Skipulag á röngum forsendum 19. ágúst 2005 00:01 Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Skipulagsmál í Kópavogi - Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi Hugmyndir bæjaryfirvalda í Kópavogi um skipulag á svæðinu í kringum Kópavogshælið voru auglýstar 13. júlí síðastliðinn undir nafninu Kópavogstún. Gera hugmyndirnar ráð fyrir 384 íbúðum á þessu svæði að stærstum hluta í fjölbýli. Kópavogsbær eignaðist stóran hluta af landinu sem skipulagið nær til árið 2003 en afgangurinn er í eigu Ríkisspítalanna. Þar er rekin mikilvæg starfsemi eins og líknardeild, endurhæfing og Fjölsmiðjan á góðum stað. Engar viðræður eru í gangi milli bæjarins og Ríkisspítalanna um frekari kaup á landi á þessu svæði. Með skipulagshugmyndunum er verið að gjörbreytta ásýnd og eðli byggðarinnar á svæðinu sem hefur mikil áhrif á umferðar- og skólamál á Kársnesinu öllu. Á kynningarfundi í Kársnesskóla 11. ágúst færði Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður skipulagsnefndar, þau rök fyrir þessu mikla byggingarmagni að landið hafi verið dýrt og að bærinn verði að ná inn fyrir kaupverðinu með svokölluðum yfirtökugjöldum sem lögð eru á hverja íbúð eins og venja er. Þessi röksemd sjálfstæðismanna stenst alls ekki, því ef miðað er við þau yfirtökugjöld sem lögð voru á í Þingahverfi í Vatnsenda myndi byggingarmagnið sem skipulagið gerir ráð fyrir á þeim hluta Kópavogstúnsins sem bærinn á nú þegar gefa sveitarfélaginu 451 milljón króna í tekjur en heildarkaupverð landsins var 260 milljónir króna. Það "þarf" því ekki að byggja meira en 15 einbýlishús, 10 raðhús og 50 íbúðir í fjölbýli til að bærinn komi út á sléttu. Þetta mikla byggingarmagn er því pólitísk ákvörðun og það er vondur málflutningur hjá Gunnsteini bæjarfulltrúa að halda öðru fram. Með hliðsjón að ofangreindu á að skoða grunnhugmynd skipulagsins og það byggingarmagn sem þar er gert ráð fyrir. Einnig ætti að nota tækifærið og kanna hug Sunnuhlíðar til stækkunnar á sinni starfsemi og taka upp viðræður við Ríkisspítalana um þeirra framtíðarsýn á starfseminni í Kópavogi og hvort sú sýn geti ekki samræmst hugmyndum Kópavogsbæjar. Eins og oft áður í valdatíð núverandi meirihluta kvarta íbúar yfir fyrirkomulagi á kynningu á skipulagshugmyndum. Raunar var óvenjuilla staðið að kynningu á þessum fundi og var hann haldinn 11. ágúst, degi eftir að lögbundnum auglýsingatíma lauk og þokkalega fundarsókn mátti að mestu þakka dreifimiðum sem íbúarnir dreifðu sjálfir í hús. Það virðist því vera þannig að bæjarfulltrúar meirihlutans vilji að sem fæstir komi á slíka kynningarfundi enda fundinum valinn tími í byrjun ágúst. Gagnrýndi undirritaður þessa tímasetningu sérstaklega á vegum bæjarins en við litlar undirtektir. Fundarmenn gagnrýndu skipulagshugmyndirnar harðlega og skort á samráði við íbúa við gerð þeirra. Frestur til að gera athugasemdir og koma með ábendingar stendur til 24. ágúst og skora ég á alla sem áhuga hafa á framtíð Kópavogs og þessa viðkvæma svæðis að koma á sínum sjónarmiðum á framfæri við bæjaryfirvöld.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun