Einstakar flíkur á einstakar konur 15. júní 2005 00:01 Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr. Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Við Skólavörðustíginn leynist lítil verslunarperla sem heitir Boutique Bella og selur fatnað og fylgihluti fyrir konur. Lítið fer fyrir henni, en eins og taskan hennar Mary Poppins geymir hún fleiri gersemar en maður taldi að gætu þar rúmast. Verslunin, sem stofnuð var síðastliðið haust, er rekin af tveimur systrum og dóttur annarar þeirra sem er sennilega ein ástæða þess að vörurnar höfða til mjög breiðs aldurshóps og konur á öllum aldri ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Vörurnar koma flestar frá Danmörku og segjast þær stöllur vera mjög hrifnar af danskri hönnun, auk þess sem danskar fatastærðir henti íslenskum konum vel. Mikið er lagt upp úr því að hafa fatnaðinn vandaðan og öðruvísi og mikið er um fallega liti í bland við einlitar og sígildar flíkur. Fylgihlutir eru í miklu úrvali eins og skór, töskur og belti að ónefndu fallegu skarti en við búðarkassann eru skúffurnar stútfullar af fallegu og litríku perluskarti og öðrum gersemum. Ef þetta er ekki nóg, má þarna finna hágæða pelsa frá Svíþjóð og silkimjúka leðurjakka frá Danmörku.Zebra taska úr rúskinni, skinni og leðri á 28.900 kr.Tvískipt rósótt pils. Undirpils og slæða sem er vafin utan yfir á 22.500 kr.Hlébarðabelti úr leðri og skinni á 9.800 kr.Hálsmen úr ekta ferksvatnsperlum og ekta skel sem hægt er að hafa bæði sítt og þröngt upp við hálsinn á 12.000 kr.Saga Mink pels á 338.000 kr.Bleikur og mjúkur leðurjakki á 24.000 kr.Steinum prýddur hlírabolur á 6.900 kr.Silfursandalar á 6.400 kr.
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Feluleikur hjá GameTíví Leikjavísir Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Fleiri fréttir Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið