Lýðræði í skjóli laga 23. júní 2004 00:01 Valddreifing er aðalsmerki lýðræðislegra stjórnarhátta. Með valddreifingu er m.a. átt við skiptingu valds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, svo sem lýst er strax í 2. gr. stjórnarskrár Íslands. Þessi þrískipting valdsins er órofa þáttur þeirrar lýðræðisskipanar, sem lýðveldið hvílir á. Um þessa valdskiptingu segir James Madison, einn helzti höfundur stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórði forseti landsins (1809-1817): "Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur ... þá er það rétt nefnd ógnarstjórn." Skiptingu valds hefur verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Alþingismenn hafa ýmsir, þar á meðal dr. Pétur Blöndal, fundið að ásælni framkvæmdarvaldsins og lýst því, hvernig ríkisstjórnin hefur iðulega knúið lagafrumvörp í gegn um þingið, án þess að þingmenn fengju rönd við reist. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: "Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." Málskotsrétt forseta Íslands skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar ber að skoða í líku ljósi. Þar stendur m.a.: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Það verður ekki séð, að ríkisstjórnin hafi hingað til lagt sig fram um að virða þetta ákvæði, enda hefði hún þá látið þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið fara fram um leið og forsetakjör á laugardaginn kemur. Það var ekki gert, heldur var atkvæðagreiðslan dregin á langinn. Til dráttarins liggja engar haldbærar ástæður, að því er séð verður, heldur virðist það helzt hafa vakað fyrir ríkisstjórninni að vinna tíma til að geta hagað atkvæðagreiðslunni á þann veg, að sem minnstar líkur væru til þess, að frumvarpinu yrði hafnað - þ.e. til að hunza þjóðarviljann. Íslendingar hafa langa reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum, því að forsetakjör á fjögurra ára fresti er í reyndinni þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem atkvæði allra Íslendinga vega jafnþungt óháð búsetu. Því er eðlilegt og nauðsynlegt, að atkvæðagreiðslan um fjölmiðlafrumvarpið lúti sömu reglum og forsetakjör. Það er ótækt, að einn aðili máls, Alþingi, setji nýjar reglur um atkvæðagreiðsluna í miðjum klíðum, því að Alþingi er af velsæmisástæðum vanhæft til þess verknaðar. Ástæðan blasir við: Alþingi er sjálft aðili að málinu. Þess vegna þurfa núgildandi reglur að gilda, án íþyngjandi viðbótarákvæða. Reglurnar eru skýrar. Kjósendur þurfa að geta greitt atkvæði utan kjörfundar í allt að átta vikur fram að kjördegi skv. gildandi lögum, svo að fjarvera á kjördegi svipti þá ekki kosningarrétti sínum. Engar hömlur má leggja á kosninguna, svo sem kröfu um aukinn meirihluta atkvæða, heldur verður einfaldur meirihluti kjósenda að fá að ráða lyktum málsins svo sem tíðkast um forsetakjör og aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi til þessa. Alþingi getur ekki við þessar aðstæður sett íþyngjandi lög, þ.e. lög, sem takmarka rétt meirihluta kjósenda til að ráða niðurstöðu málsins, enda veitir stjórnarskráin ekki heimild til slíks, því að þar segir aðeins, að leggja skuli frumvarpið "undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Stjórnarskráin fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslu í 11. gr. Þar stendur: "Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi." Af þessum orðum má ráða, að einfaldur meirihluti atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu dugir til að ráða málinu til lykta, enda þótt aukinn meirihluta Alþingis þurfi til að vísa málinu til þjóðarinnar. Af orðunum "innan tveggja mánaða" má einnig leiða líkur að því, hvað vakti fyrir höfundum stjórnarskrárinnar með orðalaginu "svo fljótt sem kostur er" í 26. gr. um þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál, sem forsetinn kýs að skjóta til þjóðarinnar. Einfaldur meirihluti atkvæða hlýtur því að fá að ráða lyktum fjölmiðlafrumvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í sumar. Ákvæði nýrra laga til að skerða rétt meirihlutans til að ráða niðurstöðu málsins virðast mundu brjóta í bága við stjórnarskrána. Er ekki komið nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Valddreifing er aðalsmerki lýðræðislegra stjórnarhátta. Með valddreifingu er m.a. átt við skiptingu valds í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald, svo sem lýst er strax í 2. gr. stjórnarskrár Íslands. Þessi þrískipting valdsins er