Taumhald á skepnum! 14. september 2005 00:01 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Sjá meira
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur.
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar