Total Overdose kemur í næstu viku 16. september 2005 00:01 Í næstu viku kemur út leikurinn Total Overdose á PC, PlayStation 2 og Xbox. Ef Robert Rodriguez og Grand Theft Auto leikirnir myndu eyða nóttinni saman yrði útkoman Total Overdose. Árið er 1989 og lengst inní skógum Mexíkó, er Ernesto Cruz, starfsmaður eiturlyfjalögreglunnar að virða fyrir sér eigin verk eða lík óvina sinna. Nú þarf hann að ná flugvél aftur heim til að sleppa útúr skóginum. En Ernesto náði aldrei flugvélinni og var sagður hafa dáið af of stórum skammti… 15 árum síðar ákveður sonur Ernesto Cruz, Ramiro Cruz að forvitnast um hvað varð um föður hans eftir að maður að nafni Tommy segist búa yfir nýjum upplýsingum. En Tommy þessi lendir í einkennilegu handsprengjuslysi og stendur því Ramiro einn og óstuddur í leit sinni að föður sínum og morðingjum hans. Leikurinn gerist í Mexíkóskum smábæjum, á skógarsvæðum og við strendur Kaliforníu, en Total Overdose er hasarleikur uppfullur af adrenalíni, bullandi hasar og þriðju persónu atriðum sem minna helst á kvikmynd. Leikmenn þurfa að klessukeyra bíla, stela höttum, skjóta illmenn með “style”, stökkva á mótorhjólum, hitta dömur, skjóta fleiri illmenni, finna morðingja föðurins, skutlast um á traktorum, borða burritos, ná flugvélum, drekka tequila og margt fleira… Nokkrar umsagnir úr erlendum miðlum: “If you like your games fast-paced, action-packed and utterly, utterly preposterous, Total Overdose will fill your fun taco with thick, meaty joy chilli.” Ign.com “The loco new action game that makes San Andreas look like a documentary.” PSM2 Magazine “There has never been anything quite like Total Overdose.” Edge “It’s one tequila slammer of a shooter.” PSW Leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára http://www.totaloverdose.com/ Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Í næstu viku kemur út leikurinn Total Overdose á PC, PlayStation 2 og Xbox. Ef Robert Rodriguez og Grand Theft Auto leikirnir myndu eyða nóttinni saman yrði útkoman Total Overdose. Árið er 1989 og lengst inní skógum Mexíkó, er Ernesto Cruz, starfsmaður eiturlyfjalögreglunnar að virða fyrir sér eigin verk eða lík óvina sinna. Nú þarf hann að ná flugvél aftur heim til að sleppa útúr skóginum. En Ernesto náði aldrei flugvélinni og var sagður hafa dáið af of stórum skammti… 15 árum síðar ákveður sonur Ernesto Cruz, Ramiro Cruz að forvitnast um hvað varð um föður hans eftir að maður að nafni Tommy segist búa yfir nýjum upplýsingum. En Tommy þessi lendir í einkennilegu handsprengjuslysi og stendur því Ramiro einn og óstuddur í leit sinni að föður sínum og morðingjum hans. Leikurinn gerist í Mexíkóskum smábæjum, á skógarsvæðum og við strendur Kaliforníu, en Total Overdose er hasarleikur uppfullur af adrenalíni, bullandi hasar og þriðju persónu atriðum sem minna helst á kvikmynd. Leikmenn þurfa að klessukeyra bíla, stela höttum, skjóta illmenn með “style”, stökkva á mótorhjólum, hitta dömur, skjóta fleiri illmenni, finna morðingja föðurins, skutlast um á traktorum, borða burritos, ná flugvélum, drekka tequila og margt fleira… Nokkrar umsagnir úr erlendum miðlum: “If you like your games fast-paced, action-packed and utterly, utterly preposterous, Total Overdose will fill your fun taco with thick, meaty joy chilli.” Ign.com “The loco new action game that makes San Andreas look like a documentary.” PSM2 Magazine “There has never been anything quite like Total Overdose.” Edge “It’s one tequila slammer of a shooter.” PSW Leikurinn er stranglega bannaður innan 18 ára http://www.totaloverdose.com/
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Húðrútína Birtu Abiba Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira