Innherji
Fjárplógsstarfsemi leigusala eða rekstrarleg nauðsyn?
Þriðjungshækkun á mánaðarlegri leigu óvinnufærs einstaklings sem býr í einni íbúða Ölmu leigufélags var stærsti atburður liðinnar viku – það minnsta með tilliti til hversu mikið pláss hann fékk í fréttum. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn Ölmu frá sér hefðbundinn heimastíl um endurskoðun verkferla og annað í þeim dúr. Að öðru leyti náðu fjölmiðlar ekki tali af forsvarsmönnum eða eigendum Ölmu.
Sjóður Alfa Framtaks gerir yfirtökutilboð í Origo og skoðar afskráningu félagsins
Félag í eigu framtakssjóðs í rekstri Alfa Framtaks hefur keypt tæplega 26 prósenta hlut í Origo og hefur ákveðið að gera tilboð í alla útistandandi hluti félagsins fyrir 101 krónu á hlut. Það er jafnhátt og síðasta viðskiptaverð hluta Origo við lokun markaða á föstudag og verðmetur félagið á rúmlega 14 milljarða.
Vöxtur í fyrirtækjaútlánum í fjármálakerfinu minnkaði um helming
Eftir að umfang fyrirtækjaútlána í fjármálakerfinu hafði aukist umtalsvert á fyrri árshelmingi hægði nokkuð á vextinum á þriðja ársfjórðungi. Útlán til fyrirtækja bólgnuðu þá út um liðlega 44 milljarða króna sem er helmingi minni vöxtur en hafði mælst á öðrum ársfjórðungi.
Seðlabankinn er „full virkur í athugasemdum,“ segir framkvæmdastjóri Birtu
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs segir að Seðlabankinn sé orðinn „full virkur í athugasemdum“ þegar hann er farinn að koma með ábendingar um sjóðirnir eigi mögulega fremur að kaupa sértryggð skuldabréf á bankanna heldur að standa í beinni útlánastarfsemi til íbúðakaupa. Þá rifjar hann upp að síðasta fjárfestingarráðgjöf Seðlabankans, þegar seðlabankastjóri vildi að lífeyrissjóðir kæmu meira að fjármögnun ríkissjóðs, hefði reynst sjóðunum dýrkeypt ef þeir hefðu farið eftir henni.
Stríð um Tævan?
Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi.
Stormur á verðbréfamarkaði leiðir til að verðmat Sjóvar lækkaði um níu prósent
Hinn fullkomni stormur á verðbréfamarkaði var á þriðja ársfjórðungi. Hann bitnaði á rekstri tryggingafélaga. Arðgreiðsla næsta árs verður væntanlega ekki há sem hefur umtalsverð áhrif á verðmat tryggingarfélaga að þessu sinni. „Að auki hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár rokið upp,“ segir í hlutabréfagreiningu.
Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking
Ísland skipar þriðja sæti í World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Úttektin metur að hvaða leyti ríki þróa, laða að og halda í hæft fólk til að viðhalda þeim mannauði sem stuðlar að langtímaverðmætasköpun. Sviss er í fyrsta sæti listans, sjötta árið í röð, af 63. ríkjum. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í annað, fjórða og fimmta sæti úttektarinnar.
Aukin áhætta felist í að aðeins einn rekstraraðili annist millilandafjarskipti
Það að aðeins einn rekstraraðili – Farice – annast millilandafjarskipti um sæstreng eykur áhættu og dregur úr öryggi, að mati Viðskiptaráðs. Frá árinu 2016 hefur Vodafone óskað eftir því að fá að leggja sæstreng og auka þannig við fjarskiptaöryggi þjóðarinnar. Þeim erindum hefur ekki verið sinnt. Viðskiptaráð vonast til að liðkað verði fyrir umleitunum þeirra sem hafa áhuga á að fjölga sæstrengjum og styrkja þannig þjóðaröryggi.
PCC á Bakka gæti dregið úr framleiðslu á nýju ári
PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.
Við þurfum kannski ekki þennan fund
Ég þekki engan sem vill sitja fleiri fundi. Ég held að við viljum öll færri fundi. Spyrjum nokkurra spurninga áður en við bókum fundinn og þá fækkar þeim vonandi. Með því bætum við lífið (og heiminn).
