Lífið

Um­breyttist í Guðna Ágústs­son og Ólaf Ragnar

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknar segir að því fari fjarri að hún hafi ekki sterkar skoðanir þrátt fyrir að Framsókn sé á miðju stjórnmálanna. Lilja segir árin sem hún bjó í Kóreu hafa haft mikil áhrif á hana.

Lífið

„Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“

Spurning barst frá lesenda: „Ég og konan mínum höfum verið saman í 3 ár. Ég upplifi að ég vilji meiri fjölbreytileika í kynlífinu okkur heldur en hún. Þegar við byrjuðum saman þá ræddum við þessi mál og vorum sammála um að vilja prófa nýja hluti en nú virðist það hafa slökknað hjá henni. Á meðan mig langar að prófa nýja og villtari hluti þá hefur hefðbundið kynlíf orðið óspennandi fyrir mér og kynlöngun mín minnkað til muna. Hverju myndir þú mæla með?” - 36 ára karl.

Lífið

Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss

Í fjórða þætti af fimmtu þáttaröð af Skreytum hús, fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á svefnherbergi við Langholtveg. Soffía Dögg Garðarsdóttir heimsótti Helenu Levisdóttur, sem óskaði eftir gera herbergið hlýlegt.

Lífið

Kynbomba og reynslu­boltar í Melodifestivalen

Þrír reynsluboltar í Eurovision vilja keppa fyrir hönd Svíþjóðar í keppninni á næsta ári. Þá hefur ein frægasta kynbomba landsins jafnframt skráð sig í undankeppnina en listi yfir keppendur í Melodifestivalen hefur nú verið birtur í sænskum miðlum.

Lífið

Lára og lyfjaprinsinn opin­bera kynið

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið tilkynnti á samfélgsmiðlum í gær að von væri á stúlku.

Lífið

Til­finningar þvælast fyrir til­tektinni

Fyrsti vottaði skipuleggjandinn hér á landi segir tilfinningar fyrst og fremst vera það sem þvælist fyrir fólki þegar kemur að tiltekt. Hún hvetur fólk til þess að kaupa ekki hluti að óþörfu í þeirri tilboðsviku sem nú er að renna upp í tilefni af Svörtum fössara.

Lífið

Frægar í fanta­formi

Íslenskar konur eru sagðar þær fegurstu í heimi. Margar hverjar eru iðnar við að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan, góðum svefni og heilnæmu mataræði. Þjóðarþekktir Íslendingar eru þar engin undantekning en gætu ef til vill fundið fyrir meiri pressu vegna frægðar sinnar.

Lífið

Gervigreindin stýrði ferðinni

„Við vitum ekki til þess að gervigreind hafi verið nýtt við að semja söguþráð fyrir leikþátt í hlaðvarpi áður,“ segir Arnar Þór, annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Ólafssynir í Undralandi.

Lífið

Reykti pabba sinn

Youtube stjarnan Rosanna Pansino missti föður sinn fyrir fimm árum eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Hún heiðraði minningu hans með því að rækta kannabis plöntu í mold sem var blönduð við öskuna hans. 

Lífið

Er ESB og Sam­einuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku?

Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn.

Lífið

Dóttir Anítu og Haf­þórs komin í heiminn

Leikkonan Aníta Briem og sambýlismaður hennar Hafþór Waldorff eru orðin foreldrar. Samkvæmt heimildum Vísis kom stúlkan í heiminn þann 13. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Aníta eina stúlku.

Lífið

Sér lífið í nýju ljósi eftir móður­missinn

Ástralska stórstjarnan Nicole Kidman segist verða hræddari við dauðann með aldrinum og finnur fyrir aukinni tilvistarkreppu. Hún er þó óhrædd við að vera í góðum tengslum við tilfinningar sínar og finna til.

Lífið

Tara Sif og Elfar selja í­búðina

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álalind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 96,8 milljónir.

Lífið

Inn­lit í nýuppgerða í­búð Kára Sverris

Töff aðventuskreytingar þurfa ekki að kosta mikið. Stjörnuljósmyndarinn Kári Sverris sló í gegn á Stöð 2 í þáttunum Bætt um betur með Ragnari Sigurðssyni innanhússarkitekt en nú er Kári að taka í gegn nýja íbúð sína á alveg einstaklega fallegan hátt.

Lífið

Stjörnulífið: Sjóð­heitar stjörnur í fimbul­kulda

Aðventan nálgast óðfluga og virðast stjörnur landsins margar hverjar komnar í jólagírinn. Það var mikið líf í höfuðborginni um helgina þar sem stórtónleikar, kosningapartý, glæpasagnahátíð, afmæli og almennt fjör stóð upp úr. 

Lífið

Ferðast um­hverfis jörðina á 38 dögum

Í lok október síðastliðinn hélt Þórir Garðarsson af stað í ferðalag um jörðina ásamt eiginkonu sinni og vinahjónum. Um er að ræða 38 daga ferð þar sem fyrsti áfangastaðurinn er Kína og sá seinasti Bandaríkin. 

Lífið

Adele kveður sviðið um ó­á­kveðinn tíma

Stórstjarnan og söngkonan víðfræga Adele komst við og felldi tár á laugardaginn þegar hún hélt sína síðustu tónleika í Las Vegas í Nevada-ríki í Bandaríkjunum. Söngkonan hefur varið síðustu tveimur árum í borginni og haldið hundrað tónleika í tónleikasal Caesars Palace.

Lífið

Fram­bjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu

Frambjóðendur ýmissa flokka stóðu fyrir kosningaveislu eða gleðskap í gærkvöldi í tilefni þess að vika er til alþingiskosninga. Ungir sjálfstæðismenn stóðu fyrir Project XD í Valhöll, Samfylkingin hélt fögnuð fyrir ungt jafnaðarfólk á skemmtistaðnum Hax á meðan Framsókn var í stuði á Bankastræti 5.

Lífið

Hvað eru konur í fram­boði að hlusta á?

Það er mikið um að vera í íslensku samfélagi um þessar mundir og styttist nú óðfluga í kosningar sem fara fram næstkomandi laugardag, 30. nóvember. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum konum í framboði fyrir fjölbreytta flokka og fékk að heyra hvað þær eru að hlusta á þegar þær eiga stund milli stríða.

Lífið

Hraðfréttir verða Hlaðfréttir

Hraðfréttabræðurnir þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson eru að byrja með nýjan hlaðvarpsþátt sem nefnist einfaldlega Hlaðfréttir. Þeir segja þáttinn vera þátt á ferðinni sem upplýsi, fræði og gleðji „en við lofum engu,“ segir þeir.

Lífið