Löngusker og flóðin í New Orleans 8. september 2005 00:01 Á sama tíma og sjór er að hækka almennt á jörðinni og vindar að aukast vegna meiri lofthita þá vilja menn í dag setja flugvöllinn út á Löngusker í mynni Skerjafjarðar. Slíkur flugvöllur hefði farið á bólakaf fyrir 200 árum í sjávarflóði sem þá kom. Vita menn ekki að Löngusker fóru á bólakaf í sjóflóði fyrir um 200 árum þegar svokallað Básendaflóð kennt við Básenda á Reykjanesi skall á mynni Skerjafjarðar og fór yfir Seltjarnarnes og Gróttu. Þótt Löngusker færu á bólakaf þarna fyrir 200 árum þá brotnaði Básendaflóðið á skerinu og missti allan kraft. Annars hefði flóðið farið á fullri ferð inn til Bessastaða á Álftanesi og það svæði hefði allt farið á kaf og undir sjó. Löngusker björguðu því. Raunar hefði Bandaríkjamenn vantað mörg svona "Löngusker" fyrir utan New Orleans nýlega þegar flæddi þar. Skerin hefðu bjargað miklu líkt og þau gerðu við Seltjarnarnes fyrir 200 árum. Löngusker fóru þá sjálf á kaf en beindu Básendaflóðinu frá Álftanesi og yfir vesturendann á Seltjarnarnesi, sem fór í sundur og Grótta varð til sem eyja. Var það ekki áður. Flóðin skáru Seltjarnarnes í sundur.Seltjörnin sjálf suðvestur af Gróttu hvarf í flóðinu en við höfum í dag Bakkatjörn í stað hennar sem er austar. Mörg "Löngusker" hefðu getað hjálpað til að bjarga New Orleans ef þau hefðu í dag verið þar fyrir utan. Í það minnsta fer allur kraftur úr stærri haföldu jafnvel frá hvirfilbyl ef hún brotnar á og fer yfir "Löngusker" hvar sem þau eru í heiminum. Sker verja ströndina víða á Íslandi til dæmis við Eyrarbakka og Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Risaöldur beint frá opnu Atlantshafinu hafa ekki náð inn fyrir skerin þar. Í skjóli þeirra var þarna verzlun og skjól fyrir skip erlendis frá í 1.000 ár allt frá landnámi Íslands. Sjór er að hækka og öldur að aukast með meiri lofthita á jörðinni og bráðnum jökla. Talið er að þetta geti orðið með vaxandi hraða næstu áratugi og nái um alla jörðina. Eimskip var að kaupa stórar frystigeymslur við höfn og sjó í Hollandi þar sem vandamálin vegna hækkandi sjávarstöðu geta fljótt orðið illleysanleg. Við skulum muna að flóðin í New Orleaans í dag eru bara byrjunin á mörgum svona stærri flóðum en ekki endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Á sama tíma og sjór er að hækka almennt á jörðinni og vindar að aukast vegna meiri lofthita þá vilja menn í dag setja flugvöllinn út á Löngusker í mynni Skerjafjarðar. Slíkur flugvöllur hefði farið á bólakaf fyrir 200 árum í sjávarflóði sem þá kom. Vita menn ekki að Löngusker fóru á bólakaf í sjóflóði fyrir um 200 árum þegar svokallað Básendaflóð kennt við Básenda á Reykjanesi skall á mynni Skerjafjarðar og fór yfir Seltjarnarnes og Gróttu. Þótt Löngusker færu á bólakaf þarna fyrir 200 árum þá brotnaði Básendaflóðið á skerinu og missti allan kraft. Annars hefði flóðið farið á fullri ferð inn til Bessastaða á Álftanesi og það svæði hefði allt farið á kaf og undir sjó. Löngusker björguðu því. Raunar hefði Bandaríkjamenn vantað mörg svona "Löngusker" fyrir utan New Orleans nýlega þegar flæddi þar. Skerin hefðu bjargað miklu líkt og þau gerðu við Seltjarnarnes fyrir 200 árum. Löngusker fóru þá sjálf á kaf en beindu Básendaflóðinu frá Álftanesi og yfir vesturendann á Seltjarnarnesi, sem fór í sundur og Grótta varð til sem eyja. Var það ekki áður. Flóðin skáru Seltjarnarnes í sundur.Seltjörnin sjálf suðvestur af Gróttu hvarf í flóðinu en við höfum í dag Bakkatjörn í stað hennar sem er austar. Mörg "Löngusker" hefðu getað hjálpað til að bjarga New Orleans ef þau hefðu í dag verið þar fyrir utan. Í það minnsta fer allur kraftur úr stærri haföldu jafnvel frá hvirfilbyl ef hún brotnar á og fer yfir "Löngusker" hvar sem þau eru í heiminum. Sker verja ströndina víða á Íslandi til dæmis við Eyrarbakka og Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Risaöldur beint frá opnu Atlantshafinu hafa ekki náð inn fyrir skerin þar. Í skjóli þeirra var þarna verzlun og skjól fyrir skip erlendis frá í 1.000 ár allt frá landnámi Íslands. Sjór er að hækka og öldur að aukast með meiri lofthita á jörðinni og bráðnum jökla. Talið er að þetta geti orðið með vaxandi hraða næstu áratugi og nái um alla jörðina. Eimskip var að kaupa stórar frystigeymslur við höfn og sjó í Hollandi þar sem vandamálin vegna hækkandi sjávarstöðu geta fljótt orðið illleysanleg. Við skulum muna að flóðin í New Orleaans í dag eru bara byrjunin á mörgum svona stærri flóðum en ekki endir.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun