San Antonio 2 - Seattle 2 16. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig. NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Martröð Gregg Popovich, þjálfara San Antonio, varð að veruleika í nótt, þegar lið Seattle kom tvíeflt til leiks í fjarveru Rashard Lewis vegna meiðsla og náði að jafna metin í einvíginu við San Antonio í 2-2 með góðum sigri 101-89 á heimavelli sínum. Popovich hafði fyrir leikinn spáð því að fjarvera Lewis, sem er brákaði tá á fæti sínum í þriðja leiknum, myndi verða til þess að heimamenn þjöppuðu sér saman og lyftu leik sínum á hærra plan. Menn þóttu hann taka djúpt í árina með þessum ummælum sínum og fæstir voru á því að Sonics yrðu Spurs mikil hindrun án Lewis, en annað kom á daginn. Luke Ridnour, leikstjórnandi Sonics, fór hamförum í þriðja leikhlutanum í nótt, hitti öllum 7 skotum sínum í leikhlutanum og skoraði þar 15 af 20 stigum sínum í leiknum. Ridnour, ásamt varamanninum Damien Wilkins, voru mennirnir á bak við nokkuð öruggan sigur heimamanna í gær og nú hafa þeir jafnað metin í seríunni. Ray Allen var frábær í liði Seattle að venju og skoraði 32 stig, auk þess sem hann tókst á við Bruce Bowen hjá Spurs með þeim afleiðingum að báðir fengu tæknivillu. Einvígi þeirra er smátt og smátt að hitna og óvíst að Allen fái góðar viðtökur þegar liðin fara aftur niður til Texas og leika fimmta leikinn. Tim Duncan var allt í öllu í liði Spurs í leiknum og skoraði 35 stig og hirti 10 fráköst, en félagar hans voru ekki jafn grimmir í sóknarleiknum og nú þurfa þeir að byrja upp á nýtt, eftir að hafa náð öruggri 2-0 forystu í einvíginu. "Þetta er martröð þjálfara þegar liðið sem keppir á móti þér verður fyrir svona blóðtöku. Maður reynir að segja strákunum að halda haus, en það er eins og þeir slaki ómeðvitað á þegar vantar lykilmenn í lið andstæðinganna og þeir koma helmingi grimmari til leiks", sagði Popovich eftir leikinn. "Stóru strákarnir okkar stóðu sig mjög vel í vörninni og það voru þeir sem voru kveikjan að öllum hraðaupphlaupunum sem skópu sigurinn í þriðja leikhlutanum," sagði ánægður þjálfari Seattle, Nate McMillan. Atkvæðamestir í liði Seattle:Ray Allen 32 stig, Luke Ridnour 20 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 19 stig (7 stoðs), Damien Wilkins 15 stig (6 frák, 5 stolnir).Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 35 stig (10 frák), Manu Ginobili 15 stig (7 frák), Tony Parker 12 stig (5 stoðs), Glenn Robinson 7 stig, Beno Udrih 6 stig.
NBA Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira