Þegar vorið kemur á hverju kvöldi 9. desember 2004 00:01 Það var átján stiga hiti inni í bílnum og 36 fyrir utan. Ég spurði bílstjórann, hvort hann byggi kannski svo vel að hafa líka loftkælingu heima hjá sér. Nei, herra, sagði hann: það er of dýrt. Hversu dýrt? – spurði ég. Tíu þúsund cedis á mánuði bara fyrir rafmagnið, sagði hann. Það gerir röska tíu dollara, hugsaði ég. Hann sagðist borga fimmtán þúsund cedis í mánaðarleigu fyrir íbúðina, þar sem hann býr með fjölskyldu sinni í miðri Accra, höfuðborg Gönu. Hann hlýtur að kvíða því hálfpartinn að fara heim úr vinnunni á kvöldin: að stíga að loknu dagsverki út úr loftkældum bíl og inn í svækjuna heima hjá sér. Ég hlakka á hinn bóginn til að fara heim á kvöldin, því að þar er loftið svalt og veitir velkomna lausn frá svækjunni fyrir utan: það er eins og vorið komi á hverju kvöldi. Þessi tilfinning – að vera ekki hálfur maður vegna hita og svækju – hlýtur að eiga umtalsverðan þátt í rýrum afköstum vinnandi fólks í fátækum hitabeltislöndum eins og t.a.m. malaría og aðrir hitabeltissjúkdómar, sem leggja lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Samt ætti vandinn að vera auðleystur. Það kostar a.m.k. ekki mikið að uppræta malaríu og aðra slíka sjúkdóma, eins og Jeffrey Sachs prófessor í Kolumbíuháskólanum í New York þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum: honum finnst það ófyrirgefanlegt og nánast glæpsamlegt að leggja ekki fram það fé, sem til þarf. Svipað á við um loftkælingu, enda þótt heitt loft sé aðeins lýjandi og ekki banvænt eins og mýflugnabitið þarna suður frá, án lyfja. Þannig komust Hong Kong og Singapúr í álnir: með því m.a. að kæla loftið, ekki aðeins á heimilum og vinnustöðum, heldur einnig utan húss, að heita má, því að þar er hægt að ganga langar leiðir inni í byrgðum loftkældum verzlunarmiðstöðvum: þetta er eins og að ganga Laugaveginn loftkældan eða upphitaðan eftir atvikum. Vandinn er ekki bundinn við fátæk lönd, eða var það a.m.k. ekki til skamms tíma. Loftkæling híbýla hélt ekki innreið sína í Bandaríkin fyrr en í stjórnartíð Roosevelts forseta á fjórða áratug síðustu aldar. Loftslagið í Washington D.C. er viðlíka heitt og rakt á sumrin og í Accra árið um kring. Mörgum fannst því nánast ólíft í Washington á sumrin allt fram á daga loftkælingarinnar, viftur hrukku skammt, og sendimönnum erlendra ríkja þar í borg var greiddur sérstakur harðræðiskaupauki, en hann lagðist af, þegar loftkæling kom til sögunnar. Það heimili er nú varla til í Washington, þar sem loftkæling þykir ekki jafnsjálfsagt heimilistæki og ísskápur, sjónvarp og ryksuga. Í Afríku er loftkæling hins vegar sjaldgæfur munaður, sem aðeins efnamenn geta veitt sér. Hvers vegna þyrfti bílstjórinn minn í Gönu að greiða nánast jafnmikið fyrir rafmagn til loftkælingar, hefði hann ráð á því, og í leigu fyrir litla íbúð? Orka er heimsmarkaðsvara eins og t.a.m. fiskur, kann nú einhver að hugsa. Rafmagnsreikningurinn í Gönu ætti þá að réttu lagi að vera jafnhár og annars staðar, alveg eins og fiskverð er nokkurn veginn hið sama alls staðar. En rafmagn er ekki heimsmarkaðsvara eins og fiskur, a.m.k. ekki enn, því að raforkunetið í Vestur-Afríku tengir löndin þar að vísu saman (Nígeríu, Gönu, Fílabeinsströndina o.fl. lönd), en orkunetið er samt ekki beintengt við heimsnetið. Af þessu leiðir, að raforka Afríku hentar ekki til beins útflutnings, enda þótt hægt sé að baka hana inn í ál og selja hana þannig óbeint á heimsmarkaðsverði. Ríkisorkufyrirtækin í þessum Afríkulöndum gætu því boðið fólkinu ódýra orku og gert því kleift að kæla húsin sín, en það gera þau ekki, enda eru þau jafnan óhagkvæm og illa rekin eins og mörg önnur ríkisfyrirtæki þarna suður frá og víðar. Raforkan í Afríku á því ýmislegt sammerkt með vörum og þjónustu, sem henta ekki vel til millilandaviðskipta, eins og t.a.m. klipping. Það kostar sama og ekki neitt að láta klippa sig í Afríku, því að hárskerarnir þar keppa ekki við aðra rakara á heimsmarkaði. Verðið á klippingu er því ekki hærra en svo, að heimamarkaðurinn geti borið það. Þetta er einn munurinn á fiski og klippingu. Raforka liggur þarna einhvers staðar mitt á milli og verður e.t.v. heimsmarkaðsvara á endanum með samtengingu rafmagns um allan heim. Og kannski verður einhvern tímann jafndýrt að láta klippa sig um allan heim, frá Bolungarvík til Bangladess. En það verður þó ekki í bráð, því að hvorugt plássið liggur nógu nálægt alfaraleið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Það var átján stiga hiti inni í bílnum og 36 fyrir utan. Ég spurði bílstjórann, hvort hann byggi kannski svo vel að hafa líka loftkælingu heima hjá sér. Nei, herra, sagði hann: það er of dýrt. Hversu dýrt? – spurði ég. Tíu þúsund cedis á mánuði bara fyrir rafmagnið, sagði hann. Það gerir röska tíu dollara, hugsaði ég. Hann sagðist borga fimmtán þúsund cedis í mánaðarleigu fyrir íbúðina, þar sem hann býr með fjölskyldu sinni í miðri Accra, höfuðborg Gönu. Hann hlýtur að kvíða því hálfpartinn að fara heim úr vinnunni á kvöldin: að stíga að loknu dagsverki út úr loftkældum bíl og inn í svækjuna heima hjá sér. Ég hlakka á hinn bóginn til að fara heim á kvöldin, því að þar er loftið svalt og veitir velkomna lausn frá svækjunni fyrir utan: það er eins og vorið komi á hverju kvöldi. Þessi tilfinning – að vera ekki hálfur maður vegna hita og svækju – hlýtur að eiga umtalsverðan þátt í rýrum afköstum vinnandi fólks í fátækum hitabeltislöndum eins og t.a.m. malaría og aðrir hitabeltissjúkdómar, sem leggja lamandi hönd á líf fólksins þarna suður frá. Samt ætti vandinn að vera auðleystur. Það kostar a.m.k. ekki mikið að uppræta malaríu og aðra slíka sjúkdóma, eins og Jeffrey Sachs prófessor í Kolumbíuháskólanum í New York þreytist aldrei á að brýna fyrir mönnum: honum finnst það ófyrirgefanlegt og nánast glæpsamlegt að leggja ekki fram það fé, sem til þarf. Svipað á við um loftkælingu, enda þótt heitt loft sé aðeins lýjandi og ekki banvænt eins og mýflugnabitið þarna suður frá, án lyfja. Þannig komust Hong Kong og Singapúr í álnir: með því m.a. að kæla loftið, ekki aðeins á heimilum og vinnustöðum, heldur einnig utan húss, að heita má, því að þar er hægt að ganga langar leiðir inni í byrgðum loftkældum verzlunarmiðstöðvum: þetta er eins og að ganga Laugaveginn loftkældan eða upphitaðan eftir atvikum. Vandinn er ekki bundinn við fátæk lönd, eða var það a.m.k. ekki til skamms tíma. Loftkæling híbýla hélt ekki innreið sína í Bandaríkin fyrr en í stjórnartíð Roosevelts forseta á fjórða áratug síðustu aldar. Loftslagið í Washington D.C. er viðlíka heitt og rakt á sumrin og í Accra árið um kring. Mörgum fannst því nánast ólíft í Washington á sumrin allt fram á daga loftkælingarinnar, viftur hrukku skammt, og sendimönnum erlendra ríkja þar í borg var greiddur sérstakur harðræðiskaupauki, en hann lagðist af, þegar loftkæling kom til sögunnar. Það heimili er nú varla til í Washington, þar sem loftkæling þykir ekki jafnsjálfsagt heimilistæki og ísskápur, sjónvarp og ryksuga. Í Afríku er loftkæling hins vegar sjaldgæfur munaður, sem aðeins efnamenn geta veitt sér. Hvers vegna þyrfti bílstjórinn minn í Gönu að greiða nánast jafnmikið fyrir rafmagn til loftkælingar, hefði hann ráð á því, og í leigu fyrir litla íbúð? Orka er heimsmarkaðsvara eins og t.a.m. fiskur, kann nú einhver að hugsa. Rafmagnsreikningurinn í Gönu ætti þá að réttu lagi að vera jafnhár og annars staðar, alveg eins og fiskverð er nokkurn veginn hið sama alls staðar. En rafmagn er ekki heimsmarkaðsvara eins og fiskur, a.m.k. ekki enn, því að raforkunetið í Vestur-Afríku tengir löndin þar að vísu saman (Nígeríu, Gönu, Fílabeinsströndina o.fl. lönd), en orkunetið er samt ekki beintengt við heimsnetið. Af þessu leiðir, að raforka Afríku hentar ekki til beins útflutnings, enda þótt hægt sé að baka hana inn í ál og selja hana þannig óbeint á heimsmarkaðsverði. Ríkisorkufyrirtækin í þessum Afríkulöndum gætu því boðið fólkinu ódýra orku og gert því kleift að kæla húsin sín, en það gera þau ekki, enda eru þau jafnan óhagkvæm og illa rekin eins og mörg önnur ríkisfyrirtæki þarna suður frá og víðar. Raforkan í Afríku á því ýmislegt sammerkt með vörum og þjónustu, sem henta ekki vel til millilandaviðskipta, eins og t.a.m. klipping. Það kostar sama og ekki neitt að láta klippa sig í Afríku, því að hárskerarnir þar keppa ekki við aðra rakara á heimsmarkaði. Verðið á klippingu er því ekki hærra en svo, að heimamarkaðurinn geti borið það. Þetta er einn munurinn á fiski og klippingu. Raforka liggur þarna einhvers staðar mitt á milli og verður e.t.v. heimsmarkaðsvara á endanum með samtengingu rafmagns um allan heim. Og kannski verður einhvern tímann jafndýrt að láta klippa sig um allan heim, frá Bolungarvík til Bangladess. En það verður þó ekki í bráð, því að hvorugt plássið liggur nógu nálægt alfaraleið.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun