Innherji

Fjármálaráðherra hafi „kallað fram óþarfa óvissu á markaði“

Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem eru langsamlega stærstu eigendur krafna á hendur ÍL-sjóði, gagnrýnir harðlega tímasetningu Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti tillögur sínar um hvernig gera megi upp eignir og skuldir sjóðsins eftir lokun markaða í gær. Ávinningur ríkissjóðs af aðgerðunum muni jafnframt á móti þýða tap fyrir lífeyrissjóði.

Innherji

Óvissa um uppgjör ÍL-sjóðs setur „allan skuldabréfamarkaðinn í uppnám“

Tillögur fjármálaráðherra um hvernig leysa megi upp ÍL-sjóð voru „nokkuð óvænt útspil“ en verði það gert á grundvelli svonefndrar einfaldrar ábyrgðar ríkissjóðs, þar sem tæknilega er hægt að greiða upp skuldabréf sjóðs á pari í dag frekar en yfir líftíma þeirra allt til ársins 2044, mun það þýða „umtalsvert“ tap fyrir þá sem halda á bréfunum, að sögn sérfræðings á skuldabréfamarkaði. Langsamlega stærstu eigendur skuldabréfanna eru lífeyrissjóðir.

Innherji

Líf­eyr­is­sjóð­ir þurf­a að „taka á sig högg“ vegn­a slit­a á ÍL-sjóð­i

Fá sjónarhóli ríkisins er skiljanlegt að vilja leysa upp ÍL-sjóð og stöðva þá blæðingu úr ríkisfjármálunum vegna hans sem annars er fyrirsjáanleg næstu tvo áratugina. Lánardrottnar ÍL-sjóðs, að langstærstum hluta lífeyrissjóðir en einnig verðbréfasjóðir, fjármálafyrirtæki og einstaklingar, munu þurfa að taka á sig högg hvort sem gengið verður til samninga um uppgjör skuldanna eða sjóðnum slitið einhliða af ríkinu í kjölfar lagasetningar. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.

Innherji

Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“

Innherji

Ný stjórn Mílu tekur á sig mynd eftir kaup Ardian

Stjórnarmönnum í Mílu hefur fjölgað úr þremur í fimm eftir að eignarhaldið á félaginu færðist í hendur franska sjóðastýringarfélagsins Ardian en á meðal þeirra sem koma inn í stjórn innviðafyrirtækisins er fyrrverandi forstjóri stærsta farsímaturnafélags Ítalíu. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa yfir að ráða einum stjórnarmanni í krafti samtals tíu prósenta eignarhlutar í félaginu.

Innherji

Óhaldbær rök sjálfbærnistjórans

Ómögulegt er að útvega orkuna sem til þarf svo hætta megi notkun jarðefnaeldsneytis hér á landi, eingöngu með bættri nýtingu starfandi virkjana á Íslandi. Að stilla áskoruninni upp með þessum hætti er ekki ein sviðsmynd af mörgum, líkt og sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar staðhæfir. Heldur er þetta hreinlega markmiðið sem stjórnvöld hafa sett sér.

Umræðan

Upp­­skeru­brestur í Flórída ýtir verði á appel­sínu­safa í met­hæðir

Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída.

Innherji

Sækir yfir tvo milljarða til íslenskra fjárfesta fyrir skráningu á markað

Málmleitarfyrirtækið Amaroq Minerals, sem hefur meðal annars uppi stórtæk áform um gullvinnslu á Grænlandi, hefur klárað hlutafjáraukningu frá breiðum hópi íslenskra fjárfesta og sjóða í lokuðu hlutafjárútboði sem hefur staðið yfir síðustu daga samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum. Í kjölfarið verður félagið skráð á markað á núverandi ársfjórðungi í Kauphöllinni hér á landi.

Innherji

Óvenjumikil óvissa á olíumörkuðum

Til skemmri tíma gæti olíuverð risið vegna minna framboðs af hráolíu frá Rússlandi. Hins vegar eru horfur fram á næsta ár dekkri þar sem stærstu hagkerfi heims eru að öllum líkindum á leið inn í samdráttarskeið. Þetta kemur fram í nýlegri greiningu Oxford Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES).

Innherji

Klæðlausar Kjarafréttir

Eigur íslenska lífeyrissjóðakerfisins, sem standa undir framtíðarlífeyrisgreiðslum, nema 208% af vergri landsframleiðslu á Íslandi samanborið við 61% í Finnlandi, 50% í Danmörku, 11% í Noregi og 4% í Svíþjóð árið 2021, samkvæmt OECD. Lífeyrissjóðakerfi Íslendinga er því sjálfbærara en annarra Norðurlanda og fyrir vikið útheimtir það ekki eins mikla aðkomu hins opinbera.

Umræðan

Á­formar að styrkja fjár­hags­stöðuna eftir helmings­lækkun á Marel

Eyrir Invest, langsamlega stærsti hluthafi Marels, vinnur nú að því með ráðgjöfum að styrkja eiginfjárstöðu sína frekar þar sem til greina kemur að fá inn nýtt hlutafé í félagið, samkvæmt heimildum Innherja. Stjórnarformaður fjárfestingafélagsins segir að verið sé að „skoða fjármögnun“ Eyris en telur að sama skapi að hlutabréfaverð Marels sé búið að lækka „óeðlilega“ mikið að undanförnu.

Innherji

Skál í sýndar-kampavíni

Titill greinarinnar kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er þó sú að í nánustu framtíð verður hægt að nálgast kampavín og aðrar vörur og þjónustu í sýndarveruleika. Kampavínsframleiðandinn Moët Hennessy er langt í frá eina fyrirtækið til að skrá vörumerki sín til notkunar í sýndarveruleika. Fjöldi heimsþekktra vörumerkja hafa á undanförnum misserum farið sömu leið, til dæmis Nike, Disney, Gucci, Louis Vuitton, KFC og Hyundai.

Umræðan

Innlausnir í hlutabréfasjóðum drifnar áfram af útflæði fjárfesta hjá Akta

Meirihluti stærstu hlutabréfasjóða landsins hafa horft upp á hreint útflæði fjármagns á árinu samhliða því að fjárfestar flýja áhættusamari eignir á tímum þegar óvissa og miklar verðlækkanir hafa einkennt hlutabréfamarkaði. Úttekt Innherja leiðir í ljós að innlausnir á fyrri árshelmingi voru einkum drifnar áfram af sölu hlutabréfafjárfesta hjá stærsta sjóðnum í stýringu Akta.

Innherji

Út­svars­tekjur Reykja­nes­bæjar aukast um fimmtung milli ára

Útsvarsgreiðslur til íslenskra sveitarfélaga jukust um 11,7 prósent milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins, eða um samtals 22,6 milljarða króna, að því er kemur fram í gögnum Sambands íslenskra sveitarfélaga um greitt útsvar. Af stærstu sveitarfélögum landsins varð langmesta aukningin hjá Reykjanesbæ.

Innherji

Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq

Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.

Innherji

Hvert fór allur seljanleikinn?

Það hefur alltaf verið skylda seðlabanka að vera lánveitandi til þrautavara. En að hafa opnar lánalínur á stórum skala árum saman er allt annað mál. Okkar niðurstöður benda til þess að mjög erfitt verði að snúa við þeirri magnbundnu íhlutun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Ekki síst vegna þess að minni efnahagsreikningur seðlabanka gerir hagkerfi viðkvæmari fyrir áföllum.

Umræðan

Íslenskar konur í hættu á að heltast úr lestinni

Ný skýrsla ráðgjafafyrirtækisins Deloitte leiðir í ljós að Ísland virðist vera að standa í stað á undanförnum árum þegar kemur að hlutfalli kvenna í stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu. Einn af meðeigendum Deloitte á Íslandi segir það hafa komið sér á óvart að sum lönd, sem við höfum hingað til talið okkur standa framar í þessum efnum, vera með jafnari kynjahlutföll en um 30 til 35 prósent stjórnarmanna í íslenskum félögum eru konur.

Innherji

Vilj­a tryggj­a fé­lag­a­frels­i með nýju lag­a­frum­varp­i

Í nýju lagafrumvarpi um félagafrelsi á vinnumarkaði á að tryggja á rétt launafólks til að velja sér stéttarfélag. Auk þess er lagt bann við forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, vernda á rétt launafólks til að standa utan verkfalla stéttarfélaga sem það tilheyrir ekki og afnema greiðsluskyldu ófélagsbundinna launamanna til stéttarfélaga þar sem þess er krafist í lögum eða kjarasamningum. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokksins standa að frumvarpinu.

Innherji

Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir

Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.

Innherji

Er­lend korta­velta aldrei verið meiri í septem­ber­mánuði

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum.

Innherji

AGS: Fordæmalausar hækkanir á matvælaverði

Matvælaverð hefur hækkað um meira en 50 prósent frá árinu 2020 og verð ákveðinna tegunda matvæla á hrávörumarkaði hefur meira en tvöfaldast á tímabilinu. Þetta kemur fram í samantekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á verðþróun hrávara sem teljast til matvæla.

Innherji