Seattle 1 - Sacramento 0 24. apríl 2005 00:01 Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst). NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Sjá meira
Menn sem bjuggust við skotsýningu í fyrstu viðureign Seattle og Sacramento á laugardagskvöld kunna að hafa orðið fyrir vonbrigðum, en það voru stóru strákarnir hjá Seattle sem skópu 87-82 sigur liðsins í fyrsta leiknum með frábærri frammistöðu í fráköstunum. Ray Allen skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst fyrir lið Seattle og var stigahæsti maður vallarins, en það var á margan hátt Jerome James, fyrrum leikmaður Sacramento, sem var maður leiksins, þegar hann skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Sigur Seattle var nokkuð sannfærandi, en eftir að hafa á tímabili náð 21 stigs forystu í leiknum, náði liðið að verjast lokaáhlaupi Sacramento og hafa sigur í fyrsta leik liðanna á heimavelli sínum. Þeir Jerome James og Reggie Evans riðu baggamuninn hjá Seattle í leiknum, en þeir hirtu báðir 15 fráköst í leiknum og þar af voru þeir með sitthvor 7 sóknarfráköstin, sem gerðu útaf við lið Sacramento. Í liði Sacramento munaði mest um að Mike Bibby, sem hefur verið besti leikmaður liðsins í úrslitakeppninni undanfarin ár, átti afleitan leik og hitti aðeins úr 1 af 16 skotum sínum í leiknum. "Ég hélt að ég hefði nú skorað fleiri en eina körfu í leiknum, en svo var víst ekki. Ég náði engu flæði á skotin mín í kvöld og þarf að bæta það. Þetta kemur ekki fyrir aftur," sagði Bibby eftir leikinn. Ray Allen hjá Seattle var kátur í leikslok og þakkaði stóru strákunum fyrir sigurinn. "Þeir Reggie og Jerome unnu leikinn fyrir okkur í kvöld og voru stórkostlegir. Þeir hirtu öll fráköstin og vörðu fullt af skotum. Sacramento átti ekki möguleika inni í teignum gegn þeim og það skóp sigur okkar í kvöld," sagði Allen. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 28 stig (10 fráköst), Rashard Lewis 18 stig, Jerome James 17 stig (15 fráköst, 5 varin skot), Antonio Daniels 12 stig, Reggie Evans 5 stig (15 fráköst).Atkvæðamestir hjá Sacramento:Peja Stojakovic 24 stig, Cuttino Mobley 22 stig, Kenny Thomas 10 stig (8 fráköst), Brad Miller 7 stig, Greg Ostertag 6 stig (7 fráköst).
NBA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Fleiri fréttir Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Haukar voru betri í dag Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Skrýtið en venst Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Sjá meira