Nýtt tölvukerfi Nasdaq „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila“
Nýtt tölvukerfi Nasdaq fyrir verðbréfaskráningu og -uppgjör sem hefur verið innleitt hérlendis er nú rekið frá Lettlandi en hýst í Svíþjóð. Það er „að öllu leyti háð ákvörðunum erlendra aðila.“ Mikið samstarf er þó milli seðlabanka Lettlands og Íslands og eru kröfurnar hinar sömu og gerðar voru þegar kerfið var rekið á Íslandi. Kerfi Verðbréfamiðstöðvar Íslands er hins vegar alfarið á Íslandi.
LSR segir að sögulega hafi sjóðfélagalán verið betri kostur en sértryggð bréf
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna LSR og Festu segja sjóðina ekki hafa tekið afstöðu um að fjárfesta frekar í fasteignalánum sjóðsfélaga fremur en sértryggðum skuldabréfum banka. „Sögulega séð hafa sjóðfélagalán oft verið ákjósanlegri kostur en sértryggð skuldabréf bankanna, þótt að undanförnu hafi dregið úr vaxtamuninum þannig að um þessar mundir eru kjörin nokkuð svipuð,“ segir Kristinn Jón Arnarson, samskiptastjóri LSR.
Birkir Jóhannsson tekur við sem forstjóri TM af Sigurði Viðarssyni
Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni sem var ráðinn aðstoðarforstjóri bankans á mánudag samhliða umfangsmiklum breytingum á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku. Sigurður var forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.
Verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða ekki verið meiri frá upphafi faraldurs
Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru meiri en sem nam öllum upp- og umframgreiðslum þeirra í október í fyrsta sinn frá því á vormánuðum ársins 2020. Bankar og lífeyrissjóðir veittu samanlagt lítillega meira af verðtryggðum lánum með veði í íbúð heldur en óverðtryggðum í mánuðinum.
„Umhugsunarefni“ að lífeyrissjóðir kaupi ekki sértryggðar útgáfur bankanna
Núna þegar vaxtastig fer hækkandi eftir langt tímabil þar sem áhætta var ekki rétt verðlögð þá hljóta ótryggðar skuldabréfaútgáfur bankanna að byrja að verða „aðlaðandi“ fyrir fjárfesta á borð við íslensku lífeyrissjóðina, að sögn varaseðlabankastjóra. Hann segir það jafnframt vera „umhugsunarefni“ af hverju lífeyrissjóðirnir séu ekki í meira mæli að kaupa sértryggðar útgáfur af íslensku bönkunum sem skili þeim betri ávöxtun borið saman við að lána beint út til sjóðsfélaga sinna.
Seðlabankastjóri segir að fyrstu kjarasamningarnir séu „mjög jákvæð tíðindi“
Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum. „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.
Áhætta tengd fjármálastöðugleika hefur vaxið, segir Seðlabankinn
Aðstæður á erlendum fjármagnsmörkuðum hefur farið versnandi fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og þá hefur vaxandi innlend eftirspurn leitt til meiri viðskiptahalla. Áhætta tengd fjármálastöðugleika hér á landi hefur því vaxið, að sögn Seðlabanka Íslands.
Forstjóra 66°Norður tókst með harðfylgi að fá Rotchilds til að funda í New York
Starfsmenn fjárfestingabankans Rothchilds & Co voru tregir til að fara til Bandaríkjanna til að kynna fjárfestingu á tæplega helmingshlut í 66°Norður. Þeir töldu að verkefnið hentaði betur evrópskum fjárfestum og því var fundað með mögulegum fjárfestum í Lundúnum og París. Helgi Rúnar Óskarsson, annar eiganda 66°Norður, tókst þó að sannfæra bankann um að kynna fyrirtækið í Bandaríkjunum sem leiddi til þess að Mousse Partners, fjárfestingafélag í eigu fjölskyldunnar sem á tískuhúsið Chanel, keypti 49 prósenta hlut í íslenska fyrirtækinu.
Fjármálaráðherra hafði ekki „nokkra ástæðu“ til að íhuga hæfi sitt
Ríkisendurskoðandi sagði að hann hafi ekki komið auga á atvik þar sem fjármálaráðherra hafi haft „nokkra ástæðu“ til að velta fyrir sér hæfi sínu við sölu á Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hafi ekki fengið slíkar upplýsingar á borð til sín. Hefði Ríkisendurskoðun orðið þess áskynja í framkvæmdinni hefði verið vakin athygli á því í skýrslu um söluna. „Það skýrir hvers vegna við fórum ekki dýpra ofan í þá sálma [í skýrslunni],“ sagði ríkisendurskoðandi.
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins seldu í Íslandsbanka fyrir um milljarð
Eftir að hafa stækkað stöðugt við hlut sinn í Íslandsbanka um langt skeið minnkuðu tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins stöðu sína í bankanum í liðnum mánuði. Áætla má að sjóðirnir hafi selt bréf í Íslandsbanka fyrir hátt í einn milljarð króna.
Af hverju kaupa fyrirtæki eigin hlutabréf?
Þegar félag kaupir eigin bréf má oft túlka þá ákvörðun annars vegar á þann veg að forsvarsmenn fyrirtækisins telja ekki til staðar umfangsmikil hagkvæm fjárfestingatækifæri til vaxtar og hins vegar að forsvarsmenn fyrirtækisins telja að virði félagsins sé hærra en markaðsverð. Það sé því hagkvæmara fyrir fyrirtæki að kaupa eigin bréf í þeim aðstæðum heldur en að greiða út arð.
Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum
Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.
Gagnrýnir nýtt neyðartæki ESB í Financial Times
Norrænt atvinnulíf, þar á meðal Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir nýtt neyðartæki Evrópusambandsins (ESB) í aðsendri grein í Financial Times.
Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri
Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.
Flygildi fékk aukið fjármagn til að þróa dróna sem sinnir varnarmálum
Sprotafyrirtækið Flygildi, sem þróað hefur dróna sem flýgur eins og fugl og er eins í laginu, hefur lokið við 50 milljón króna hlutafjáraukningu frá fjársterkum einstaklingum. Á meðal fjárfesta eru InfoCapital, í eigu Reynis Grétarssonar, og Guðbjörg Eddu Eggertsdóttir, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Actavis. Nýta á fjármagnið til að efla vöruþróun og fjölga starfsmönnum um þrjá. Þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir. Horft er til þess að selja fyrirtækið til stórs framleiðanda eftir tvö ár.
IFS ráðleggur fjárfestum að halda bréfum í Sýn
Gera má ráð fyrir að skipulagsbreyting Sýnar og einföldun í rekstri sem kynnt var í vikunni hafi „aðeins verið fyrsta breytingin“ á komandi mánuðum, að sögn greinenda. „Rekstur félagsins hefur ekki verið nógu sterkur og verður fróðlegt að sjá hvaða frekari plön nýju eigendurnir hafa til að bæta rekstur félagsins.“
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum
IFS mælir með sölu á hlutabréfum í Símanum. Markaðsgengið er fjórum prósentum lægra en matsgengið. Reksturinn á þriðja ársfjórðungi gekk vel. Framlegðin batnaði samhliða auknu kostnaðaraðhaldi.
Verðmetur VÍS töluvert lægra en markaðurinn
Nýtt verðmat á VÍS er tíu prósentum lægra en markaðsgengi. Efnahagsaðstæður eru ekki hagfelldar tryggingafélögum um þessar mundir. Undanfarið ár hefur verið það versta á verðbréfamörkuðum í áratugi. Það er bæði neikvæð ávöxtun af hluta- og skuldabréfum. Auk þess er „kröftugur viðsnúningur“ í efnahagslífinu og mikil fjölgun ferðamanna. Við það fjölgar tjónum og það dregur úr afkomu af tryggingarekstri. „Til að toppa svo allt saman hefur ávöxtunarkrafa til eigin fjár hækkað hratt síðustu vikur.“
Segir tafir á leyfisveitingum kosta samfélagið milljarða
Tafir á leyfisveitinum opinberra aðila vegna uppbyggingar flutningskerfi raforku kosta samfélagið milljarða á ári hverju. Opinberar stofnanir brjóta ítrekað lögbundna fresti um málsmeðferð að sögn Jóns Skafta Gestssonar, sérfræðings í hagrænum greiningum hjá Landsneti.
Dýr erlend fjármögnun „áhyggjuefni“ og gæti þýtt verri lánakjör fyrir fyrirtæki
Það er „áhyggjuefni“ hvað fjármögnun bankanna á erlendum mörkuðum er orðin dýr og ef sú staða snýr ekki við á næstunni mun það að óbreyttu skila sér í versnandi lánakjörum fyrir íslenskt atvinnulíf, að sögn seðlabankastjóra. Hann segist ekki geta tjáð sig um umfangsmikil gjaldeyriskaup Landsbankans á millibankamarkaði á síðustu mánuðum og hvort þau kunni að tengjast stórri afborgun bankans á erlendu láni sem er á gjalddaga á fyrri helmingi næsta árs.