Veður

Á­fram norð­læg átt og frost að tíu stigum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á landinu næstu daga og má reikna með norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Búist er við éljum fyrir norðan og austan en úrkomulítið sunnan heiða.

Veður

Samfellt kuldakast í vændum

Búast má við áframhaldandi kuldakasti fram yfir næstu helgi að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann segir kalda loftið sem landinn finnur nú fyrir vera hreinræktað heimskautaloft.

Veður

Út­lit fyrir eins­leitt veður næstu daga

Næstu daga er útlit fyrir fremur einsleitt veður þar sem norðlægar áttir verða ríkjandi og éljagangur fyrir norðan og austan. Þá verður yfirleitt þurrt og lengst af bjart veður annars staðar.

Veður

Mild suð­læg átt í kortunum

Spáð er mildri suðlægri átt á landinu í dag, viða fimm til þrettán metrar á sekúndu. Búast má við súld eða dálítilli rigningu á köflum en þurru og björtu veðri á norðaustanverðu landinu. 

Veður

Stefnir í storm á Snæ­fells­nesi og á Vest­fjörðum

Landsmenn mega búa sig undir að það bæti hægt í vind í dag og verði sunnan átta til þrettán metrar á sekúndu um hádegi og fimmtán til 23 metrar á sekúndu um miðnætti. Hvassast verður í vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og á Vestfjörðum.

Veður

Dregur úr vindi og hiti um frost­mark

Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi.

Veður

Gulum við­vörunum fjölgar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar.

Veður

Enn ein lægðin nálgast landið

Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði.

Veður

Hæglætisveður framan af en lægð á morgun

Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins.

Veður

Út­lit fyrir skap­legt verður eftir há­degi en hvessir í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki.

Veður

„Seinasta sem við viljum er að vera úlfur, úlfur týpan“

Von er á vonskuveðri og almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi á landinu öllu í fyrramálið. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi alls staðar nema á Vestfjörðum í fyrramálið. Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með og reyna eftir fremsta megni að fresta ferðum sínum á meðan veðrið gengur yfir.

Veður