Til Amman í arabískunám 20. apríl 2005 00:01 "Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun." Nám Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Við ætluðum í ferðalag um Austurlöndin en foreldrum okkar leist alls ekki vel á þá hugmynd. Því skráðum við okkur í nám í arabísku fyrir útlendinga í Amman í Jórdaníu. Þá verðum við í nokkuð öruggu háskólaumhverfi," segir Þorbjörg. "Þá fengum við að minnsta kosti gult ljós frá fólkinu okkar og ef ekki verður stríð þá sleppur þetta," bætir Anna við brosandi. Báðar vonast til að komast til Sýrlands og Líbanons og Anna nefnir reyndar líka Ísrael og Írak - en bara lágt. Þær eru báðar tvítugar og eru að lesa undir fyrstu vorprófin í lögfræði. En þar sem þær ætla út um miðjan september og verða fram í febrúar er ljóst að þær munu salta lögfræðina. "Við sleppum alveg næsta vetri," segja þær frekar feginsamlega. Arabískunámið segja þær kosta álíka mikið og eina önn í Háskóla Íslands, uppihaldið sé mun ódýrara í Amman en hér og ferðakostnaðurinn ekkert til að setja fyrir sig. En halda þær að hægt sé að komast inn í svona framandi mál á fjórum mánuðum? "Ja, eitthvað lærum við," segir Anna ákveðin. "Námið er byggt þannig upp að fyrst er talþjálfun og síðan verður okkur kennt að skrifa stafrófið og fleira." "Svo er boðið uppá ókeypis ferðir um helgar. Þessi deild háskólans virðist halda vel utan um nemendurna og auk þess að fá kennslu í tungumálinu eru þeir fræddir um mannlíf og menningu á svæðinu," upplýsir Þorbjörg sem í vetur hefur sótt námskeið í Kóraninum meðfram laganáminu. Stúlkurnar eru sammála um að Austurlöndin séu bæði framandi og forvitnileg. "Svæðið hefur verið mikið í fréttum og margir hafa sterkar skoðanir á því sem þar fer fram," segir Anna. "Já," segir Þorbjörg. "Það eru þær skoðanir sem gerir það áhugaverðara en önnur svæði. Okkur langar að kynnast því af eigin raun."
Nám Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Leikjavísir Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira