Þórey Edda komst í úrslit 21. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir þurfti aðeins að stökkva 4,40 metra í Aþenu í gær til þess að komast í úrslit í stangarstökki kvenna. Það gerði hún með glæsibrag í fyrstu tilraun en það tók hana samt smá tíma að komast í gang í dramatískri keppni. Þórey felldi 4,15 metra illa í fyrstu tilraun og komst síðan yfir 4,30 metra í þriðju og síðustu tilraun. Óvæntustu tíðindin í stangarstökkinu í gær voru þau að Ólympíumeistarinn, Stacy Dragila, féll mjög óvænt úr leik en hún felldi 4,40 metra í þrígang. Það var sælubros á Þóreyju Eddu þegar blaðamaður Fréttablaðsins hitti hana á Ólympíuleikvanginum aðeins nokkrum mínútum eftir að hún komst í úrslit. Kom ekkert annað til greina „Mér líður alveg ótrúlega vel og það er ekki hægt að lýsa þessu. Stemningin og allt í kringum þetta og svo spennufallið sem kemur þegar ég fæ það staðfest að ég sé komin í úrslitin. Þetta er það erfiðasta sem hægt er að ganga í gegnum,“ sagði Þórey Edda, sem var mjög nálægt því að falla úr keppni í 4,30 metra en taugarnar héldu og hún vippaði sér yfir þá hæð í lokatilraun. Það kveikti greinilega í henni því hún fór skömmu síðar laglega yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. „Það kom ekki annað til greina en að fara yfir. Það tók smá tíma að komast í gang því brautin er mjög hröð og stokkurinn er dýpri en vanalega. Þar af leiðandi virka stangirnar öðruvísi eins og sást í keppninni í dag því það var mikið um klúður. Ég fann síðan réttu formúluna í þriðju tilraun í 4,30 og þá small þetta hjá mér,“ sagði Þórey Edda en það var mikið vesen á stangarstökkssvæðinu í gær og þessi vandræði leiddu til þess að Þórey fékk aðeins eitt upphitunarstökk. Til að toppa klúðrið enduðu of margar stelpur í úrslitunum, fjórtán en áttu bara að vera tólf, og var mistökum skipuleggjenda um að kenna. Þóreyju Eddu var nokk sama um það. „Það var eins og þeir hefðu ekki unnið við stangarstökk áður. Ég var bara fegin að þurfa ekki að stökkva aftur og það breytir litlu þó við verðum fjórtán. En vonandi verður skipulagið betra í úrslitunum. Þeir hljóta að hafa lært af þessu.“ Allt mjög opið Þórey Edda sagði við undirritaðan daginn fyrir keppni að upphaflegt takmark hennar væri að komast í úrslit og ef það tækist ætlaði hún að setja sér ný markmið. „Við sjáum það bara núna að þetta er mjög opið. Það verður mikil barátta um sæti og hver sem er gæti tekið þriðja sætið þar sem Stacy er dottin út en efstu tvö sætin eru frátekin. Ég held að það sé klárt. Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt fyrir ofan það yrði bónus,“ sagði Þórey Edda hamingjusöm og hver veit nema hún verji bronsið hennar Völu í úrslitunum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Heidenheim - Chelsea | Bæði lið með fullt hús stiga Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Fær Ólympíugullið sitt fimmtán árum síðar Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fór holu í höggi yfir húsið sitt Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Kærir föður sinn fyrir fjársvik Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Aþena lagði Grindavík Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira