Mikilvægt að setja markmið 13. október 2005 14:24 Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á [email protected] Fjármál Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Sæll Ingólfur Hrafnkell ! Mig langar að vita hvað þú ráðleggur varðandi sparnað fyrir ungt fólk sem ekki er búið að kaupa eigið húsnæði og er í háskóla? Einnig langar mig að vita hvaða álit þú hefur á söfnunarlíftryggingum fyrir ungt fólk? Kveðja ! Guðlaug B. Guðjónsdóttir Sæl Guðlaug. Það fyrsta sem þú ættir að gera er að setja þér markmið fyrir næstu þrjú til fimm árin. Spurðu þig hvernig þú viljir sjá fjármálin þín líta út að þeim tíma liðnum. Það er allt í lagi að setja sér háleit markmið því þau eru ekki síður raunhæf en hin hófsömu. Settu þér markmið fyrir alla útgjaldaliðina þrjá: Sparnað, framfærslu og skuldir. Láttu framfærsluna þína eða væntanlegar greiðslur af námslánum eða öðrum skuldum ekki hafa áhrif á sparnaðinn og öfugt. Það er nefnilega farsælast að sinna hverjum útgjaldalið fyrir sig óháð hinum. Þú spyrð um sparnaðinn sérstaklega. Þar ráðlegg ég þér að spara í tvennum tilgangi. Annars vegar til þess að eiga fyrir stærri eða óvæntum útgjöldum svo þú þurfir ekki að taka neyslulán. Hins vegar til þess að fjárfesta seinna í einhverju sem gæti skilað þér arði. Ég ráðlegg þér því að taka hluta af tekjum þínum, hverjar svo sem þær eru, og leggja þær fyrir. Prófaðu 10% til að byrja með. Ekki ætla þér að spara of háa upphæð. Í sparnaði er það ekki upphæðin sem skiptir máli heldur vextirnir og tíminn sem þú gefur þér í sparnaðinn. Í sparnaði er þolinmæði dyggð. Álit mitt á söfnunarlíftryggingu fer eftir því hvað ég myndi ætla mér með henni. Liti ég á líftrygginguna sem öryggi fyrir fjölskyldu mína, ef ég félli skyndilega frá hefði ég lítið með sparnaðarhlutann að gera. Væri ég hins vegar að horfa á mögulegan sparnað eða útborgun úr tryggingunni eftir einhvern árafjölda, myndi ég frekar skoða hvort ég fyndi ekki aðrar og áhrifaríkari sparnaðarleiðir. Þú finnur einfaldlega sjálf rétta svarið með því að spyrja þig um tilganginn og hver sé besta leiðin til þess að ná honum. Gangi þér vel, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi. Sendu spurningar á [email protected]
Fjármál Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira