Áhyggjulaust ævikvöld orðið að martröð 25. nóvember 2005 06:00 Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Ég hef um alllangt skeið fylgst með baráttumálum aldraðra. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þeim hópi hafa látið vel í sér heyra og m.a. rætt við ráðamenn ríkisstjórnarinnar og sýnt fram á þá skerðingu sem aldraðir og öryrkjar hafa mátt þola í langan tíma, en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Núverandi ríkisstjórn breytti lögum um málefni aldraðra árið 1995. Lögin sögðu að bætur til þessara hópa skuli fylgja kaupgjaldsvísitölu en ekki launavísitölu eins og var áður.Þetta leiddi til þess að kjör þessara hópa hafa verið stórskert eftir þessar breytingar. Skattleysismörkin eru alltof lág eða alls 75.062 krónur, en væru 102.472 ef ekki hefði verið hreyft við vísitölunni á sínum tíma. Kerfið eins og það er uppbyggt í dag hegnir miskunnarlaust þeim sem hafa farið að lögum og greitt í lífeyrissjóð. Sá sem aftur á móti hefur svikist um og greitt í staðinn inn á bankabók eða keypt sér verðbréf stendur miklu betur að vígi. Hann tekur sparnað sinn út og greiðir aðeins 10 prósent fjármagnstekjuskatt meðan hin þjóðin (það eru tvær þjóðir í þessu landi) greiðir 38 prósent skatt. Það má einnig benda á tekjutengingarnar og takmarkanirnar sem óspart eru notaðar á ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég vil benda öllum á sem greitt hafa í aukalífeyrissparnað að taka hann allan út fyrir 67 ára aldur og ávaxta sjálf á þann hátt sem hver vill. Fullan skatt verður að borga af þessu strax en þá er maður laus við skerðinguna sem verður hjá Tryggingastofnun ríkisins þegar þar að kemur. Ég lenti sjálf í því að taka þennan sparnað of seint út og sýp seyðið af því nú. Er ekki kominn tími til að einfalda þennan óskiljanlega frumskóg sem tryggingakerfið er nú. Á síðustu árum er svo oft búið að breyta lögum um málefni aldraðra að þetta er orðið að einum hrærigraut. Nú nýlega þegar aðilar vinnumarkaðarins gengu frá samkomulagi um eingreiðslu 26.000 kr. ákvað ríkisstjórnin að þeir sem væru á atvinnuleysisbótum, örorkubótum og ellilífeyrisþegar skuli einnig fá þessar greiðslur, það er að segja þeir sem eru með óskerta tekjutryggingu. Í dag eru um 300 manns á öllu landinu með óskerta tekjutryggingu, það eru þeir sem fá ekkert úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóður Suðurnesja (nú Suðurlands) sendi sjóðsfélögum nýverið bréf um skerðingu upp á 16 prósent sem gildir frá 1.október. Þann 1. janúar á þessu ári skerti sjóðurinn bæturnar um 5 prósent. Samtals er þetta 21 prósent skerðing á árinu. Þeir sem eru að fá greiðslur úr sjóðnum í dag finna óþyrmilega fyrir því þegar svona miskunnarlaust og án fyrirvara er vegið að afkomu fólks. Áhyggjulausa ævikvöldið fyrir aldraða sem talað er um á tyllidögum er orðið að martröð. Var ekki sagt í haust á alþingi þegar uppgötvaðist um klúðrið á lögum um eftirlaunafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir alþingismenn, að það mætti ekki skerða alþingismenn sem nú þegar væru farnir að fá eftirlaunagreiðslur? Það gilda víst aðrar reglur á þeim bæ! Höfundur er lífeyrisþegi í Lífeyrissjóði Suðurlands.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun