Skoðun

Hjálpum þeim

Blessaður Egill Ég sé að skrif mín til þín hafa ekki komið fram, en ég var að hvetja íslendinga til að verða fyrstir til að veita aðstoð til fátækra og húsnæðislausra á hamfarasvæðinu í Mexico flóa í Bandaríkjunum, þar á meðal til íslendinga sem eru eða hafa verið búsettir þar. Bandaríkjamenn hafa alltaf verið fyrstir til að veita nauðsynlega aðstoð til allra og allstaðar í heiminum. Hér er um að ræða aðstoð til fátæks fólks, sem hefur misst allt það litla sem það hefur átt, ráfandi nú um í vatnsflaumi, allslaust, matarlaust, án vatns en hefur ennþá von og trú á að til séu til meðbræður sem vilja hjálpa þeim. Höfum það í huga, að það sama, nema ennþá verra gæri skeð á Íslandi. Reykjanesið er fljótandi landsmassi og gæti einfaldlega sokkið við náttúruhamfarir og þarmeð Reykjavík. Björn Emilsson Bellevue WA USA



Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×