Innherji
Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi
Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.
Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur
Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.
Hærri vaxtamunur „ólíklegur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn
Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg.
Næsta auðlindakreppa
Sú staðreynd að Vesturlönd eru háð Kína um ákveðna málma hefur hingað til aðeins angrað fámennan hóp sérfræðinga. Núna eru slíkar áhyggjur hins vegar orðnar almennar eins og lesa má úr fyrirsögnum fjölmiðla og heimildaþáttaröðum á BBC. Við höfum hins vegar ekki ennþá svarað mikilvægustu spurningunni: Hvað getum við gert í þessu?
Mæla með sölu í bönkunum vegna meiri óvissu á erlendum mörkuðum
IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu.
„Augu allra“ hafa verið á verðbólgu, einkum í Bandaríkjunum
Íslenski hlutabréf hækkuðu umtalsvert í gær eftir að í ljós kom að verðbólga í Bandaríkjunum var lægri en vænst var. Við það hækkaði hlutabréfaverð umtalsvert í Bandaríkjunum. Þegar mikil óvissa ríkir horfir markaðurinn hér heima í enn meira mæli til þróunar erlendis. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn brást hins vegar lítið við tíðundunum frá Bandaríkjunum en það má rekja til þess að framundan eru kjarasamningar, krónan hefur verið að veikjast síðustu misseri og síðasta verðbólgumæling hérlendis olli vonbrigðum.
Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki kominn á leiðarenda
Bjarnarmarkaður vestanhafs er sennilega ekki komin á „seinni eða lokastig“ ef marka á þróun vísitalna sem einstaka atvinnugeira. Á því stigi ætti verð hlutabréfa fyrirtækja í fjármálageiranum og næma neytendageiranum að hafa hækkað mest. Geirarnir tveir eru vanalega þeir fyrstu til að ná botni og byrja að hækka áður en hlutabréfamarkaðurinn almennt fer að hækka.
Straumlaust á Höfðatorgi í sex tíma í gær
Skammhlaup var í rafmagnstöflu í turninum við Katrínartún 2-4 klukkan 15 í gær með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í hluta hússins í um það bil sex klukkustundir. Reiknistofa bankanna og tvö greiðslumiðlunarfyrirtæki eru meðal þeirra sem eru með starfsemi í húsinu.
Heimsmeistaramótið þrengir að framboði flugvélaeldsneytis
Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Katar og hefst eftir rúma viku hefur stóraukið eftirspurn eftir flugvélaeldsneyti við Persaflóa. Það hefur aftur haft þær afleiðingar að minna af eldsneytinu fer til Evrópu en ella.
Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum
Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.
Hraður viðsnúningur á rekstri móðurfélags Norðuráls á þriðja fjórðungi
Eftir sterkan annan ársfjórðung sem litaðist af ásættanlegu orkuverði og háu álverði, hallaði undan fæti á þriðja fjórðungi hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls á Grundartanga. Félagið birti uppgjör fyrir þriðja fjórðung í vikunni.
Styrking krónunnar gegn evru þurrkast út þrátt fyrir gjaldeyrissölu Seðlabankans
Gengi krónunnar hefur verið í stöðugum veikingarfasa á undanförnum vikum en mikil gengisstyrking framan af ári, einkum gagnvart evrunni, hefur núna gengið til baka og meira en það. Seðlabanki Íslands greip margsinnis inn í á markaði í dag með sölu á gjaldeyri úr forða sínum til að reyna að stemma stigu við of mikilli gengislækkun en samkvæmt nýrri hagspá Arion mun krónan halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár.
Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli
Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða.
Norðurheimskautið hitnar
Hernaðarvæðing Norðurheimskautsins hefur verið marga áratugi í undirbúningi. Vesturlönd eru þó rétt að vakna til lífsins. Í nýlegri umfjöllun NATO segir að Rússland hafi getu til að hamla umsvifum bandalagsþjóða í Norðurhöfum á átakatímum. Í stefnumótun ESB vegna norðurslóða er engin boðleg nálgun í þessum efnum. Að vonast eftir því að átök um Norðurheimskautið hætti að sjálfu sér væri óskhyggja.
Sveinn og Helgi færa sig yfir til Kviku eignastýringar
Kvika eignastýring hefur brugðist við brotthvarfi tveggja sjóðstjóra á skömmum tíma og ráðið meðal annars til sín Svein Þórarinsson frá verðbréfafyrirtækinu Arctica Finance, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Ríkið væri ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð með því að slíta ÍL-sjóði
Ein ástæða þess að stjórnvöld hafa nú boðað aðgerðir til að leysa upp ÍL-sjóð er að hann stenst ekki skilyrði um að vera sjálfstæð stofnun, samkvæmt Evrópsku hagstofunni, en við það færast skuldbindingar sjóðsins undir ríkisreikning frá og með 2022 sem gæti aukið skuldir ríkissjóðs um 650 milljarða, að mati dósents í fjármálum. Hann telur farsællegast að ná samkomulagi við kröfuhafa um uppgjör ÍL-sjóðs en verði farin sú leið að slíta sjóðnum með sérstakri lagasetningu, sem hann efast um að fjármálaráðherra vilji í raun gera, þá væri ríkið ekki að „efna fyllilega loforð“ um ábyrgð á skuldum hans.
Afkoma ríkissjóðs 60 milljörðum betri en gert var ráð fyrir í fjárlögum
Heildarafkoma ríkissjóðs á árinu 2022 verður ríflega 60 milljörðum betri en lagt var upp með í fjárlögum yfirstandandi árs. Frumtekjur ríkissjóðs verða um 111 milljörðum hærri en áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir á meðan frumútgjöld eru áætluð 17,5 milljörðum hærri.
