Skoðun

Til varnar einkaskólum

Sumir virðast halda að það sé eingöngu ríkt fólk sem sendir börnin í einkaskóla. Sem er mikill miskilningur. Sjálfur sendi ég barn í Landakotsskóla þó ég mundi aldrei teljast ríkur. Ástæðan er sú að ég taldi að barnið mitt þyrfti atlæti sem Landakotsskóli bauð upp á, sökum smæðar sinnar og stefnu, en ekki þeir almennu skólar sem ég hefði getað nýtt. Og ég veit að þannig er um marga aðra foreldra barna í Landakotsskóla, börnum þeirra hafði ekki gengið vel í stærri skólum af ýmsum ástæðum en þrifust vel hjá séra Hjalta og starfsfólki hans. Við sem eigum börn í Landakotsskóla borgum ekki lægri gjöld til Reykjavíkur og þeir peningar sem við greiðum aukreitis fyrir að vera með barnið í einkaskóla hefðum við getað notað í annað, en við kusum að nota þá til að tryggja velferð barnanna okkar. Börn hafa eins misjafnar þarfir og þau eru mörg og við ættum að fagna því að sem flestir leiti leiða til að uppfylla þær. Hversu gott fólk sem það er sem stýrir menntamálum á vegum Reykjavíkurborgar sjá þau ekki fyrir öllu. Ég veit af eigin reynslu hversu frábært starf hefur verið unnið í Landakotsskóla og sjálfstæði hans ætti að varðveita og styrkja. Sama gildir örugglega um Ísaksskóla og ég mundi gjarnan vilja sá greinar honum til stuðnings og varnar. Þessir skólar eru ekki sprottnir af þörf ríks fólks til að hafa börnin í sérstökum skólum heldur af þörfinni fyrir valkost þegar almenningsskólarnir uppfylla ekki væntingar og/eða þarfir barna og foreldra þeirra. Bestu kveðjur, Teitur Gylfason



Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×