Innherji
Ferðaþjónustan geti ekki haldið öllu starfsfólki fram á vor án stuðnings frá ríkinu
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, segir að stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun sem allra fyrst um hvort þau hyggist styðja við ráðningar svo að fjöldi starfsmanna í ferðaþjónustu endi ekki á atvinnuleysisskrá. Á næstu mánuðum verði ekki nógu mikið að gera til að fyrirtækin geti haldið öllu starfsfólki.
Ár innfluttrar verðbólgu
Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum.
Fjöldi leigjenda flutti úr landi en efnahagsbati mun snúa þróuninni við
Arnar Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimstaden á Íslandi, segir að síðasta vor hafi talsverður fjöldi leigjenda flutt af landi brott og yngra fólk hafi flutt aftur í foreldrahús. Hann býst við að þróunin snúist við á næsta ári í takt við aukin umsvif í hagkerfinu.
Viðspyrnuárið 2022?
Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni.
Eftirlitsstjórar segja evrópska reglufarganið byrgja þeim sýn á áhættu í bankakerfinu
Evrópska fjármálaregluverkið er orðið svo flókið og þungt í framfylgd að það getur hamlað eftirlitsstofnunum frá því að sjá raunverulega áhættu byggjast upp í bankakerfinu. Þetta segja forstjórar fjármálaeftirlitsstofnana Noregs og Danmerkur í samtali við Financial Times.
Covid-kynslóðin
Vegna Covid hefur um einn og hálfur milljarður barna í nærri 200 löndum verið sendur heim úr skóla í skemmri eða lengri tíma. Nýjar alþjóðlegar rannsóknir sýna að fjarvera barna frá skóla hefur haft skelfilegar afleiðingar.
Vilja að fallið verði frá frumvarpi sem setur kvaðir á erlenda fjárfestingu
Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð gera öll alvarlegar athugasemdir við breytingar sem eru lagðar til á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri í frumvarpi sem nú er í þinglegri meðferð. Þetta kemur fram í sameiginlegri umsögn samtakanna.
Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu"
Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna.
Sóttvarnir sem drepa niður samfélag
Þegar árið 2021 rennur sitt skeið á enda verða liðin næstum því tvö ár frá því að fyrsta kóvid-smitið greindist á Íslandi. Á þessum tíma hefur samfélagið fært ómældar fórnir, bæði efnislegar og óefnislegar, í þágu sóttvarna. Hversu mikið hefur áunnist?
Aðeins fimm prósent nýrra íbúðalána á breytilegum vöxtum
Heimilin hafa nánast alfarið sagt skilið við að taka íbúðalán á breytilegum vöxtum samtímis aukinni verðbólgu og væntingum um enn frekari vaxtahækkanir Seðlabankans á komandi misserum.
TM seldi tvö þúsund tryggingar í vefsölu á Stafrænum mánudegi
Tryggingafélagið TM, dótturfélag Kviku, seldi tvö þúsund tryggingar og aflaði 600 nýrra viðskiptavina á útsöludeginum Stafrænn mánudagur í lok nóvember. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, segir að stafrænar lausnir séu snar þáttur í metnaðarfullum áformum um að stórauka hlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði.
Sammála um að skynsamlegt sé að létta álaginu af spítalanum með aðkomu fleiri en ríkisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort til greina komi að ríkið leiti í auknum mæli til annarra þeirra sem geta létt álaginu af Landspítalanum um að veita heilbrigðisþjónustu í ljósi faraldursins og þess álags sem spítalinn er undir vegna hans.
Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Spekileki frá Landsbankanum?
Tíðar mannabreytingar í bankageiranum eru ekki óvanalegar en brotthvarf margra áberandi og háttsettra stjórnenda og starfsmanna í Landsbankanum – allt saman konur – að undanförnu hafa vakið nokkra athygli.
Kaldhæðni örlaganna hjá Viðreisn
Þingflokkur Viðreisnar lagði fram tímabæra beiðni á dögunum um sérstaka umræðu um sóttvarnir og frelsi í þinginu. Umræðan er langþráð á þeim vettvangi enda hefur það aldrei verið skrifað inn í starfslýsingu sóttvarnarlæknis að hann skuli einn meta hvort vegur þyngra, smitvarnir eða frelsi fólks.
Fjármögnun innviðasjóðs sem hyggst koma að kaupunum á Mílu að klárast
Nýr framtakssjóður sem mun horfa til fjárfestingatækifæra í innviðum á Íslandi á komandi árum verður að öllum líkindum um tíu milljarðar króna að stærð til að byrja með.
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent.
Jakob á Jómfrúnni: Kostnaður við laun sligandi fyrir veitingageirann
Hár launakostnaður er ein helsta áskorun veitingastaða hér á landi að sögn Jakobs E. Jakobssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar. Eðli málsins samkvæmt er meginþorri veitingastaða opinn á kvöldin og um helgar og launakostnaður í geiranum er eftir því. Jakob segir álagsgreiðslur utan dagvinnu of íþyngjandi.
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni.
Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur
Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun.
Farið yfir sigurvegara Viðskiptaverðlauna Innherja
Viðskiptaverðlaun Innherja voru haldin nýlega og af því tilefni mættu Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir, sem fara fyrir Innherja, í sérstakan aukaþátt Þjóðmála um verðlaunin.
Fyrrverandi seðlabankastjóri skoðar leiðir til að auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fer nú fyrir vinnu á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem miðar að því að greina hvaða leiðir séu helst færar til að rýmka heimildir íslensku lífeyrissjóðanna til fjárfestinga erlendis eins og sumir þeirra hafa kallað mjög eftir.
Síminn segir „fjarstæðukennt“ að ríkið fái heimild til að láta kaup ganga til baka
Síminn gagnrýnir harðlega þær breytingar sem eru lagðar til á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri í frumvarpi sem nú er til meðferðar á Alþingi en fjarskiptarisinn segir þær varasamar fyrir ásýnd Íslands gagnvart erlendum fjárfestum.
Skiptasamningar gefa sjóðunum svigrúm á meðan þakið á erlendar eignir stendur óhaggað
Gjaldeyrisskiptasamningar mynda svigrúm fyrir lífeyrissjóði, einkum þá sem eru komnir nálægt hámarkinu á hlutfalli erlendra eigna, til að halda áfram að fjárfesta utan landsteina á meðan þeir bíða eftir að lögum um erlendar fjárfestingar verði breytt.
Dagur í lífi Heiðu Bjargar: Langar að vera morgunhressa týpan en hefur lýst sig sigraða
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, á unglinga sem þarf ekki lengur að smyrja nesti fyrir, sem hún álítur mikinn lúxus. Hún segist ekki vera morgunhress og ef dagsverkin eru ekki skráð í dagatalið í símanum er hætt við því að hlutir gleymist.
Heiðursverðlaun Innherja hlaut Þórður Magnússon
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest, hlaut Heiðursverðlaun íslensks atvinnulífs á Viðskiptaverðlaunum Innherja og 1881 í vikunni.
Eik fær ekki að áfrýja dómi Landsréttar í málinu gegn Andra Má
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Eikar fasteignafélags um að fá leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli félagsins gegn Andra Má Ingólfsson, fjárfesti og fyrrverandi aðaleiganda Primera Air. Málið varðaði kaup félagsins á Hótel 1919 af fjárfestinum árið 2016.
Arion er hástökkvari ársins eftir hartnær tvöföldun á genginu
Arion banki og Eimskip eru kauphallarfélögin sem hafa á þessu ári hækkað langsamlega mest í verði en frá byrjun árs hafa hlutabréfaverð beggja félaga hækkað um meira en 90 prósent.
Orðrómur á fjármálamörkuðum
Það er alkunn staðreynd að fjármálamarkaðir búa öllum stundum við ófullkomnar og óstaðfestar upplýsingar. Oft er vísað til slíkra upplýsinga sem „orðróms“ þó svo að rökréttara væri að lýsa upplýsingunum sem „óstaðfestum“ enda eru þær það í huga fjárfesta.
Fortuna Invest vikunnar: Hlaðvörpin sem veita innblástur og dýpka skilning á viðskiptalífinu
Hlaðvörp eru sniðug og auðveld leið til að afla sér nýrrar þekkingar, fá innblástur, nýjar hugmyndir eða aukið skemmtanagildi.