Veruleg hækkun raungengis áskorun fyrir atvinnugreinar í alþjóðlegri samkeppni
Veruleg hækkun raungengisins á mælikvarða hlutfallslegrar launaþróunar á fyrri árshelmingi er til marks um hversu ólík þróun launa hefur verið annars vegar hér á landi og hins vegar í okkar helstu viðskiptaríkjum. Sú þróun er áskorun fyrir atvinnugreinar sem eru í beinni samkeppni á heimsmarkaði, til að mynda ferðaþjónustuna sem er enn að glíma við eftirköst Covid-19 heimsfaraldursins.
Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins eykst um fimmtung hjá MSCI
Vægi íslenska hlutabréfamarkaðarins í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði hefur aukist um fimmtung. Íslenski markaðurinn er sá þriðji stærsti innan vísitölunnar. Rekja má aukninguna til þess að Bahrein, furstadæmi á Persaflóa, tilheyrir ekki lengur vísitölunni. Tíðindin ættu að hafa í för með sér aukið innflæði á markaðinn frá erlendum fjárfestum.
Snúin staða á markaði með dísilolíu og verð gæti haldist hátt um skeið
Þrátt fyrir að hráolíuverð hafi gefið lítið eitt eftir að undanförnu vegna dökkra efnahagshorfa þá helst verðið á dísilolíu áfram hátt. Snúin staða ríkir á heimsmarkaði með dísilolíu af margvíslegum ástæðum. Líklegt er að þau vandamál sem steðja að bæði Bandaríkjunum og Evrópu haldi áfram inn í veturinn.
Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion
Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.
Citi hækkaði verðmat á Marel og horfir jákvæðum augum á bættan rekstur
Fjárfestingabankinn Citi hækkaði lítillega markgengi sitt á Marel í gærkvöldi. Greinendur bankans eru mun bjartsýnni á gengi íslenska fyrirtækisins en kollegar þeirra hjá hollenska fjármálafyrirtækinu ING. Mat Citi er 19 prósentum hærra en ING sem birti líka verðmat í gær.
Bláa lónið setur stefnuna á Kauphöllina í byrjun næsta árs
Bláa lónið, eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins, vinnur nú að undirbúningi að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem það áformar að geti orðið að veruleika á fyrri hluta næsta árs. Tvö innlend fjármálafyrirtæki hafa verið fengin sem ráðgjafar Bláa lónsins við skráningarferlið þar sem til stendur að bjóða hluti í félaginu til sölu. Fyrirtækið var verðmetið á um 60 milljarða í síðustu stóru viðskiptum með bréf í félaginu fyrir meira en ári.
Origo hyggst greiða hluthöfum 24 milljarða eftir á sölu á Tempo
Stjórn Origo leggur til að 24 milljarðar króna verði greiddir til hluthafa eftir að hafa selt tæplega helmingshlut í Tempo á jafnvirði 28 milljarða króna fyrir skemmstu. Sjóðstjórar hafa sagt við Innherja að þeir töldu líklegt að fjárhæðin yrði að mestu greidd til hluthafa.
Birting afkomuviðvarana
Það er hvorki markaðinum í heild né fjárfestum til framdráttar að birta afkomuviðvaranir vegna hvers konar minniháttar frávika. Til að auðvelda þetta mat og koma á samræmdri framkvæmd væri ekki úr vegi að skráð félög innleiddu vandað innra verklag í tengslum við vinnslu fjárhagsupplýsinga, birtingu uppgjöra, gerð afkomuspáa og við hvaða mörk skuli miða þegar afstaða er tekin til birtingu afkomuviðvarana.
Borgin komin í „snúna stöðu“ og getur ekki reitt sig á viðsnúning í hagkerfinu
Hlutfall launakostnaðar A-hluta Reykjavíkurborgar hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og verður 89 prósent í ár af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðs tekjum. Hagfræðingur segir að launahlutfall Reykjavíkurborgar hafi hækkað hraðar en almennt á sveitarstjórnastiginu og ljóst sé að veltufé frá rekstri, sem hefur minnkað hratt síðustu ár, muni ekki duga fyrir afborgunum langtímalána og lífeyrisskuldbindinga í ár og fyrr en árið 2025.
Gunnar kemur inn fyrir Andra í fjármálaeftirlitsnefnd
Breytingar hafa verið gerðar á fjármálaeftirlitnefnd Seðlabanka Íslands eftir að Andri Fannar Bergþórsson, lögmaður og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði sig úr nefndinni fyrr í haust.
Lækkar verðmat sitt á Marel og segir að það taki tíma að bæta framlegðina
Hollenska fjármálafyrirtækið ING hefur lækkað markgengi sitt á Marel um 28 prósent frá fyrra mati. Verðmatið er um átta prósent yfir markaðsvirði. Greinendur ING segja að verkefnið að auka framlegð sé rétt að hefjast, það muni taka tíma, en að uppgjör þriðja ársfjórðung sé „góð byrjun“.
Seldi gjaldeyri til að stemma stigu við gengisveikingu krónunnar
Seðlabanki Íslands beitti inngripum á gjaldeyrismarkaði undir lok síðustu viku til að vega á móti stöðugri gengisveikingu krónunnar að undanförnu. Þetta var í fyrsta sinn sem Seðlabankinn greip inn á markaði frá því um miðjan september en veiking krónunnar gerir bankanum erfiðara um vik að ná niður verðbólgunni.
Kvika fyllir í skarð Fannars sem fer til Akta sjóða
Mikið er um mannabreytingar í fjármálageiranum um þessar mundir. Kvika hefur þannig brugðist við brotthvarfi Fannars Arnar Arnarssonar, sem hefur verið í eigin viðskiptum bankans síðustu ár, en hann er búinn að ráða sig yfir til Akta sjóða.