Skoðun

Jón Baldvin og fjölmiðlalög

Sæll Egill. Mér þóttu afskaplega athyglisverð ummæli Jóns Baldvins í þætti þínum 24.október um fjölmiðlalögin og fárið s.l. vor og sumar kringum þau mál. Ég gat ekki tekið orð hans öðruvísi en þannig að hann hefði verið hlynntur þeim í hvívetna.  Sagðist sjálfur ekki hafa skilið lætin kringum þau mál og nauðsynlegt væri (af reynslu) að setja stórfyrirtækjum skorður um eignaraðild í fjölmiðlarekstri. Rímar ekki við Samfylkingu eða  forseta. Alltaf virðingarverðir stjórnamálamenn núverandi eða fyrrverandi sem hafa þroska til að lyfta sér yfir tækifærismennskuna eða sjálfvirkt "mainstream" stjórnarandstöðu. Spenntur að sjá hvort þessum ummælum Jóns Baldvins verða gerð skil í miðlum Baugs. Finnst það fyrirfram frekar ólíklegt. Valdimar Guðjónsson.



Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×