Veður

Á­fram bjart suð­vestan­til á landinu

Skammt suðaustur af Hvarfi er nú lægð sem þokast austur á bóginn. Gera má ráð fyrir að vindur verði aðeins norðlægari en í gær og áfram bjart veður suðvestantil á landinu. Þó má reikna með dálitlum éljum norðaustanlands.

Veður

Rauðar tölur um allt land

Lægðin sem liggur skammt suður af landinu kemur með milt loft og er hitastigið víða komið upp í núll til sjö stig núna í morgunsárið. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun.

Veður

Hægir vindar og él á víð og dreif

Allmikil lægð skammt norðaustur af Jan Mayen hreyfist nú norður og önnur, sem er heldur veigaminni og djúpt suður í hafi, hreyfist til norðausturs. Þessar tvær lægðir stjórna veðri í dag, en þar sem þær eru fjarri landi eru vindar hægir og dálítli él á víð og dreif.

Veður

Bjart og kalt í morguns­árið

Nú í morgunsárið er bjart og kalt veður víða á landinu að því sem fram kemur í textalýsingu Veðurstofunnar. Í dag nálgast lægð úr suðvestri og eftir hádegi er búist við að hægt vaxandi suðlægri átt og að það muni hlýna smám saman.

Veður

Víða vindur á landinu

Hæð yfir Grænlandi og lægð við Noreg beina norðlægri átt að Íslandi í dag. Þetta kemur fram í textalýsingu Veðurstofunnar.

Veður

Snjóar norðan­til og hvessir all­hressi­lega

Djúp lægð skammt vestur af landinu þokast nú til suðvesturs og kemur smálægð úr norðaustri í kjölfar hennar. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snjói um norðanvert landið í dag og hvessi allhressilega norðvestantil.

Veður

Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu

Í dag er spáð austan og suðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með rigningu eða súld og hita á bilinu 2 til 8 stig sunnantil. Norðanlands verður hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig, en þar hlýnar þegar líður á daginn.

Veður

Hlýnar smám saman og all­víða frost­laust

Landsmenn mega reikna með að það hlýni smám saman og verði allvíða frostlaust um landið vestanvert í kvöld. Að sama skapi verður úrkoma hér og þar, slydda eða snjókoma og er að sjá að mesta úrkoman verði á Vestfjörðum.

Veður

Kólnar tíma­bundið í kvöld og í nótt

Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag.

Veður

Lægð nálgast landið

Lægð úr suðaustri nálgast landið og kemur með norðlæga átt og snjókomu austur á landi í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.

Veður

Kalt i morguns­árið en dregur úr frosti

Nú í morgunsárið er kalt og rólegt veður á landinu en heldur mun draga úr frosti í dag. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él austanlands og við norðurströndina. Frost verður á bilinu tvö til þrettán stig síðdegis.

Veður

Norð­læg átt og él norðan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þar sem él verða á norðanverðu landinu en léttir til norðvestantil. Léttskýjað verður sunnan heiða.

Veður

Hvass vindur syðst á landinu

Dálítil lægð hreyfist nú til austurs, skammt sunnan við land. Lægðinni fylgir allhvöss eða hvöss norðaustanátt allra syðst, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi og gæti þar snjóað og skafið um tíma, þannig að skyggni yrði lélegt.

Veður