Biðin gæti varað í vikur 3. nóvember 2004 00:01 Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Úrslit eru ekki ráðin í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en George Bush hefur hlotið meirihluta talinna atkvæða. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja bráðabirgðaatkvæðin í Ohio þar sem úrslitin ráðast. Ingólfur Bjarni Sigfússon er í Washington og hefur fylgst með talningunni í alla nótt. Ingólfur segir að líklega sé Bush búinn að sigra í kosningunum. Þó hafi spekingar allra sjónvarpsstöðva spáð því að Kerry myndi vegna vel, stuttu áður en kjörstöðum lokaði á Austurströndinni. Þeir höfðu hins vegar eins rangt fyrir sér og hugsast getur því fljótlega varð ljóst að Bush hafði forskot, bæði hvað atkvæðafjölda varðar og fjölda kjörmanna. Skipting ríkja á milli repúblíkana og demókrata er nánast nákvæmlega sú sama og fyrir fjórum árum. Eins og staðan er núna hefur Bush hlotið 254 kjörmenn af þeim 270 sem þarf til þess að tryggja sér Hvíta húsið en Kerry 242 kjörmenn. Sá sem hlýtur þá 20 kjörmenn sem í boði eru í Ohio vinnur kosningarnar en þar stendur hnífurinn í kúnni. Eftir að öll atkvæði hafa verið talin þar stendur eftir töluvert af svokölluðum bráðabirgðaatkvæðum og þau gætu ráðið úrslitum. Það gæti hins vegar tekið marga daga, jafnvel nokkrar vikur, að telja þau. Bráðabirgðaatkvæðin gera kjósendum kleift að kjósa þó eitthvað hafi borið út af við almenna atkvæðagreiðslu, þ.e. að skráning hafi verið röng eða eitthvað í þeim dúr. Það kemur því til álita lögfræðinga í tengslum við flest þessara atkvæða og því gæti sagan frá því árið 2000 endurtekið sig. Andy Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði í morgun að enginn vafi væri á því að Bush færi með sigur af hólmi í Ohio og ynni þar með forsetakosningarnar. Yfirlýsingar af þessu tagi eru taldar jafnlíklegar til að ráða úrslitum og endanleg talning því með þessu móti geta menn náð sálfræðilegu forskoti og þannig gert lögfræðingaherdeild Kerry erfiðara fyrir að véfengja úrslitin. Kerry er þó ekki reiðubúinn að játa sig sigraðan þar sem enn er tvísýnt um úrslitin en John Edwards, varaforsetaefni demókrata, segir að tryggt verði að hvert einasta atkvæði verði talið. Þegar ríkir mikil sigurgleði í herbúðum Bush og er búist við yfirlýsingu frá forsetanum síðar í dag. Í þingkosningunum virðast repúblíkanar hafa unnið stórsigur og bætt við sig mönnum í báðum þingdeildum.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira