Sparnaður og fjárfestingar 29. júní 2004 00:01 Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Fjármál Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í síðasta pistli fjallaði ég um þrjár ástæður fyrir sparnaði. Sparnaður er í sjálfu sér eitt form fjárfestingar. En hvernig nota má sparnað til þess að auka við tekjur og eignir? Fyrir þá sem ekki eru fæddir með silfurskeið í munni eða komast á toppinn í atvinnulífinu er sparnaður eina leiðin til þess að eignast meiri peninga en maður fær fyrir brauðstritið. Í meginatriðum er hægt að fjárfesta með tvennum hætti: í fasteignum og í peningalegum eignum. Með fasteignum er ekki átt við húsnæði sem við búum í heldur einhverja þá fasteign sem gefur af sér arð eða meiri peninga heldur en hún kostar okkur. Það er hins vegar ekki mjög fýsilegur kostur að kaupa fasteignir í dag á uppsprengdu verði svo við bíðum í tvö til þrjú ár með slíkar hugleiðingar og snúum okkur í þess stað að peningalegum fjárfestingunum. Þar er átt við kaup á verðbréfum. Flestir eru líklega þeirrar skoðunar að það sé bæði flókið og áhættusamt en svo er ekki. Það er hægt að velja sér fjárfestingaform sem hentar hverjum og einum. Þeir sem kjósa öryggið kaupa hlutdeild í ríkistryggðum verðbréfasjóðum og hinir kaupa hlutabréf í sjóðum eða einstökum fyrirtækjum allt eftir því hvaða áhættu þeir eru tilbúnir að taka og ávöxtunarkröfu þeir gera. Það þarf hins vegar að gefa sér örlítinn tíma til þess að skoða þá kosti sem bankar og verðbréfasjóðir bjóða upp á. Ég mæli því með að allir sem ætla að nota sparnað í fjárfestingar gefi sér hálftíma á dag til þess að hugsa um hann. Minna má það ekki vera eftir að hafa stritað átta eða jafnvel 12 tíma yfir daginn við að afla peninganna. Eitt verða menn að hafa í huga þegar sparnaður er annars vegar. Það er ekki upphæðin sem skiptir meginmáli heldur ávöxtunin og tíminn sem sparað er. Í sparnaði er þolinmæði dyggð og ein af tveim meginástæðum þess að sparnaður tekst ekki, er að maður ætlar sér að spara of háa upphæð of fljótt og springur á limminu. Í sparnaði vinnur tíminn með manni og er eitt af því sem gerir það skemmtilegt að eldast. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell
Fjármál Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira