Innherji
Verðmat Reita enn langt yfir markaðsvirði
Verðmat Jakobsson Capital á Reitum lækkaði lítillega á milli ársfjórðunga. Verðmatið er um 54 prósentum hærra en markaðsvirðið. Raunvöxtur í leigutekjum var tvö prósent á milli ára. Sennilega standa hóteleignir á baki við hluta rauntekjuvaxtar milli ára. Reitir eru þyngstir í hóteleignum af öllum fasteignafélögunum.
Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water
Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum.
Áformuð lög um innlenda smágreiðslulausn sögð brýn
Forsætisráðherra hefur birt til umsagnar í Samráðsgátt áform um lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn. Sagt er að það auki þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Seðlabankinn á í viðræðum við banka um að koma greiðslulausninni á fót.
Að fá betra verð með því að bjóða betra verð
Ágæt regla sem almennir fjárfestar geta tileinkað sér er að nota ekki svokölluð markaðstilboð við kaup og sölu nema að vel ígrunduðu máli, þar sem þau fela í sér að viðkomandi tekur hagstæðasta tilboði – sama hvaða verð eru í boði.
Greiddi næstum fjórðung af sjóðnum í arð vegna sölu á Tempo og Mílu
Arðgreiðslusjóður Stefnis greiddi 23,5 prósent af heildarstærð sjóðsins í arð til sjóðsfélaga um síðustu mánaðarmót. Þetta háa hlutfall má rekja til þess að Origo seldi Tempo og Síminn seldi Mílu og var afrakstur sölunnar greiddur til hluthafa. Arðgreiðslur vegna þessara tveggja félaga telja tæplega 90 prósent af öllum arði til sjóðsins á nýliðnu arðgreiðslutímabili.
Stjórnir fasteignafélaga á markaði mega ekki gæta hagsmuna einstaka hluthafa
Lífeyrissjóðurinn Birta var á meðal hluthafa sem samþykkti tillögu stjórnar Regins í gær um að hún fái heimild til að auka hlutafé fasteignafélagsins verði af yfirtökutilboði þess í Eik. Framkvæmdastjóri Birtu segir í samtali við Innherja að stjórnir fasteignafélaganna þurfi að gæta hagsmuna hvers félags fyrir sig en ekki einstaka hluthafa eða tegundar hluthafa.
Styrkás verður „töluvert“ umsvifameira við skráningu í Kauphöll
Horft er til þess að Styrkás, eignarhaldsfélag Skeljungs og Kletts, verði „töluvert“ umsvifameira við skráningu þess í Kauphöll fyrir árslok 2027, að sögn forstjóra Skel fjárfestingafélags. Tækifæri eru til ytri vaxtar á sviði orku og efnavöru, tækjum og búnaði, umhverfi, iðnaði og eignaumsýslu.
Stærsti hluthafi Eikar tekur jákvætt í viðræður um samruna við Reiti
Stjórnendur Brimgarða, sem er stærsti hluthafinn í Eik og leggst gegn yfirtökutilboði Regins, fullyrða að ekkert sé því til stuðnings að fjármögnunarkjör stærra fasteignafélags muni batna, heldur gætu kjörin þvert á móti versnað þar sem heimildir stærri fjárfesta til áhættutöku gagnvart einstaka útgefendum er takmörkuð.
Styttum sumarfrí skóla
Það þarf að lengja skólaárið. Sumarfrí nemenda eru of löng. Það liggur í augum uppi. Athygli vekur að enginn kennari hefur lýst því sjónarmiði yfir í fjölmiðlum eftir að fjallað var um rannsókn sýndi að nemendur sem höfðu lokið fjögurra ára framhaldsskólanámi stóðu sig betur við Háskóla Íslands en þeir sem lokið höfðu sama námi á þremur árum, eins og nú tíðkast.
Fjárfestingafélag Samherja kaupir yfir fimm prósenta hlut í BankNordik
Fjárfestingafélagið Kaldbakur, sem er í eigu íslenska sjávarútvegsrisans Samherja, hefur eignast rúmlega fimm prósenta hlut í færeyska bankanum BankNordik. Kaupin koma á sama tíma og Samherji seldi allt hlutafé sitt í öðru færeysku félagi, útgerðarfyrirtækinu Framherja.
Félag Róberts minnkar stöðu sína í Lotus með sölu upp á 33 milljarða
Fjárfestingafélagið Aztiq, stærsti hluthafi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, hefur lokið við sölu á helmingi af nærri tuttugu prósenta hlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan fyrir samtals jafnvirði um 33 milljarða króna. Hluturinn var seldur á um átta prósenta lægra verði en nam síðasta dagslokagengi Lotus. Aztiq hefur lýst því yfir að félagið áformi að leggja aukna fjármuni til að styðja við rekstur Alvotech og hefur hlutabréfaverð þess núna rétt úr kútnum og hækkað um meira en fjórðung á síðustu tveimur viðskiptadögum.
Yfirmaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka lætur af störfum
Atli Rafn Björnsson, sem hefur stýrt fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka frá árinu 2019, hefur látið af störfum en hann er þriðji stjórnandinn sem hættir eftir að félagið samþykkti að greiða tæplega 1,2 milljarða sektargreiðslu vegna brota á lögum og innri reglum sínum við sölu á hlutum í sjálfum sér í útboði bankans í fyrra.
Óhjákvæmilegt að fasteignaverð hækki töluvert í ljósi viðvarandi skorts
Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið.
Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.
Þungur baggi Íslandsbanka fælir Kviku frá samruna
Hartnær fimm mánuðum eftir að samrunaviðræður hófust milli Kviku banka og Íslandsbanka ákvað stjórn Kviku að slíta viðræðunum. Stjórnin vísaði til „atburða síðustu daga“ en fór ekki í saumana á því hvers vegna ákveðið var að slíta viðræðum þegar ljóst var að ávinningurinn af samruna gæti orðið verulegur. Að baki ákvörðuninni liggur sú staðreynd að sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlitið, sem var áfellisdómur yfir vinnubrögðum bankans við útboð á eigin hlutum, getur haft svo víðtækar afleiðingar, bæði í pólitískum og viðskiptalegum skilningi, að stórar forsendur bresta.
Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða
Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun.
Framtakssjóðurinn TFII á leið til Landsbréfa eftir mikinn taprekstur
Eigendur framtakssjóðsins TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, hafa gengið til samninga við Landsbréf um rekstur sjóðsins, að sögn stjórnarformanns TFII. Sjóðurinn var áður undir hatti Íslenskra verðbréfa en því samstarfi var slitið eftir að hluthafar TFII höfðu gert ýmsar alvarlegar athugasemdir við rekstur hans hjá ÍV.
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka „í ljósi atburða síðustu daga“
Stjórn Kviku banka telur ekki forsendur til þess að halda áfram viðræðum um mögulegan samruna við Íslandsbanka, sem hafa staðið yfir síðustu mánuði, og hefur því slitið þeim. Ekki var búið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um skiptihlutföll.
Actavis greiðir út 75 milljarða króna í formi arðs
Stjórn Actavis Group PTC hefur lagt til að 500 milljónir evra, jafnvirði 75 milljarða króna, verði greiddar í formi arðs en endanlegur eigandi félagsins er Teva Pharmaceuticals, stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.
Lægra olíuverð dró niður afkomu Haga
Hagnaður Haga dróst saman um 30 prósent á milli ára og nam 653 milljónum króna á fyrsta árfjórðungi. Stjórnendur segja að á tímabilinu sem sé til samanburðar hafi afkoman verið „óvenju sterk“. Í ljósi þess að heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði töluvert á milli ára, en það leiðir til lægri framlegðar af sölu til stórnotenda, dróst rekstrarhagnaður Olís saman um 63 prósent á milli ára.
Tafir á innkomu á Bandaríkjamarkað þurrkar út 25 milljarða af virði Alvotech
Hlutabréfaverð Alvotech hefur fallið um liðlega sjö prósent eftir að ljóst varð seint í gærkvöldi að umsókn íslenska líftæknilyfjafélagsins um markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir sitt stærsta lyf yrði ekki samþykkt að svo stöddu af hálfu Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA) þar í landi. Áætla má að handbært fé Alvotech geti numið yfir 180 milljónum Bandaríkjadala miðað við áform stærsta hluthafans um að leggja því til aukið fjármagn til að standa straum af kostnaði við rekstur og fjárfestingar á komandi mánuðum.
Hopp leitar eftir fjármögnun til að stækka úr 50 mörkuðum í 500
Hopp stefnir á að afla átta milljóna Bandaríkjadala í fjármögnun, jafnvirði ríflega milljarðs króna. Fundir með fjárfestum munu hefjast eftir um mánuð. Nýta á fjármunina til að stækka fyrirtækið sem nú starfar á um það bil 50 mörkuðum og á að sækja fram á 500 markaði. Fjármögnuninni verður því að mestu varið í sölu- og markaðsstarf en einnig í vöruþróun, að sögn framkvæmdastjóra Hopps.
Merki um minni óvissu en ótímabært að fagna sigri yfir verðbólgu
Nýjasta verðbólgumæling Hagstofu Íslands bendir til þess að óvissan um verðbólguna sé að minnka að sögn sjóðstjóra hjá Akta en aftur á móti er ótímabært að fagna sigri í ljósi þess að verðbólguþrýstingurinn mælist á breiðari grunni en í maí.
Greinendur mjög ósammála um virði skráðu fasteignafélaganna
Íslenskir hlutabréfagreinendur hafa mjög ólíkar skoðanir á því hvernig meta skuli virði skráðu fasteignafélögin en himinn og haf aðskilur verðmatsgengi IFS greiningar annars vegar og Jakobsson Capital hins vegar.
Hlutabréfaverð ISB réttir úr kútnum við brotthvarf Birnu
Gengi hlutabréfa Íslandsbanka, sem hafði fallið skarpt fyrstu tvo daga vikunnar, hefur hækkað um meira en þrjú prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun. Gengishækkunin kemur í kjölfar þess tilkynnt var um það fyrr í nótt að samið hefði verið um starfslok Birnu Einarsdóttur eftir að bankinn braut fjölmörg lög og innri reglur félagsins við sölu á hlutum í sjálfum í útboði ríkisins í fyrra.
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka
Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd.
Ekkert lát á sölu fjárfesta úr sjóðum samtímis verðlækkunum á markaði
Fjárfestar héldu áfram að losa um eignir sínar í helstu verðbréfasjóðum í liðnum mánuði, meðal annars þeim sem kaupa í hlutabréfum, samhliða því að gengishrun bréfa Marels tók Úrvalsvísitöluna niður um nærri þrettán prósent. Eftir miklar verðlækkanir á markaði og innlausnir fjárfesta þá hafa eignir hlutabréfasjóða ekki verið lægri í meira en tvö ár.
Fjárfestar efast um að rekstur Marels batni jafn hratt og stjórnendur áætla
Hlutabréfaverð Marels hefur haldið áfram að lækka eftir uppgjör fyrsta ársfjórðungs sem olli vonbrigðum. Lækkunin er umtalsvert meiri en lækkun markaðarins í heild en fjárfestar efast um að rekstur félagsins muni snúast jafn hratt við og stjórnendur Marels vænta. „Það er augljóslega verið að skortselja bréfin,“ segir viðmælandi Innherja.
Háttsemi ISB haft „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika“ fjármálamarkaða
Stjórn og bankastjóri Íslandsbanka sýndi af sér „athafnaleysi vegna viðvarandi annmarka“ á skráningu og varðveislu símtala þegar hann seldi hluti ríkisins í sjálfum sér auk þess sem stjórnarhættir bankans bera „vott um skort á áhættuvitund,“ að mati fjármálaeftirlits Seðlabankans. Eftirlitið telur brot Íslandsbanka benda til „veikleika í innra eftirlitskerfi“ hans og að háttsemin sé til þess fallin að hafa „skaðleg áhrif á traust og trúverðugleika fjármálamarkaða.“
Bakfæra 236 milljóna króna þóknanir eftir hrun í eignasafni TFII
Framtakssjóðurinn TFII, sem var þangað til nýlega rekinn af dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, tapaði 1,4 milljörðum króna í fyrra þegar tvær stærstu eignir sjóðsins hrundu í verði. Eigendur TFII, sem eru að uppistöðu lífeyrissjóðir, komust að samkomulagi við Íslensk verðbréf um bakfærslu þóknana að fjárhæð 236 milljónir króna þegar samstarfi við sjóðastýringuna var slitið.