er kominn tími til að við sýnum þeim sem þar starfa, bæði menntuðum og ómenntuðum, þá virðingu sem þeir eiga skilið. Okkur er ekki sama um börnin okkar og við hljótum að vilja fá hæfasta fólkið til að sinna þeim. Umræðan undanfarna daga sannar svo um munar að enn eimir eftir af því sjónarmiði að leikskólinn sé geymsla fyrir börn og það er sorglegt að sjá hve margir af ráðamönnum þjóðarinnar bera litla virðingu fyrir sérmenntun leikskólakennara.Vissulega getur svo til hver sem er litið til með barni en það er bara ekki það sama og að vera leikskólakennari. Við megum ekki gera lítið úr menntun leikskólakennara. Ef það vantaði hjúkrunarfræðinga til starfa á Landspítalanum dytti ekki nokkrum manni í hug að smala saman fólki af götunni til að manna þær stöður. Menntun leikskólakennara er dýrmæt og starfið sem þeir vinna skiptir sköpum fyrir börnin okkar. Eftir hverju metum við annars verðmæti starfa? Fer það eftir gróðanum sem þau skapa eða mikilvægi þeirra fyrir samfélagið? Finnst okkur í alvörunni ósköp eðlilegt að fólkið sem vinnur við að passa peningana okkar í bankanum sé með helmingi hærri laun en þeir sem gæta barnanna okkar? Er ekkert bogið við þá staðreynd að hægt sé að hafa meira upp úr því að hreinsa skólpræsi en að vinna á leikskóla eins og við fengum fregnir af í vikunni? Laun leikskólakennara ættu að vera svo miklu, miklu hærri en þau eru því þegar öllu er á botninn hvolft hljótum við að vilja börnunum okkar það besta. Þótt önnur störf skili vissulega meiri peningum í þjóðarbúið megum við ekki gleyma því að þessi störf eru undirstöðustörfin í þjóðfélaginu. Þetta eru störfin sem mestu skipta þegar til lengri tíma er litið. Á leikskólanum er lagður grunnur að lífi barnsins og afrakstur þeirrar vinnu verður ekki metinn til fjár. Vinnuna sjálfa ætti hins vegar klárlega að meta til fjár. Þórgunnur Oddsdóttir -[email protected]
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun