Skoðun

Hnúturinn í Fischersmálinu

Sæll Egill,   ég gat ekki betur heyrt en þú talaðir um á Stöð 2 á föstudagsmorgun að Davíð þyrfti að höggva á einhvern hnút í Fischersmálinu?   Séu einhver áhöld um hver hafi hnýtt þennan hnút þá sýnist mér allavega öll bönd beinast að Davíð.   Í allsherjarnefnd eru einungis valdir þægustu þingmennirnir eins og sást t.d. í fjölmiðlamálinu. Mér er kunnugt um að meirihlutinn beið alltaf eftir línunni og jafnvel frestaði fundum meðan beðið var og skipti viðstöðulaust um skoðun um leið og foringjarnir.   Ég hef tæplega hugmyndaflug til að ætla að dómsmálaráðuneytið sé að þæfa málið í óþökk utanríkisráðuneytisins. Enn ólíklegra er að Bjarni Benediktsson gangi gegn Davíð í þessu máli.     Nánir stuðningsmenn Fischers m.a. Garðar Sverrisson latti hann til að sækja um vegabréf frá Þýskalandi eða öðrum löndum vegna þess að þeir vissu ekki að Davíð var að snúast hugur. Menn hafa sagt minna en meira um nýleg bandarísk afskipti til að loka engum dyrum.     Bullandi ágreiningur er um málið í allsherjarnefnd sbr. sjónvarpsfréttir kl 22:00  fimmmtudaginn 17. feb. www.ruv.is.   Með kveðju Sigurður Þórðarson



Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×