Skoðun

Knoll og Tott

Sælir!





Ég er einharður andstæðingur Íraksstríðsins og vil meina að lög hafi verið brotin með stuðningi íslenska ríkisins við það. Varnarsáttmáli okkar við NATO og Bandaríkin segir að Íslendingar megi ekki taka þátt í stríði eða styrjaldarrekstri nema með samþykki NATO og undir þeirra forsjá. (Ákvæði sem Bandaríkjamenn settu fyrir inngöngu okkar í Nato.) Eða svo las ég hann á sínum tíma, ekki veit ég hvort honum hafi verið mikið breytt á tímum Jóns Baldvins, eða seinna.



Nú liggur fyrir að ákvörðun um stuðningsyfirlýsingu okkar við bandalag þeirra þjóða er að Íraksstríðinu standa, var tekin af tveimur mjög háttsettum embætttismönnum er starfa í samþykkt Alþingis.



Nú tel ég mig vita, án þess að ég geti bent á neinar staðsetningar, að í þingskaparlögum standi að öngvar meiriháttar stefnubreytingar í utanríkismálum megi gera nema með samþykkt Alþingis.



Tel ég þar af leiðandi að þessir menn hafi með embættisfærslum sínum ógnað öryggi Íslands, brotið alþjóðasamninga og brotið lög. (Þetta með lögin er að vísu orðið óskup lítilfjörleg ástæða upphlaups. Í krafti þingræðis hafa þessir tveir ýtt samflokksfólki sínu útí að brjóta stjórnarskránna tvisvar á okkar aumustu, og sitja enn.)



Vil ég vita hvort ekki sé hægt að stoppa þessa lögbrjóta t.d. með því að fá lögbann á aðgerðir íslenska ríkisins í Írak. Eða hvert getur maður farið til að stöðva lögbrjóta sem eru þetta háttsettir í kerfinu? Ef þing brýtur þingskaparlög er þingið löglegt? Hver hefur eftirlitsskyldu með æðstu embættismönnum þjóðarinnar ef þingið bregst skyldu sinni vegna hræðslu um að verða fyrir einelti framkvæmdarvaldsins? (Kristinn H. Gunnarsson.) Og síðast en ekki síst. Hvert getur maður snúið sér til að fá þetta fólk til að fara að lögum, án þess að fara á hausinn útaf lögfræðikostnaði? Ekki er það forsetinn því að hann getur ekki neitað að "skrifa undir " ef ekkert er lagt fyrir hann.



Takk!



Sævar Óli Helgason




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×