órofa þáttur þeirrar lýðræðisskipanar, sem lýðveldið hvílir á. Um þessa valdskiptingu segir James Madison, einn helzti höfundur stjórnarskrár Bandaríkjanna og fjórði forseti landsins (1809-1817): "Safnist löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald á sömu hendur ... þá er það rétt nefnd ógnarstjórn." Skiptingu valds hefur verið ábótavant á Íslandi. Einkum hefur skort á skörp skil milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds. Alþingismenn hafa ýmsir, þar á meðal dr. Pétur Blöndal, fundið að ásælni framkvæmdarvaldsins og lýst því, hvernig ríkisstjórnin hefur iðulega knúið lagafrumvörp í gegn um þingið, án þess að þingmenn fengju rönd við reist. Nokkrum ákvæðum stjórnarskrár Íslands er ætlað að skerpa þrískiptingu valds. Aðild forseta Íslands að löggjafarvaldinu skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar er ætlað að dreifa valdi, og sama á við um aðild forsetans að framkvæmdarvaldi skv. sömu grein. Í þessu ljósi þarf að skoða 19. gr. stjórnarskrárinnar, en þar stendur: "Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum." Málskotsrétt forseta Íslands skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar ber að skoða í líku ljósi. Þar stendur m.a.: "Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Það verður ekki séð, að ríkisstjórnin hafi hingað til lagt sig fram um að virða þetta ákvæði, enda hefði hún þá látið þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið fara fram um leið og forsetakjör á laugardaginn kemur. Það var ekki gert, heldur var atkvæðagreiðslan dregin á langinn. Til dráttarins liggja engar haldbærar ástæður, að því er séð verður, heldur virðist það helzt hafa vakað fyrir ríkisstjórninni að vinna tíma til að geta hagað atkvæðagreiðslunni á þann veg, að sem minnstar líkur væru til þess, að frumvarpinu yrði hafnað - þ.e. til að hunza þjóðarviljann. Íslendingar hafa langa reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum, því að forsetakjör á fjögurra ára fresti er í reyndinni þjóðaratkvæðagreiðsla, þar sem atkvæði allra Íslendinga vega jafnþungt óháð búsetu. Því er eðlilegt og nauðsynlegt, að atkvæðagreiðslan um fjölmiðlafrumvarpið lúti sömu reglum og forsetakjör. Það er ótækt, að einn aðili máls, Alþingi, setji nýjar reglur um atkvæðagreiðsluna í miðjum klíðum, því að Alþingi er af velsæmisástæðum vanhæft til þess verknaðar. Ástæðan blasir við: Alþingi er sjálft aðili að málinu. Þess vegna þurfa núgildandi reglur að gilda, án íþyngjandi viðbótarákvæða. Reglurnar eru skýrar. Kjósendur þurfa að geta greitt atkvæði utan kjörfundar í allt að átta vikur fram að kjördegi skv. gildandi lögum, svo að fjarvera á kjördegi svipti þá ekki kosningarrétti sínum. Engar hömlur má leggja á kosninguna, svo sem kröfu um aukinn meirihluta atkvæða, heldur verður einfaldur meirihluti kjósenda að fá að ráða lyktum málsins svo sem tíðkast um forsetakjör og aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi til þessa. Alþingi getur ekki við þessar aðstæður sett íþyngjandi lög, þ.e. lög, sem takmarka rétt meirihluta kjósenda til að ráða niðurstöðu málsins, enda veitir stjórnarskráin ekki heimild til slíks, því að þar segir aðeins, að leggja skuli frumvarpið "undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu." Stjórnarskráin fjallar um þjóðaratkvæðagreiðslu í 11. gr. Þar stendur: "Forseti verður leystur frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meirihluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis, enda hafi hún hlotið fylgi 3/4 hluta þingmanna. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var samþykkt á Alþingi." Af þessum orðum má ráða, að einfaldur meirihluti atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu dugir til að ráða málinu til lykta, enda þótt aukinn meirihluta Alþingis þurfi til að vísa málinu til þjóðarinnar. Af orðunum "innan tveggja mánaða" má einnig leiða líkur að því, hvað vakti fyrir höfundum stjórnarskrárinnar með orðalaginu "svo fljótt sem kostur er" í 26. gr. um þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál, sem forsetinn kýs að skjóta til þjóðarinnar. Einfaldur meirihluti atkvæða hlýtur því að fá að ráða lyktum fjölmiðlafrumvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni í sumar. Ákvæði nýrra laga til að skerða rétt meirihlutans til að ráða niðurstöðu málsins virðast mundu brjóta í bága við stjórnarskrána. Er ekki komið nóg?
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun